Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2025 13:24 Hans Guttormur Þormar. HA Hans Guttormur Þormar hefur verið ráðinn verkefnastjóri í viðræðum um mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Í tilkynningu segir að Hans sé með meistaragráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og hafi unnið að viðamiklum rannsóknum á ýmsum sviðum, þar á meðal lífefna- og sameindalíffræði og hafi rannsóknirnar oft og tíðum verið í alþjóðlegu samstarfi. „Hann hefur á sínum ferli leitt fjöldamörg samstarfsverkefni, þar á meðal uppbyggingu Djúptæknikjarna í Vatnsmýrinni, og í hans verkefnum hefur reynt á að koma á breytingum í hugsun hvað varðar samvinnu einstaklinga frá ólíkum sviðum, stofnunum og fyrirtækjum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hans að hann sjái mikla möguleika felast í því að sameinaður háskóli gæti aukið gæði og fjölbreytni námsframboðs, eflingu rannsóknaumhverfis, grunnrannsókna og nýsköpunar auk þeirra samfélagslegu áhrifa sem myndu berast út í nærsamfélög háskólanna. „Meiri samvinna um rannsóknir, styrkumsóknir, kennslu og stjórnun held ég að sé alltaf af hinu góða. Við verðum að byggja á því sem við erum góð í og byggja það upp saman.“ Hann er þó meðvitaður um að slíkri vinnu fylgja áskoranir og meðal annars í að finna þá sameiginlegu fleti þar sem eru tækifæri til samlegðaráhrifa. „Það þarf að finna þá fleti þar sem starfsfólk, nemendur og háskólarnir fá tækifæri til að blómstra enn frekar og stækka háskólana á sviðum kennslu, rannsókna, nýsköpunar og stjórnunar. Hér á ekki að nota tækifærið til að skera niður, heldur stækka og verða sterkari saman.“ Þá segir að Hans Guttormur hafi reynslu úr akademíska umhverfinu en að sama skapi hafi hann mikið verið í verkefnum beintengdum atvinnulífi og nýsköpun. „Hann er frumkvöðull sem hefur byggt upp verkefni frá grunni, er handhafi fjölda styrkja úr innlendum og erlendum sjóðum ásamt því að sitja í dag í fagráði Tækniþróunarsjóðs og sem leiðbeinandi frumkvöðla og sprotafyrirtækja í gegnum KLAK. Þá hefur hann sinnt bæði kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Næstu skref í sameiningarviðræðunum er að ræða við hagaðila innan háskólanna og teikna upp vinnuáætlun fyrir skipulegar samræður starfsfólks, nemenda við Háskólann á Bifröst og stúdenta við Háskólann á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Háskólar Skóla- og menntamál Vistaskipti Akureyri Borgarbyggð Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Í tilkynningu segir að Hans sé með meistaragráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og hafi unnið að viðamiklum rannsóknum á ýmsum sviðum, þar á meðal lífefna- og sameindalíffræði og hafi rannsóknirnar oft og tíðum verið í alþjóðlegu samstarfi. „Hann hefur á sínum ferli leitt fjöldamörg samstarfsverkefni, þar á meðal uppbyggingu Djúptæknikjarna í Vatnsmýrinni, og í hans verkefnum hefur reynt á að koma á breytingum í hugsun hvað varðar samvinnu einstaklinga frá ólíkum sviðum, stofnunum og fyrirtækjum,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Hans að hann sjái mikla möguleika felast í því að sameinaður háskóli gæti aukið gæði og fjölbreytni námsframboðs, eflingu rannsóknaumhverfis, grunnrannsókna og nýsköpunar auk þeirra samfélagslegu áhrifa sem myndu berast út í nærsamfélög háskólanna. „Meiri samvinna um rannsóknir, styrkumsóknir, kennslu og stjórnun held ég að sé alltaf af hinu góða. Við verðum að byggja á því sem við erum góð í og byggja það upp saman.“ Hann er þó meðvitaður um að slíkri vinnu fylgja áskoranir og meðal annars í að finna þá sameiginlegu fleti þar sem eru tækifæri til samlegðaráhrifa. „Það þarf að finna þá fleti þar sem starfsfólk, nemendur og háskólarnir fá tækifæri til að blómstra enn frekar og stækka háskólana á sviðum kennslu, rannsókna, nýsköpunar og stjórnunar. Hér á ekki að nota tækifærið til að skera niður, heldur stækka og verða sterkari saman.“ Þá segir að Hans Guttormur hafi reynslu úr akademíska umhverfinu en að sama skapi hafi hann mikið verið í verkefnum beintengdum atvinnulífi og nýsköpun. „Hann er frumkvöðull sem hefur byggt upp verkefni frá grunni, er handhafi fjölda styrkja úr innlendum og erlendum sjóðum ásamt því að sitja í dag í fagráði Tækniþróunarsjóðs og sem leiðbeinandi frumkvöðla og sprotafyrirtækja í gegnum KLAK. Þá hefur hann sinnt bæði kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Næstu skref í sameiningarviðræðunum er að ræða við hagaðila innan háskólanna og teikna upp vinnuáætlun fyrir skipulegar samræður starfsfólks, nemenda við Háskólann á Bifröst og stúdenta við Háskólann á Akureyri,“ segir í tilkynningunni.
Háskólar Skóla- og menntamál Vistaskipti Akureyri Borgarbyggð Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira