Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 26. mars 2025 16:32 Undanfarin ár hefur samfélagsþjónustu verið beitt í meiri mæli en áður. Hún getur verið góð og skynsamleg leið. Það er ekki endilega betra fyrir samfélagið að allir sem hafa verið dæmdir fyrir afbrot séu settir á bak við lás og slá. Hins vegar má ekki nota þetta úrræði á röngum forsendum. Rýmkað hefur verið fyrir samfélagsþjónustu vegna vanfjármögnunar undanfarinna ára. Dómstólar eiga að mínu viti að ákveða hvort dæmdir menn séu í fangelsi en ekki Fangelsismálastofnun. Það er eðlilegt að sú ákvörðun sé í hendi dómstóla þegar þeir dæma í málum. Gott úrræði við réttar aðstæður Sjálf sagði ég í atkvæðaskýringu á Alþingi um fullnustu refsinga þann 21. júní 2024: „Samfélagsþjónusta er mikilvægt refsipólitískt úrræði og því á að beita meira og því á að beita oftar og því á gjarnan að vera beitt af hálfu dómstóla. Samfélagsþjónusta vegna blankheita í kerfinu er töluvert annað úrræði og það er það sem er að gerast hér í dag. Við erum með nýlega skýrslu frá Ríkisendurskoðun sem segir okkur þá sögu að dæmdir kynferðisafbrotamenn, menn sem hafa hlotið dóma fyrir alvarlegustu ofbeldisbrot samfélagsins — dómar yfir þeim hafa fyrnst vegna þess að fangelsin hafa verið vanfjármögnuð á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. Þetta er veruleiki málsins. Það eru óboðleg skilaboð til fangelsanna, til fanga, til samfélagsins, til þolenda alvarlegra brota, að vilji dómstóla á Íslandi geti ekki gengið eftir vegna þess að fangelsin eru vanfjármögnuð. Þetta eru dómar fyrir alvarleg kynferðisbrot sem fyrnast á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu.“ Ég stend við þessi orð mín. Þetta er staðan sem við horfum upp á í dag. Það er algjörlega óboðlegt að þolandi alvarlegs afbrots, sem fer með mál sitt fyrir dómstóla, eigi í hættu á að mæta geranda sínum – og viti að hann gangi laus – þegar hann ætti með réttu að vera í fangelsi. Þessi staða grefur undan réttarkerfinu og trausti almennings til þess. Dómstólar taki ákvörðun um samfélagsþjónustu Það er ágætt að halda ábyrgð Sjálfstæðisflokksins til haga. Þau hafa farið með þessi mál í áratugi, að nokkrum árum undanskildum. Nú er ég dómsmálaráðherra, ber ábyrgð á þessum málaflokki og skorast ekki undan þeirri ábyrgð. Það kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að greiða úr þessu ófremdarástandi. Það munum við gera en ég bendi hins vegar á að þetta verkefni verður ekki leyst á einni nóttu. Vinnan er hafin og verður unnin á minni vakt. Gerendur í kynferðisbrotamálum og öðrum alvarlegum ofbeldismálum eiga ekki að ganga lausir vegna ástands í fangelsismálum. Dómstólar eiga að taka ákvörðun um það hvenær samfélagsþjónusta á við. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur samfélagsþjónustu verið beitt í meiri mæli en áður. Hún getur verið góð og skynsamleg leið. Það er ekki endilega betra fyrir samfélagið að allir sem hafa verið dæmdir fyrir afbrot séu settir á bak við lás og slá. Hins vegar má ekki nota þetta úrræði á röngum forsendum. Rýmkað hefur verið fyrir samfélagsþjónustu vegna vanfjármögnunar undanfarinna ára. Dómstólar eiga að mínu viti að ákveða hvort dæmdir menn séu í fangelsi en ekki Fangelsismálastofnun. Það er eðlilegt að sú ákvörðun sé í hendi dómstóla þegar þeir dæma í málum. Gott úrræði við réttar aðstæður Sjálf sagði ég í atkvæðaskýringu á Alþingi um fullnustu refsinga þann 21. júní 2024: „Samfélagsþjónusta er mikilvægt refsipólitískt úrræði og því á að beita meira og því á að beita oftar og því á gjarnan að vera beitt af hálfu dómstóla. Samfélagsþjónusta vegna blankheita í kerfinu er töluvert annað úrræði og það er það sem er að gerast hér í dag. Við erum með nýlega skýrslu frá Ríkisendurskoðun sem segir okkur þá sögu að dæmdir kynferðisafbrotamenn, menn sem hafa hlotið dóma fyrir alvarlegustu ofbeldisbrot samfélagsins — dómar yfir þeim hafa fyrnst vegna þess að fangelsin hafa verið vanfjármögnuð á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. Þetta er veruleiki málsins. Það eru óboðleg skilaboð til fangelsanna, til fanga, til samfélagsins, til þolenda alvarlegra brota, að vilji dómstóla á Íslandi geti ekki gengið eftir vegna þess að fangelsin eru vanfjármögnuð. Þetta eru dómar fyrir alvarleg kynferðisbrot sem fyrnast á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu.“ Ég stend við þessi orð mín. Þetta er staðan sem við horfum upp á í dag. Það er algjörlega óboðlegt að þolandi alvarlegs afbrots, sem fer með mál sitt fyrir dómstóla, eigi í hættu á að mæta geranda sínum – og viti að hann gangi laus – þegar hann ætti með réttu að vera í fangelsi. Þessi staða grefur undan réttarkerfinu og trausti almennings til þess. Dómstólar taki ákvörðun um samfélagsþjónustu Það er ágætt að halda ábyrgð Sjálfstæðisflokksins til haga. Þau hafa farið með þessi mál í áratugi, að nokkrum árum undanskildum. Nú er ég dómsmálaráðherra, ber ábyrgð á þessum málaflokki og skorast ekki undan þeirri ábyrgð. Það kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að greiða úr þessu ófremdarástandi. Það munum við gera en ég bendi hins vegar á að þetta verkefni verður ekki leyst á einni nóttu. Vinnan er hafin og verður unnin á minni vakt. Gerendur í kynferðisbrotamálum og öðrum alvarlegum ofbeldismálum eiga ekki að ganga lausir vegna ástands í fangelsismálum. Dómstólar eiga að taka ákvörðun um það hvenær samfélagsþjónusta á við. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun