Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar 3. apríl 2025 10:01 Græna orkan okkar er fyrir löngu orðin hluti af sjálfsmynd okkar sem þjóðar, enda mikilvæg forsenda þeirrar velsældar og lífsgæða sem við búum við hér á landi. Við getum öll verið stolt af þvísem uppbygging raforkukerfisins hefur fært okkur. Mín kynslóð þekkir lítið annað en að það sé til nóg af grænni orku til að uppfylla þarfir okkar, hvort heldur er í hversdagslífinu eða atvinnulífinu. Afi minn og amma höfðu sannarlega aðra sögu að segja. En hver verður staðan hjá börnum okkar og barnabörnum? Í rúmlega 5 ára gamalli orkustefnu stjórnvalda er kveðið á um að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt. Núna blasir hins vegar við sú staða að við getum ekki mætt allri eftirspurn eftir raforku. Það gildir bæði um aukna orkuþörf vegna almenns vaxtar samfélagsins og um aukna orkuþörf fyrirtækja sem vilja bæta við rekstur sinn eða hefja nýjan. Hér er rétt að taka fram að orkuþörf vegna orkuskipta í samgöngum virðist ætla að verða minni en spáð var næstu 10 árin þar sem þróun notkunar rafeldsneytis gengur hægar en spár gerðu ráð fyrir. Vinnsla rafeldsneytis er enn ekki samkeppnishæf en við fylgjumst grannt með þróuninni, tilbúin að láta að okkur kveða þegar það verður hagkvæmt. Hver er orkuþörfin? Það er hvetjandi að lesa stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnarþar sem áhersla er á aukna orkuöflun, styrkingu flutningskerfis og bætta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. Þá hefur ríkisstjórnin boðað að ferli leyfisveitinga verði einfaldað, tímafrestir lögbundnir og verkefni í nýtingarflokki rammaáætlunar látin njóta forgangs í stjórnsýslunni. Okkur Íslendinga vantar skýra framtíðarsýn um orkuþörf til næstu áratuga, sem ég vonast til að sjá í þeirri nýju atvinnustefnu sem ríkisstjórnin hefur boðað. Það er til dæmis æskilegt við afgreiðslu rammaáætlunar að horfa til þess hve mikilli orku samfélagið þarf á að halda á hverjum tíma þannig að orkunýtingarflokkurinn miðist ávallt við að mæta þeim þörfum. Og að þar sé að finna kosti á réttum stöðum, þ.e. bæði nálægt fyrirliggjandi innviðum og á stöðum sem henta notendum orkunnar, þar sem vinna má orku á samkeppnishæfu verði. Um leið og við erum opin fyrir öllum nýjum kostum í orkuöflun verðum við að vera raunsæ. Nú er staðan sú að vatnsorka, jarðvarmi og vindorka á landi eru samkeppnishæfir kostir, þ.e. þegar virkjað er á réttu stöðunum, en aðrir kostir eru ekki hagkvæmir og verða það ekki á næstunni. Það gildir t.d. bæði um vindorku á hafi og sólarorku, svo eitthvað sé nefnt. Ákvörðun núna: Orka eftir áratug Virkjanir rísa ekki á einni nóttu. Ákvörðun um virkjun núna þýðir að rafmagnið fer að streyma frá henni í fyrsta lagi eftir áratug. Við verðum því að taka ákvörðun núna um virkjanir sem samfélagið þarf á að halda árið 2035. Þennan tíma er reyndar hægt að stytta ef stjórnvöld halda vel á spöðunum við endurskoðun á því hvernig leyfi til framkvæmda og rekstrar virkjana eru afgreidd. Það ferli er hægt að stytta með samþættingu umhverfismats og leyfisveitinga án þess að slaka á umhverfiskröfum eða samráði við hagaðila. Hér eru tækifæri til að bæta og jafnframt einfalda aðkomu almennings með því að taka á öllum atriðum máls á sama tíma og á sama stað.Ein samræmd leyfisveiting getur hæglega þjónað sama tilgangi og það flókna ferli sem við búum við í dag. Vilji til orkuöflunar Orkuöflunarvilji er nýtt hugtak sem heyrst hefur í umræðu um orkumál. Við þurfum að taka afstöðu til þess hversu mikla orku við viljum vinna og í hvað við viljum nýta hana. Stjórnvöld verða að marka stefnu um orkuöflun á hverjum tíma. Ef við ætlum að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina raforku og halda í við þarfir vaxandi samfélags þá blasir við að það þarf að virkja meira. Við skuldum framtíðarkynslóðum að taka skynsamlegar ákvarðanir núna til að þau fái notið sömu eða betri lífsgæða og við höfum búið við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Græna orkan okkar er fyrir löngu orðin hluti af sjálfsmynd okkar sem þjóðar, enda mikilvæg forsenda þeirrar velsældar og lífsgæða sem við búum við hér á landi. Við getum öll verið stolt af þvísem uppbygging raforkukerfisins hefur fært okkur. Mín kynslóð þekkir lítið annað en að það sé til nóg af grænni orku til að uppfylla þarfir okkar, hvort heldur er í hversdagslífinu eða atvinnulífinu. Afi minn og amma höfðu sannarlega aðra sögu að segja. En hver verður staðan hjá börnum okkar og barnabörnum? Í rúmlega 5 ára gamalli orkustefnu stjórnvalda er kveðið á um að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt. Núna blasir hins vegar við sú staða að við getum ekki mætt allri eftirspurn eftir raforku. Það gildir bæði um aukna orkuþörf vegna almenns vaxtar samfélagsins og um aukna orkuþörf fyrirtækja sem vilja bæta við rekstur sinn eða hefja nýjan. Hér er rétt að taka fram að orkuþörf vegna orkuskipta í samgöngum virðist ætla að verða minni en spáð var næstu 10 árin þar sem þróun notkunar rafeldsneytis gengur hægar en spár gerðu ráð fyrir. Vinnsla rafeldsneytis er enn ekki samkeppnishæf en við fylgjumst grannt með þróuninni, tilbúin að láta að okkur kveða þegar það verður hagkvæmt. Hver er orkuþörfin? Það er hvetjandi að lesa stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnarþar sem áhersla er á aukna orkuöflun, styrkingu flutningskerfis og bætta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. Þá hefur ríkisstjórnin boðað að ferli leyfisveitinga verði einfaldað, tímafrestir lögbundnir og verkefni í nýtingarflokki rammaáætlunar látin njóta forgangs í stjórnsýslunni. Okkur Íslendinga vantar skýra framtíðarsýn um orkuþörf til næstu áratuga, sem ég vonast til að sjá í þeirri nýju atvinnustefnu sem ríkisstjórnin hefur boðað. Það er til dæmis æskilegt við afgreiðslu rammaáætlunar að horfa til þess hve mikilli orku samfélagið þarf á að halda á hverjum tíma þannig að orkunýtingarflokkurinn miðist ávallt við að mæta þeim þörfum. Og að þar sé að finna kosti á réttum stöðum, þ.e. bæði nálægt fyrirliggjandi innviðum og á stöðum sem henta notendum orkunnar, þar sem vinna má orku á samkeppnishæfu verði. Um leið og við erum opin fyrir öllum nýjum kostum í orkuöflun verðum við að vera raunsæ. Nú er staðan sú að vatnsorka, jarðvarmi og vindorka á landi eru samkeppnishæfir kostir, þ.e. þegar virkjað er á réttu stöðunum, en aðrir kostir eru ekki hagkvæmir og verða það ekki á næstunni. Það gildir t.d. bæði um vindorku á hafi og sólarorku, svo eitthvað sé nefnt. Ákvörðun núna: Orka eftir áratug Virkjanir rísa ekki á einni nóttu. Ákvörðun um virkjun núna þýðir að rafmagnið fer að streyma frá henni í fyrsta lagi eftir áratug. Við verðum því að taka ákvörðun núna um virkjanir sem samfélagið þarf á að halda árið 2035. Þennan tíma er reyndar hægt að stytta ef stjórnvöld halda vel á spöðunum við endurskoðun á því hvernig leyfi til framkvæmda og rekstrar virkjana eru afgreidd. Það ferli er hægt að stytta með samþættingu umhverfismats og leyfisveitinga án þess að slaka á umhverfiskröfum eða samráði við hagaðila. Hér eru tækifæri til að bæta og jafnframt einfalda aðkomu almennings með því að taka á öllum atriðum máls á sama tíma og á sama stað.Ein samræmd leyfisveiting getur hæglega þjónað sama tilgangi og það flókna ferli sem við búum við í dag. Vilji til orkuöflunar Orkuöflunarvilji er nýtt hugtak sem heyrst hefur í umræðu um orkumál. Við þurfum að taka afstöðu til þess hversu mikla orku við viljum vinna og í hvað við viljum nýta hana. Stjórnvöld verða að marka stefnu um orkuöflun á hverjum tíma. Ef við ætlum að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina raforku og halda í við þarfir vaxandi samfélags þá blasir við að það þarf að virkja meira. Við skuldum framtíðarkynslóðum að taka skynsamlegar ákvarðanir núna til að þau fái notið sömu eða betri lífsgæða og við höfum búið við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun