Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 24. mars 2025 06:58 Yfir 600 hafa látist í árásum Ísraelshers frá því að Ísraelsmenn rufu vopnahléið. Getty/NurPhoto/Majdi Fathi Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. Þá segir heilbrigðisráðuneytið 113 þúsund hafa særst. Engin leið er til að staðfesta fjölda látinna né særðra og þá hefur ráðuneytið ekki gefið upp hversu stórt hlutfall eru almennir borgarar og hversu stórt hlutfall eru bardagamenn Hamas. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í heilbrigðistímaritinu Lancet í janúar er hins vegar talið að fjöldinn gæti verið allt að 40 prósent meiri en heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út. Þá greindi Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna frá því í nóvember að nærri 70 prósent af staðfestum fórnarlömbum á undanförnum sex mánuðum hefðu verið börn og konur. Ísraelsher gerði í nótt loftárás á stærsta sjúkrahúsið á suðurhluta Gasa strandarinnar. Tveir eru sagðir hafa látist í árásinni, annar þeirra háttsettur Hamas-liði. Mikill eldur kom upp í byggingunni sem hýsti skurðstofur spítalans en AP fréttaveitan segir húsið hafa verið fullt af fólki eftir árásir síðustu daga. Ísraelar hafa þegar staðfest árásina og segja hana hafa beinst að Hamas-liðanum, sem var í meðferð á spítalanum. Ísrelar gefa lítið fyrir gagnrýni á árás á sjúkrastofnun og segja Hamas starfa í skjóli slíkra bygginga og innan um almenna borgara. Stríðrekstur Benjamin Netanjahús forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans verður hins vegar æ óvinsælli heimafyrir og í gærkvöldi voru fjölmenn mótmæli fyrir utan skrifstofur forsætisráðherrans. Þrír voru handteknir. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Þá segir heilbrigðisráðuneytið 113 þúsund hafa særst. Engin leið er til að staðfesta fjölda látinna né særðra og þá hefur ráðuneytið ekki gefið upp hversu stórt hlutfall eru almennir borgarar og hversu stórt hlutfall eru bardagamenn Hamas. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í heilbrigðistímaritinu Lancet í janúar er hins vegar talið að fjöldinn gæti verið allt að 40 prósent meiri en heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út. Þá greindi Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna frá því í nóvember að nærri 70 prósent af staðfestum fórnarlömbum á undanförnum sex mánuðum hefðu verið börn og konur. Ísraelsher gerði í nótt loftárás á stærsta sjúkrahúsið á suðurhluta Gasa strandarinnar. Tveir eru sagðir hafa látist í árásinni, annar þeirra háttsettur Hamas-liði. Mikill eldur kom upp í byggingunni sem hýsti skurðstofur spítalans en AP fréttaveitan segir húsið hafa verið fullt af fólki eftir árásir síðustu daga. Ísraelar hafa þegar staðfest árásina og segja hana hafa beinst að Hamas-liðanum, sem var í meðferð á spítalanum. Ísrelar gefa lítið fyrir gagnrýni á árás á sjúkrastofnun og segja Hamas starfa í skjóli slíkra bygginga og innan um almenna borgara. Stríðrekstur Benjamin Netanjahús forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans verður hins vegar æ óvinsælli heimafyrir og í gærkvöldi voru fjölmenn mótmæli fyrir utan skrifstofur forsætisráðherrans. Þrír voru handteknir.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira