Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar 29. mars 2025 18:02 Undanfarin misseri hefur íslensk samfélagsumræða um öryggis- og varnarmál verið fyrirferðameiri en áður. Þar sem Ísland hefur, enn sem komið er, ekki sett á laggirnar her þá hefur athyglin beinst að því hvaða stofnanir innanlands kunni að koma að vörnum landsins á hættutímum. Í því samhengi hefur verið bent á að stofnanir eins og lögreglan, Landhelgisgæslan og Almannavarnir gegni lykilhlutverki í öryggismálum landsins – jafnvel á stríðstímum. Í opinberri umræðu hafa jafnvel komið fram hugmyndir um að íslensk löggæsluyfirvöld gætu kallað til fólk úr röðum almennings til að sinna tilteknum verkefnum í hættuaðstæðum eins og hugsanlegu stríði. Grundvallarregla alþjóðlegs mannúðarréttar Þessar hugmyndir kalla á gaumgæfilega skoðun á einni af fjórum meginreglum alþjóðlegs mannúðarréttar: Aðgreiningarskyldunni (e. principle of distinction). Reglan felur í sér að til þess að hægt sé að tryggja virðingu og vernd gagnvart almenningi og borgaralegum eignum skulu aðilar átaka ávallt gera greinarmun á almenningi og stríðandi aðilum (e. combatants), svo og á borgaralegum eignum og hernaðarlegum skotmörkum. Í samræmi við það skulu sömu aðilar beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Í stuttu máli þá felur reglan í sér skyldu til að greina skýrt á milli hins borgaralega og hernaðarlega. Skýrustu birtingarmynd hennar er að finna í 48. gr. fyrsta viðaukans frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949, sem Ísland hefur fullgilt. Löggæsla, borgarar og lagaleg staða í átökum Af þessari meginreglu leiðir að hernaðaraðgerðir mega aldrei beinast gegn þeim sem ekki taka þátt í átökum, nema þeir hafi glatað réttarvernd sinni með beinum hætti – til dæmis með því að taka sjálfir þátt í ófriði. Í þessu samhengi er brýnt að spyrja: Ef íslensk yfirvöld ætla að fela löggæsluyfirvöldum, og jafnvel almenningi, ákveðin hlutverk í tilviki vopnaðra átaka, með hvaða hætti hyggjast þau tryggja að greint sé á milli borgaralegrar og hernaðarlegra verkefna? Æskilegt er að stjórnvöld svari þeirri spurningu. Hvorki íslenska lögreglan né Landhelgisgæslan eru skilgreind sem her. Borgarar sem gegna lögbundnum borgaralegum skyldum, til dæmis í almannavörnum, njóta sérstakrar verndar svo lengi sem þeir taka ekki þátt í hernaðarlegum verkefnum. Ef slíkir aðilar hefja þátttöku í slíkum verkefnum, hvort heldur af sjálfsdáðum eða vegna kröfu stjórnvalda, geta þeir glatað þeirri vernd sem þeim ella ber samkvæmt Genfarsamningunum. Þá verða þeir að lögmætum skotmörkum og taka sér stöðu stríðandi aðila – jafnvel þótt þeir hafi enga hernaðarlega þjálfun fengið. Ábyrgð stjórnvalda og réttarríkið í reynd Óljós aðgreining milli borgaralegra og hernaðartengdra hlutverka getur skapað réttaróvissu, aukið hættu fyrir einstaklinga og grafið undan þeirri vernd sem alþjóðlegur mannúðarréttur á að tryggja óbreyttum borgurum á átakatímum. Genfarsamningarnir og viðaukar þeirra eru ekki óljósar yfirlýsingar heldur skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist og fela í sér skýra ábyrgð – bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Þeir ættu að vera hluti af öllum stefnumótandi áætlunum sem snúa að viðbúnaði á hættutímum. Ef stjórnvöld ætla að fela borgaralegum stofnunum og almenningi hlutverk í vopnuðum átökum, verða þau að gera það af fullri meðvitund um lagalegar afleiðingar slíkrar stefnu. Það er afar óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði að ríki treysti á borgaralegar stofnanir og almenning til að sinna vörnum ríkisins í vopnuðum átökum. Slík hlutverk eru annars jafnan í höndum sérþjálfaðs herafla sem nýtur réttarstöðu sem stríðandi aðili samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti. Að fela borgarlegum stofnum og almenningi slík hlutverk vekur alvarlegar spurningar – bæði um lagalega vernd og siðferðilega ábyrgð ríkisvaldsins sem ekki verða sniðgengnar. Slíkar spurningar kalla ekki endilega á einföld svör, en þær eiga skilið að vera ræddar af yfirvegun. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur íslensk samfélagsumræða um öryggis- og varnarmál verið fyrirferðameiri en áður. Þar sem Ísland hefur, enn sem komið er, ekki sett á laggirnar her þá hefur athyglin beinst að því hvaða stofnanir innanlands kunni að koma að vörnum landsins á hættutímum. Í því samhengi hefur verið bent á að stofnanir eins og lögreglan, Landhelgisgæslan og Almannavarnir gegni lykilhlutverki í öryggismálum landsins – jafnvel á stríðstímum. Í opinberri umræðu hafa jafnvel komið fram hugmyndir um að íslensk löggæsluyfirvöld gætu kallað til fólk úr röðum almennings til að sinna tilteknum verkefnum í hættuaðstæðum eins og hugsanlegu stríði. Grundvallarregla alþjóðlegs mannúðarréttar Þessar hugmyndir kalla á gaumgæfilega skoðun á einni af fjórum meginreglum alþjóðlegs mannúðarréttar: Aðgreiningarskyldunni (e. principle of distinction). Reglan felur í sér að til þess að hægt sé að tryggja virðingu og vernd gagnvart almenningi og borgaralegum eignum skulu aðilar átaka ávallt gera greinarmun á almenningi og stríðandi aðilum (e. combatants), svo og á borgaralegum eignum og hernaðarlegum skotmörkum. Í samræmi við það skulu sömu aðilar beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Í stuttu máli þá felur reglan í sér skyldu til að greina skýrt á milli hins borgaralega og hernaðarlega. Skýrustu birtingarmynd hennar er að finna í 48. gr. fyrsta viðaukans frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949, sem Ísland hefur fullgilt. Löggæsla, borgarar og lagaleg staða í átökum Af þessari meginreglu leiðir að hernaðaraðgerðir mega aldrei beinast gegn þeim sem ekki taka þátt í átökum, nema þeir hafi glatað réttarvernd sinni með beinum hætti – til dæmis með því að taka sjálfir þátt í ófriði. Í þessu samhengi er brýnt að spyrja: Ef íslensk yfirvöld ætla að fela löggæsluyfirvöldum, og jafnvel almenningi, ákveðin hlutverk í tilviki vopnaðra átaka, með hvaða hætti hyggjast þau tryggja að greint sé á milli borgaralegrar og hernaðarlegra verkefna? Æskilegt er að stjórnvöld svari þeirri spurningu. Hvorki íslenska lögreglan né Landhelgisgæslan eru skilgreind sem her. Borgarar sem gegna lögbundnum borgaralegum skyldum, til dæmis í almannavörnum, njóta sérstakrar verndar svo lengi sem þeir taka ekki þátt í hernaðarlegum verkefnum. Ef slíkir aðilar hefja þátttöku í slíkum verkefnum, hvort heldur af sjálfsdáðum eða vegna kröfu stjórnvalda, geta þeir glatað þeirri vernd sem þeim ella ber samkvæmt Genfarsamningunum. Þá verða þeir að lögmætum skotmörkum og taka sér stöðu stríðandi aðila – jafnvel þótt þeir hafi enga hernaðarlega þjálfun fengið. Ábyrgð stjórnvalda og réttarríkið í reynd Óljós aðgreining milli borgaralegra og hernaðartengdra hlutverka getur skapað réttaróvissu, aukið hættu fyrir einstaklinga og grafið undan þeirri vernd sem alþjóðlegur mannúðarréttur á að tryggja óbreyttum borgurum á átakatímum. Genfarsamningarnir og viðaukar þeirra eru ekki óljósar yfirlýsingar heldur skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist og fela í sér skýra ábyrgð – bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Þeir ættu að vera hluti af öllum stefnumótandi áætlunum sem snúa að viðbúnaði á hættutímum. Ef stjórnvöld ætla að fela borgaralegum stofnunum og almenningi hlutverk í vopnuðum átökum, verða þau að gera það af fullri meðvitund um lagalegar afleiðingar slíkrar stefnu. Það er afar óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði að ríki treysti á borgaralegar stofnanir og almenning til að sinna vörnum ríkisins í vopnuðum átökum. Slík hlutverk eru annars jafnan í höndum sérþjálfaðs herafla sem nýtur réttarstöðu sem stríðandi aðili samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti. Að fela borgarlegum stofnum og almenningi slík hlutverk vekur alvarlegar spurningar – bæði um lagalega vernd og siðferðilega ábyrgð ríkisvaldsins sem ekki verða sniðgengnar. Slíkar spurningar kalla ekki endilega á einföld svör, en þær eiga skilið að vera ræddar af yfirvegun. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar