Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar 28. mars 2025 08:01 Við spurningunum sem eru yfirskrift þessarar greinar er ekkert eitt rétt svar, en þau sem fást við rannsóknir á gervigreind eru á meðal þeirra sem reyna að finna einhver svör. Gervigreind er orðin órjúfanlegur hluti af samfélaginu og atvinnulífinu. Tækni sem áður sást bara í kvikmyndum og vísindaskáldsögum er nú farin að umbreyta því hvernig við vinnum, lifum og leysum verkefni í daglegu lífi. Mörgum þykir þessi tækni framandi og nýstárleg en færri vita að rætur gervigreindar má rekja áratugi aftur í tímann, eða allt aftur til miðrar 20. aldar þegar fræðimenn byrjuðu að þróa reiknirit sem gátu hermt eftir mannlegri hugsun. Alan Turing lagði grunninn að fræðunum með Turing-prófinu árið 1950. Gervigreind var síðan formelga skilgreind sem fræðigrein á Dartmouth-ráðstefnunni (The Dartmouth Summer Research Project on Artificial Intelligence) árið 1956. Á næstu áratugum þróaðist tæknin í gegnum reglubundin reiknirit, en það má segja að á 21. öldinni hafi tækninni síðan fleygt fram í takti við það að tölvur verða sífellt öflugri og gagnaöflun auðveldari. Háskólinn í Reykjavík hefur um árabil verið framarlega þegar kemur að kennslu og rannsóknum í gervigreind. Við tölvunarfræðideild skólans er starfrækt Gervigreindarsetur HR – Center for Analysis and Design of Intelligent Agents (CADIA) en CADIA fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Þá er tölvunarfræðideildin einnig í nánu samstarfi við Vitvélastofnun Íslands sem vísindamenn við HR stofnuðu árið 2009. Sérstaða HR hvað varðar kennslu og rannsóknir í gervigreind felst meðal annars í því að við þekkjum vel og notum þær aðferðir sem nú eru mest í notkun við stór mállíkön, sem smíðuð eru úr gríðarlega stórum gagnasöfnum. Samhliða eru vísindamenn okkar framarlega í rannsóknum á gervigreind sem lærir af smágögnum, sem gæti fært okkur nær alvöru greind, og hugbúnaði sem býr yfir raunverulegum skilningi og rökhugsun. Sem svar við þeirri þróun sem orðið hefur undanfarin ár á sviði gervigreindar og þeirri staðreynd að hún mun aðeins verða fyrirferðarmeiri í daglegu lífi okkar en hún er nú þegar, hefur HR sett af stað nýtt meistaranám í gervigreind. Meistaranámið er hannað til að veita nemendum djúpan skilning og færni í að þróa, þjálfa og nýta gervigreind í margvíslegum tilgangi. Auk þess munu nemendur kynnast þeim siðferðislegu áskorunum sem fylgja þróun og notkun tækninnar, og læra hvernig hægt er að nálgast þessar áskoranir á ábyrgan hátt. Það er afar mikilvægt að á Íslandi sé boðið upp á metnaðarfullt og framsækið framhaldsnám. Með því að efla sérfræðiþekkingu í gervigreind styrkjum við samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu og aukum tækifæri til nýsköpunar innanlands. Með nýju meistaranámi í gervigreind leggur HR sín lóð á vogarskálarnar með það að markmiði að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina. Ég hvet alla til að kíkja til okkar í Háskólann í Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl á milli kl. 16:30 og 18 þar sem við munum nánar kynna allt meistaranám við skólann, meðal annars námið í gervigreind. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hann notaði sína takmörkuðu greind sem og gervigreind til þess að skrifa þessa grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Henning Arnór Úlfarsson Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Við spurningunum sem eru yfirskrift þessarar greinar er ekkert eitt rétt svar, en þau sem fást við rannsóknir á gervigreind eru á meðal þeirra sem reyna að finna einhver svör. Gervigreind er orðin órjúfanlegur hluti af samfélaginu og atvinnulífinu. Tækni sem áður sást bara í kvikmyndum og vísindaskáldsögum er nú farin að umbreyta því hvernig við vinnum, lifum og leysum verkefni í daglegu lífi. Mörgum þykir þessi tækni framandi og nýstárleg en færri vita að rætur gervigreindar má rekja áratugi aftur í tímann, eða allt aftur til miðrar 20. aldar þegar fræðimenn byrjuðu að þróa reiknirit sem gátu hermt eftir mannlegri hugsun. Alan Turing lagði grunninn að fræðunum með Turing-prófinu árið 1950. Gervigreind var síðan formelga skilgreind sem fræðigrein á Dartmouth-ráðstefnunni (The Dartmouth Summer Research Project on Artificial Intelligence) árið 1956. Á næstu áratugum þróaðist tæknin í gegnum reglubundin reiknirit, en það má segja að á 21. öldinni hafi tækninni síðan fleygt fram í takti við það að tölvur verða sífellt öflugri og gagnaöflun auðveldari. Háskólinn í Reykjavík hefur um árabil verið framarlega þegar kemur að kennslu og rannsóknum í gervigreind. Við tölvunarfræðideild skólans er starfrækt Gervigreindarsetur HR – Center for Analysis and Design of Intelligent Agents (CADIA) en CADIA fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Þá er tölvunarfræðideildin einnig í nánu samstarfi við Vitvélastofnun Íslands sem vísindamenn við HR stofnuðu árið 2009. Sérstaða HR hvað varðar kennslu og rannsóknir í gervigreind felst meðal annars í því að við þekkjum vel og notum þær aðferðir sem nú eru mest í notkun við stór mállíkön, sem smíðuð eru úr gríðarlega stórum gagnasöfnum. Samhliða eru vísindamenn okkar framarlega í rannsóknum á gervigreind sem lærir af smágögnum, sem gæti fært okkur nær alvöru greind, og hugbúnaði sem býr yfir raunverulegum skilningi og rökhugsun. Sem svar við þeirri þróun sem orðið hefur undanfarin ár á sviði gervigreindar og þeirri staðreynd að hún mun aðeins verða fyrirferðarmeiri í daglegu lífi okkar en hún er nú þegar, hefur HR sett af stað nýtt meistaranám í gervigreind. Meistaranámið er hannað til að veita nemendum djúpan skilning og færni í að þróa, þjálfa og nýta gervigreind í margvíslegum tilgangi. Auk þess munu nemendur kynnast þeim siðferðislegu áskorunum sem fylgja þróun og notkun tækninnar, og læra hvernig hægt er að nálgast þessar áskoranir á ábyrgan hátt. Það er afar mikilvægt að á Íslandi sé boðið upp á metnaðarfullt og framsækið framhaldsnám. Með því að efla sérfræðiþekkingu í gervigreind styrkjum við samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu og aukum tækifæri til nýsköpunar innanlands. Með nýju meistaranámi í gervigreind leggur HR sín lóð á vogarskálarnar með það að markmiði að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina. Ég hvet alla til að kíkja til okkar í Háskólann í Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl á milli kl. 16:30 og 18 þar sem við munum nánar kynna allt meistaranám við skólann, meðal annars námið í gervigreind. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hann notaði sína takmörkuðu greind sem og gervigreind til þess að skrifa þessa grein.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun