„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar 2. apríl 2025 09:02 Ég heyri stundum pólitíkusa, sérstaklega þá sem tilheyra öfgahægrinu, tala um að Evrópa sé í hnignun og að vestræn siðmenning sé að hrynja. Þegar saga þessarar orðræðu er skoðuð kemur þó í ljós að hún er alls ekki ný. Í raun hefur fólk spáð „endalokum Evrópu" frá því Róm féll á 5. öld, sérstaklega þegar áhrif valdastéttarinnar dvína eða samfélagsbreytingar ógna gömlu valdajafnvægi. Hér eru nokkur dæmi: Fall Rómar (5. öld): „Barbarar rústa öllu – siðmenningin er búin!" En Býsansríkið lifði áfram í næstum 1000 ár og Róm hélt áfram að vera byggð. Miðaldir: „Myrkur og fáfræði ríkir – visku fornaldar er glatað!" Þrátt fyrir slíkar yfirlýsingar þróuðust háskólar og varðveisla þekkingar blómstraði í klaustrum og öðrum menningarheimum. Endurreisnin: „Við björgum menningunni frá miðaldabulli!" Fræðimenn endurreisnar afskrifuðu miðaldir en byggðu í raun á grunni þeirra. Franska byltingin: „Samfélagið hrynur – kaos og siðrof!" sagði íhaldssöm yfirstétt þegar byltingin breytti pólitískri skipan Evrópu, en hún opnaði líka fyrir nýtt tímabil lýðræðislegra umbóta. 19.–20. öld: „Evrópa hnignar!" Þessi orðræða birtist þegar iðnvæðing, verkalýðsbarátta og kvenréttindi ógnuðu gömlum valdastrúktúrum. Oswald Spengler skrifaði t.d. um Hnignun Vesturlanda árið 1918. Eftirstríðsárin: „Evrópa er búin eftir tvær heimsstyrjaldir!" Þrátt fyrir slíkar yfirlýsingar hófst nýtt tímabil stöðugleika og alþjóðlegrar samvinnu í gegnum stofnanir eins og ESB og NATO. Í dag: „ESB, fjölmenning og innflytjendur eru að eyðileggja Evrópu!" Nú er þetta helst notað af öfgahægri þjóðernispopúlistum og hefðbundnum valdaelítum sem sjá stöðu sína veikjast í fjölmenningarlegri Evrópu. Í öllum þessum dæmum kemur í ljós að orðræðan um „hnignun Evrópu" endurspeglar fyrst og fremst ótta valdastétta við breytingar og valdatap Umræðan um „hnignun“ kemur nær alltaf fram þegar valdahópar upplifa að staða þeirra sé að veikjast. Þetta er sjaldnast raunverulegt merki um samfélagslegt siðrof heldur frekar vísbending um breytingar og framþróun sem ögra ríkjandi valdajafnvægi. Það eru því helst valdastéttirnar sem tapa völdum, ekki samfélagið sjálft sem er í raun að hrynja. Ef tekið væri bókstaflega hefur Evrópa verið í „stöðugri hnignun“ frá 5. öld, en samt stendur hún enn sterk. Vissulega hefur álfan gengið í gegnum miklar þrengingar eins og heimsstyrjaldir, efnahagskreppur, hungursneyðir, stjórnmálaátök, farsóttir og ýmsar aðrar áskoranir. Þrátt fyrir allt þetta hefur Evrópa sýnt ótrúlega seiglu og getu til að aðlagast nýjum aðstæðum. Orðræðan um „hnignun Evrópu“ er því oftar en ekki pólitískt tæki fremur en raunhæf lýsing á stöðu álfunnar. Hvers vegna talar öfgahægrið svona? Skýringarnar eru margar: fortíðarþrá, valdamissi, hræðsla við breytingar, ótti við aukin mannréttindi, markviss óttapólitík til að höfða til kjósenda, ótti við að missa valdastöðu og kvíði gagnvart alþjóðavæðingu og fjölmenningu. Öfgahægrið beitir kerfisbundinni óttapólitík og stýrir umræðunni með tilfinningalegum áróðri fremur en málefnalegum rökum. Með þessu er reynt að túlka framfarir sem ógn og sannfæra almenning um að samfélagsbreytingar séu hættulegar eða skaðlegar. Málflutningur íhaldsafla einkennist oft af mótsögnum og tvískinnungi, og er beinlínis hannaður til að etja almenningi saman. Þessi afstaða grundvallast á rómantískri ímynd um gullöld fortíðar – sem stenst enga sögulega skoðun. Staðreyndin er sú að lífsgæði, réttindi, friður og efnahagslegt öryggi hafa almennt aukist í Evrópu í gegnum tíðina, þrátt fyrir ýmsar tímabundnar áskoranir. Félagslegar framfarir og aukin mannréttindi sem fara í taugarnar á öfgahægrinu Eftirfarandi félagslegar breytingar hafa sögulega verið gagnrýndar af öfgahægri öflum sem „tákn um hnignun“, þrátt fyrir að þær hafi bætt lífsgæði almennings: Aukin mannréttindi: Réttindi hinsegin fólks, kvenna og minnihlutahópa hafa aukist verulega í Evrópu síðustu áratugi, sem hefur stuðlað að réttlátara samfélagi. Efnahagslegur stöðugleiki: Blandað hagkerfi – samspil markaðshagkerfis, alþjóðavæðingar og sterkts velferðarkerfis – hefur dregið úr fátækt í Evrópu. Menntun og tjáningarfrelsi: Aðgengi að menntun hefur aukist verulega, sem og tjáningarfrelsi og aðgangur að upplýsingum. Fjölmenningarleg þróun: Fjölmenning hefur í flestum tilfellum stuðlað að nýsköpun, bættum vinnumarkaði og hagvexti í Evrópu. Vinnumarkaður og félagsleg réttindi: Réttindi vinnandi fólks og lágmarkslaun hafa almennt styrkst í Evrópu síðustu áratugina. Umhverfisvernd: Evrópuríki hafa verið leiðandi í umhverfisvernd og þróun grænnar orku, sem hefur bætt loftgæði og lífsgæði. Heilbrigðiskerfi: Heilbrigðisþjónusta hefur batnað og orðið aðgengilegri fyrir alla, óháð efnahag. Staðreynd málsins er því sú að flestir mælikvarðar á lífsgæði og samfélagslega velferð sýna framfarir, ekki hnignun. Þeir sem halda fram þessari orðræðu um "hnignun Evrópu" eru því í beinni andstöðu við sögulegar staðreyndir og tölfræðileg gögn. Orðræðan um "hnignun" er þannig fyrst og fremst pólitískt tæki, oft beitt af þeim sem finna að völdum sínum og áhrifum er ógnað af félagslegum framförum og aukinni jafnréttisþróun. Hún er kerfisbundin tilraun til að mála framfarir sem ógn – ekki vegna þess að staðreyndir styðja slíka orðræðu, heldur vegna þess að hún þjónar pólitískum hagsmunum afturhaldsamra afla. Bakslag í jafnréttisbaráttu kvenna og hinsegin fólks – við megum ekki sofna á verðinum! Þrátt fyrir ótvíræðar framfarir í jafnréttismálum síðustu áratuga sjáum við nú umtalsvert bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks og kvenna, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Á sama tíma og öfgahægri öfl finna að þau eru að missa völd sín, draga þau fram talpunkta um "hnignun Evrópu" og "hnignun siðmenningar" til að réttlæta afturhaldssamar stefnur. Því er nauðsynlegt að vera vel vakandi og láta ekki blekkjast af gylliboðum sem virðast laðandi á yfirborðinu en eru í raun hluti af kerfisbundinni afturhaldsstefnu. Dæmi um stefnur sem virðast saklausar en hafa neikvæð áhrif á réttindi kvenna: 🔺 Heimagreiðslur til mæðra Geta leitt til þess að konur detti frekar út af vinnumarkaði og missi efnahagslegt sjálfstæði. Langvarandi fjarvera af vinnumarkaði dregur úr lífstíðartekjum kvenna. Viðhalda hefðbundnum kynjahlutverkum og geta aukið kynbundinn ójöfnuð til lengri tíma. 🔺 Fyrirtækjaleikskólar Geta aukið stéttaskiptingu og ójöfnuð þar sem leikskólapláss verða frekar forréttindi en réttindi. Slík úrræði skila mismunandi ávinningi eftir samfélagsstöðu foreldra. Í stað þess að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að góðu menntakerfi, geta þau dýpkað misrétti. 🔺 Afnám jafnlaunavottunar Dregur úr skuldbindingu fyrirtækja til að tryggja kynjajafnrétti í launum. Launamunur milli kynja er viðvarandi vandamál sem ekki hverfur án kerfisbundins eftirlits. Án aðhalds hefur launamunur milli kynja tilhneigingu til að aukast frekar en minnka. Þessar aðgerðir eru oft kynntar sem „valkostir fyrir fjölskyldur“, en í raun stuðla þær að því að ýta konum aftur inn á heimilið og veikja jafnréttisbaráttuna. Þess í stað þurfum við að takast á við raunverulegu áskoranirnar: bæta leikskóla- og skólakerfið með því að hækka laun leikskóla- og grunnskólakennara (eitthvað sem hljómar eins og eitur í beinum íhaldsins), bæta starfsumhverfi og tryggja öllum börnum aðgengi að leikskólaplássum. Það er auðvelt að tala um valkosti, en raunverulegar lausnir krefjast fjárfestingar í framtíðinni. Við megum ekki láta glepjast af gylliboðum um heimagreiðslur eða fyrirtækjaleikskóla – skammtímalausnir sem í raun grafa undan jafnrétti og festa ójöfnuð í sessi. Hvaða tíma í sögunni vill öfgahægrið? Maður spyr sig stundum: Er einhver annar tími sem Sigmundur Davíð og félagar hans í Miðflokknum hefðu frekar viljað lifa á? Smá upprifjun á því hvernig „þá gömlu góðu daga" raunverulega litu út – fyrir þá sem eru að falla fyrir gylliboðum íhaldsins og öfgahægrisins: Kannski fyrir iðnbyltinguna, þegar fátækt, sultur og matareitranir voru daglegt brauð? Flestir áttu varla til hnífs og skeiðar. Eða þegar konur höfðu engin réttindi, máttu ekki kjósa og voru bundnar í undirgefni – og þeirra eina „hlutverk” var að vera heimavinnandi húsmæður? Eða þegar hinsegin fólk var ofsótt, fangelsað eða jafnvel tekið af lífi? Á Íslandi voru samkynhneigðir karlmenn dæmdir í fangelsi allt fram á sjöunda áratug síðustu aldar. Eða þegar konur voru sendar í skúr í einangrun á meðan þær voru á blæðingum? Þegar tjáningarfrelsi var takmarkað og aðeins valdastéttin hafði rödd? Þegar engir frjálsir fjölmiðlar voru til staðar? Þegar aðeins þeir efnameiri gátu leyft sér flott föt, húsgögn, góðan og næringaríkan mat og aukin lífsgæði? Fátækt og misskipting voru normið. Eða þegar flestir bjuggu í moldarkofum, stríð voru regluleg og lífslíkur verulega lágar? Þegar verkalýðsbarátta var lítil eða engin, og launþegar unnu 12-16 tíma á dag án réttinda eða öryggis? Þegar ekkert sumarfrí, engir greiddir veikindadagar og engar atvinnuleysisbætur voru til staðar? Þegar börn voru send til vinnu í verksmiðjum í stað skóla? Þegar engin félagsleg öryggisnet voru til, og veikindi eða atvinnumissir þýddi að þú endaðir á götunni? Þegar geðheilbrigðisvandamál voru fordæmd sem djöfulleg áhrif, og fólk með andlega sjúkdóma var lokað inni eða sett í raflostsmeðferð? Þegar kynþáttamisrétti var lögfest í mörgum löndum, og fólk var svipt réttindum vegna húðlitar síns? Þegar konur voru látnar bera ábyrgð á eigin nauðgun og þurftu jafnvel að giftast ofbeldismönnum sínum? Þegar kynferðisofbeldi og misnotkun innan fjölskyldna var þögguð niður, hulin skömm og oft talið „einkamál” sem ekki ætti að ræða eða refsa fyrir? Þegar ofbeldi var hvorki stöðvað né viðurkennt, og sumar fjölskyldur urðu þannig að lokuðum hring þar sem ofbeldi – þar á meðal kynferðislegt ofbeldi og nauðgun – gekk milli kynslóða? Þegar samfélagið beitti fórnarlömbum pressu til að þegja, því fjölskyldan vildi ekki „skemma mannorð” gerandans eða eiga á hættu útskúfun? Þegar líf þitt var í stöðugri hættu vegna sjúkdóma sem við höfum nú bóluefni gegn – eins og mislinga, barnaveiki, lömunarveiki og berkla? Þegar ungbarnadauði var gífurlega hár og foreldrar áttu á hættu að missa mörg börn áður en þau náðu fimm ára aldri? Þegar kennarar máttu beita börn líkamlegum refsingum? Þegar sýklalyf voru ekki til og einfaldar sýkingar gátu leitt til dauða? Þegar réttarkerfið hallaði algjörlega á fátæka og minnihlutahópa, og pyntingar voru algengar við yfirheyrslur? Eða kannski snýst þetta einfaldlega um það að þeir þola illa að samfélagið hafi breyst og aðrir hópar hafi fengið aukin réttindi? Þeir vilja draga allt samfélagið með sér aftur til fortíðar – fortíðar sem var langt frá því að vera „betri tímar" fyrir flesta. Látum ekki blekkjast! Öfgahægrið og íhaldið vill telja okkur trú um að siðmenningin sé að hrynja og að Evrópa sé í hnignun. Þetta eru ekki bara tilviljunarkenndir talpunktar – þetta er kerfisbundin áróðurstækni hönnuð til að veikja samstöðu almennings. Sagan sýnir okkur að þessi orðræða um "hnignun" er ekkert nýtt fyrirbæri – hún hefur verið endurtekin aftur og aftur síðan á 5. öld. Í hvert skipti sem samfélagsbreytingar ógna stöðu hefðbundinna valdahópa, draga þeir fram sömu málaflutninginn. Þessi afturhaldssömu öfl beita öllum tiltækum ráðum til að hræða kjósendur: *Þau skapa óraunhæfa og rómantíska mynd af fortíðinni *Þau þegja um óréttlæti, grimmd og erfiðleika þeirra tíma *Þau tengja nauðsynlegar samfélagsbreytingar við "hrun siðmenningar" *Þau beina reiði fólks að minnihlutahópum í stað raunverulegra valdastofnana Við verðum að átta okkur á því að þessi öfl notfæra sér nostalgíu sem vopn – þau mála upp glansmynd af fortíð sem aldrei var til. Fortíðin sem þau dýrka var í raun tími mismununar, fátæktar, ofbeldis og réttindaleysis fyrir flesta. Nei, þið fáið ekki að draga okkur til baka, kæru íhalds- og öfgahægri menn. Kæri almenningur – látum ekki öfgahægrið og íhaldið blekkja okkur, skipta okkur upp í hópa og etja okkur saman. Það er einmitt þeirra tilgangur með þessu tali um hnignun og að siðmenning sé að hrynja. Niðurstaða? Allt er háð breytingum. Evrópa mun áfram þróast, aðlagast og styrkjast – nýtt tekur við af því gamla, hvort sem þeim líkar það eða ekki. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Freyr Öfjörð Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég heyri stundum pólitíkusa, sérstaklega þá sem tilheyra öfgahægrinu, tala um að Evrópa sé í hnignun og að vestræn siðmenning sé að hrynja. Þegar saga þessarar orðræðu er skoðuð kemur þó í ljós að hún er alls ekki ný. Í raun hefur fólk spáð „endalokum Evrópu" frá því Róm féll á 5. öld, sérstaklega þegar áhrif valdastéttarinnar dvína eða samfélagsbreytingar ógna gömlu valdajafnvægi. Hér eru nokkur dæmi: Fall Rómar (5. öld): „Barbarar rústa öllu – siðmenningin er búin!" En Býsansríkið lifði áfram í næstum 1000 ár og Róm hélt áfram að vera byggð. Miðaldir: „Myrkur og fáfræði ríkir – visku fornaldar er glatað!" Þrátt fyrir slíkar yfirlýsingar þróuðust háskólar og varðveisla þekkingar blómstraði í klaustrum og öðrum menningarheimum. Endurreisnin: „Við björgum menningunni frá miðaldabulli!" Fræðimenn endurreisnar afskrifuðu miðaldir en byggðu í raun á grunni þeirra. Franska byltingin: „Samfélagið hrynur – kaos og siðrof!" sagði íhaldssöm yfirstétt þegar byltingin breytti pólitískri skipan Evrópu, en hún opnaði líka fyrir nýtt tímabil lýðræðislegra umbóta. 19.–20. öld: „Evrópa hnignar!" Þessi orðræða birtist þegar iðnvæðing, verkalýðsbarátta og kvenréttindi ógnuðu gömlum valdastrúktúrum. Oswald Spengler skrifaði t.d. um Hnignun Vesturlanda árið 1918. Eftirstríðsárin: „Evrópa er búin eftir tvær heimsstyrjaldir!" Þrátt fyrir slíkar yfirlýsingar hófst nýtt tímabil stöðugleika og alþjóðlegrar samvinnu í gegnum stofnanir eins og ESB og NATO. Í dag: „ESB, fjölmenning og innflytjendur eru að eyðileggja Evrópu!" Nú er þetta helst notað af öfgahægri þjóðernispopúlistum og hefðbundnum valdaelítum sem sjá stöðu sína veikjast í fjölmenningarlegri Evrópu. Í öllum þessum dæmum kemur í ljós að orðræðan um „hnignun Evrópu" endurspeglar fyrst og fremst ótta valdastétta við breytingar og valdatap Umræðan um „hnignun“ kemur nær alltaf fram þegar valdahópar upplifa að staða þeirra sé að veikjast. Þetta er sjaldnast raunverulegt merki um samfélagslegt siðrof heldur frekar vísbending um breytingar og framþróun sem ögra ríkjandi valdajafnvægi. Það eru því helst valdastéttirnar sem tapa völdum, ekki samfélagið sjálft sem er í raun að hrynja. Ef tekið væri bókstaflega hefur Evrópa verið í „stöðugri hnignun“ frá 5. öld, en samt stendur hún enn sterk. Vissulega hefur álfan gengið í gegnum miklar þrengingar eins og heimsstyrjaldir, efnahagskreppur, hungursneyðir, stjórnmálaátök, farsóttir og ýmsar aðrar áskoranir. Þrátt fyrir allt þetta hefur Evrópa sýnt ótrúlega seiglu og getu til að aðlagast nýjum aðstæðum. Orðræðan um „hnignun Evrópu“ er því oftar en ekki pólitískt tæki fremur en raunhæf lýsing á stöðu álfunnar. Hvers vegna talar öfgahægrið svona? Skýringarnar eru margar: fortíðarþrá, valdamissi, hræðsla við breytingar, ótti við aukin mannréttindi, markviss óttapólitík til að höfða til kjósenda, ótti við að missa valdastöðu og kvíði gagnvart alþjóðavæðingu og fjölmenningu. Öfgahægrið beitir kerfisbundinni óttapólitík og stýrir umræðunni með tilfinningalegum áróðri fremur en málefnalegum rökum. Með þessu er reynt að túlka framfarir sem ógn og sannfæra almenning um að samfélagsbreytingar séu hættulegar eða skaðlegar. Málflutningur íhaldsafla einkennist oft af mótsögnum og tvískinnungi, og er beinlínis hannaður til að etja almenningi saman. Þessi afstaða grundvallast á rómantískri ímynd um gullöld fortíðar – sem stenst enga sögulega skoðun. Staðreyndin er sú að lífsgæði, réttindi, friður og efnahagslegt öryggi hafa almennt aukist í Evrópu í gegnum tíðina, þrátt fyrir ýmsar tímabundnar áskoranir. Félagslegar framfarir og aukin mannréttindi sem fara í taugarnar á öfgahægrinu Eftirfarandi félagslegar breytingar hafa sögulega verið gagnrýndar af öfgahægri öflum sem „tákn um hnignun“, þrátt fyrir að þær hafi bætt lífsgæði almennings: Aukin mannréttindi: Réttindi hinsegin fólks, kvenna og minnihlutahópa hafa aukist verulega í Evrópu síðustu áratugi, sem hefur stuðlað að réttlátara samfélagi. Efnahagslegur stöðugleiki: Blandað hagkerfi – samspil markaðshagkerfis, alþjóðavæðingar og sterkts velferðarkerfis – hefur dregið úr fátækt í Evrópu. Menntun og tjáningarfrelsi: Aðgengi að menntun hefur aukist verulega, sem og tjáningarfrelsi og aðgangur að upplýsingum. Fjölmenningarleg þróun: Fjölmenning hefur í flestum tilfellum stuðlað að nýsköpun, bættum vinnumarkaði og hagvexti í Evrópu. Vinnumarkaður og félagsleg réttindi: Réttindi vinnandi fólks og lágmarkslaun hafa almennt styrkst í Evrópu síðustu áratugina. Umhverfisvernd: Evrópuríki hafa verið leiðandi í umhverfisvernd og þróun grænnar orku, sem hefur bætt loftgæði og lífsgæði. Heilbrigðiskerfi: Heilbrigðisþjónusta hefur batnað og orðið aðgengilegri fyrir alla, óháð efnahag. Staðreynd málsins er því sú að flestir mælikvarðar á lífsgæði og samfélagslega velferð sýna framfarir, ekki hnignun. Þeir sem halda fram þessari orðræðu um "hnignun Evrópu" eru því í beinni andstöðu við sögulegar staðreyndir og tölfræðileg gögn. Orðræðan um "hnignun" er þannig fyrst og fremst pólitískt tæki, oft beitt af þeim sem finna að völdum sínum og áhrifum er ógnað af félagslegum framförum og aukinni jafnréttisþróun. Hún er kerfisbundin tilraun til að mála framfarir sem ógn – ekki vegna þess að staðreyndir styðja slíka orðræðu, heldur vegna þess að hún þjónar pólitískum hagsmunum afturhaldsamra afla. Bakslag í jafnréttisbaráttu kvenna og hinsegin fólks – við megum ekki sofna á verðinum! Þrátt fyrir ótvíræðar framfarir í jafnréttismálum síðustu áratuga sjáum við nú umtalsvert bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks og kvenna, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Á sama tíma og öfgahægri öfl finna að þau eru að missa völd sín, draga þau fram talpunkta um "hnignun Evrópu" og "hnignun siðmenningar" til að réttlæta afturhaldssamar stefnur. Því er nauðsynlegt að vera vel vakandi og láta ekki blekkjast af gylliboðum sem virðast laðandi á yfirborðinu en eru í raun hluti af kerfisbundinni afturhaldsstefnu. Dæmi um stefnur sem virðast saklausar en hafa neikvæð áhrif á réttindi kvenna: 🔺 Heimagreiðslur til mæðra Geta leitt til þess að konur detti frekar út af vinnumarkaði og missi efnahagslegt sjálfstæði. Langvarandi fjarvera af vinnumarkaði dregur úr lífstíðartekjum kvenna. Viðhalda hefðbundnum kynjahlutverkum og geta aukið kynbundinn ójöfnuð til lengri tíma. 🔺 Fyrirtækjaleikskólar Geta aukið stéttaskiptingu og ójöfnuð þar sem leikskólapláss verða frekar forréttindi en réttindi. Slík úrræði skila mismunandi ávinningi eftir samfélagsstöðu foreldra. Í stað þess að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að góðu menntakerfi, geta þau dýpkað misrétti. 🔺 Afnám jafnlaunavottunar Dregur úr skuldbindingu fyrirtækja til að tryggja kynjajafnrétti í launum. Launamunur milli kynja er viðvarandi vandamál sem ekki hverfur án kerfisbundins eftirlits. Án aðhalds hefur launamunur milli kynja tilhneigingu til að aukast frekar en minnka. Þessar aðgerðir eru oft kynntar sem „valkostir fyrir fjölskyldur“, en í raun stuðla þær að því að ýta konum aftur inn á heimilið og veikja jafnréttisbaráttuna. Þess í stað þurfum við að takast á við raunverulegu áskoranirnar: bæta leikskóla- og skólakerfið með því að hækka laun leikskóla- og grunnskólakennara (eitthvað sem hljómar eins og eitur í beinum íhaldsins), bæta starfsumhverfi og tryggja öllum börnum aðgengi að leikskólaplássum. Það er auðvelt að tala um valkosti, en raunverulegar lausnir krefjast fjárfestingar í framtíðinni. Við megum ekki láta glepjast af gylliboðum um heimagreiðslur eða fyrirtækjaleikskóla – skammtímalausnir sem í raun grafa undan jafnrétti og festa ójöfnuð í sessi. Hvaða tíma í sögunni vill öfgahægrið? Maður spyr sig stundum: Er einhver annar tími sem Sigmundur Davíð og félagar hans í Miðflokknum hefðu frekar viljað lifa á? Smá upprifjun á því hvernig „þá gömlu góðu daga" raunverulega litu út – fyrir þá sem eru að falla fyrir gylliboðum íhaldsins og öfgahægrisins: Kannski fyrir iðnbyltinguna, þegar fátækt, sultur og matareitranir voru daglegt brauð? Flestir áttu varla til hnífs og skeiðar. Eða þegar konur höfðu engin réttindi, máttu ekki kjósa og voru bundnar í undirgefni – og þeirra eina „hlutverk” var að vera heimavinnandi húsmæður? Eða þegar hinsegin fólk var ofsótt, fangelsað eða jafnvel tekið af lífi? Á Íslandi voru samkynhneigðir karlmenn dæmdir í fangelsi allt fram á sjöunda áratug síðustu aldar. Eða þegar konur voru sendar í skúr í einangrun á meðan þær voru á blæðingum? Þegar tjáningarfrelsi var takmarkað og aðeins valdastéttin hafði rödd? Þegar engir frjálsir fjölmiðlar voru til staðar? Þegar aðeins þeir efnameiri gátu leyft sér flott föt, húsgögn, góðan og næringaríkan mat og aukin lífsgæði? Fátækt og misskipting voru normið. Eða þegar flestir bjuggu í moldarkofum, stríð voru regluleg og lífslíkur verulega lágar? Þegar verkalýðsbarátta var lítil eða engin, og launþegar unnu 12-16 tíma á dag án réttinda eða öryggis? Þegar ekkert sumarfrí, engir greiddir veikindadagar og engar atvinnuleysisbætur voru til staðar? Þegar börn voru send til vinnu í verksmiðjum í stað skóla? Þegar engin félagsleg öryggisnet voru til, og veikindi eða atvinnumissir þýddi að þú endaðir á götunni? Þegar geðheilbrigðisvandamál voru fordæmd sem djöfulleg áhrif, og fólk með andlega sjúkdóma var lokað inni eða sett í raflostsmeðferð? Þegar kynþáttamisrétti var lögfest í mörgum löndum, og fólk var svipt réttindum vegna húðlitar síns? Þegar konur voru látnar bera ábyrgð á eigin nauðgun og þurftu jafnvel að giftast ofbeldismönnum sínum? Þegar kynferðisofbeldi og misnotkun innan fjölskyldna var þögguð niður, hulin skömm og oft talið „einkamál” sem ekki ætti að ræða eða refsa fyrir? Þegar ofbeldi var hvorki stöðvað né viðurkennt, og sumar fjölskyldur urðu þannig að lokuðum hring þar sem ofbeldi – þar á meðal kynferðislegt ofbeldi og nauðgun – gekk milli kynslóða? Þegar samfélagið beitti fórnarlömbum pressu til að þegja, því fjölskyldan vildi ekki „skemma mannorð” gerandans eða eiga á hættu útskúfun? Þegar líf þitt var í stöðugri hættu vegna sjúkdóma sem við höfum nú bóluefni gegn – eins og mislinga, barnaveiki, lömunarveiki og berkla? Þegar ungbarnadauði var gífurlega hár og foreldrar áttu á hættu að missa mörg börn áður en þau náðu fimm ára aldri? Þegar kennarar máttu beita börn líkamlegum refsingum? Þegar sýklalyf voru ekki til og einfaldar sýkingar gátu leitt til dauða? Þegar réttarkerfið hallaði algjörlega á fátæka og minnihlutahópa, og pyntingar voru algengar við yfirheyrslur? Eða kannski snýst þetta einfaldlega um það að þeir þola illa að samfélagið hafi breyst og aðrir hópar hafi fengið aukin réttindi? Þeir vilja draga allt samfélagið með sér aftur til fortíðar – fortíðar sem var langt frá því að vera „betri tímar" fyrir flesta. Látum ekki blekkjast! Öfgahægrið og íhaldið vill telja okkur trú um að siðmenningin sé að hrynja og að Evrópa sé í hnignun. Þetta eru ekki bara tilviljunarkenndir talpunktar – þetta er kerfisbundin áróðurstækni hönnuð til að veikja samstöðu almennings. Sagan sýnir okkur að þessi orðræða um "hnignun" er ekkert nýtt fyrirbæri – hún hefur verið endurtekin aftur og aftur síðan á 5. öld. Í hvert skipti sem samfélagsbreytingar ógna stöðu hefðbundinna valdahópa, draga þeir fram sömu málaflutninginn. Þessi afturhaldssömu öfl beita öllum tiltækum ráðum til að hræða kjósendur: *Þau skapa óraunhæfa og rómantíska mynd af fortíðinni *Þau þegja um óréttlæti, grimmd og erfiðleika þeirra tíma *Þau tengja nauðsynlegar samfélagsbreytingar við "hrun siðmenningar" *Þau beina reiði fólks að minnihlutahópum í stað raunverulegra valdastofnana Við verðum að átta okkur á því að þessi öfl notfæra sér nostalgíu sem vopn – þau mála upp glansmynd af fortíð sem aldrei var til. Fortíðin sem þau dýrka var í raun tími mismununar, fátæktar, ofbeldis og réttindaleysis fyrir flesta. Nei, þið fáið ekki að draga okkur til baka, kæru íhalds- og öfgahægri menn. Kæri almenningur – látum ekki öfgahægrið og íhaldið blekkja okkur, skipta okkur upp í hópa og etja okkur saman. Það er einmitt þeirra tilgangur með þessu tali um hnignun og að siðmenning sé að hrynja. Niðurstaða? Allt er háð breytingum. Evrópa mun áfram þróast, aðlagast og styrkjast – nýtt tekur við af því gamla, hvort sem þeim líkar það eða ekki. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun