Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar 21. mars 2025 17:32 Að tala íslensku Tungumálahindranir, tungumálafordómar og áhrif þeirra á vinnumarkaðinn voru saga mín og saga margra innflytjenda. En hversu mikil áhrif hefur aðgangur að tungumálinu á lífsgæði innflytjenda á Íslandi? Jafnrétti á vinnumarkarði felur í sér inngildingu, það þýðir að allir hafi aðgang að jöfnum tækifærum til að starfa á vinnumarkaði. Konur og karlar af erlendum uppruna hafa þurft að sætta sig við störf sem oft eru langt fyrir neðan þeirra menntun og hæfni. Fólk sem býr yfir menntun, sérfræðikunnáttu og reynslu fær ekki störf við hæfi og þarf því að taka hverju sem býðst, til að komast af. Í fínni og samkeppnishæfari störfunum sem við fáum, er okkur oft ekki veitt færi á að vaxa, sama hversu hæf við erum eða þó við bætum við okkur menntun. Þrátt fyrir að uppfylla allar hæfnikröfur og oft langt umfram það sjáum við að íslenskir kollegar okkar eru frekar ráðnir í hærri stöður þrátt fyrir minni reynslu og hæfni. Konur af erlendum uppruna eru minnihlutahópur sem þurfa á fleiri málsvörum að halda. En innan þess hóps lendir fólk líka í ákveðinni goggunarröð eftir húðlit og uppruna. Húðlitur og uppruni skiptir máli þegar kemur að tungumálakröfum. Ísland var til skamms tíma eintyngt samfélag og landsmenn þess vegna ekki vanir að heyra útlendinga reyna að tala málið. Þetta hefur breyst. Vissulega er rétt að mörgum innflytjendum finnst erfitt að læra íslensku og hika við að tala hana við Íslendinga af ótta við að gera mistök. Hvatning kemur að gagni, ekki einungis fyrir nemendur og innflytjendur sem læra íslensku heldur einnig til þess að Íslendingar að tileinki sér umburðarlyndi gagnvart beygingarvillum, erlendum hreim og öðrum merkjum ófullkominnar íslensku. Hreimur er mikilvægur hlutur sem sýnir sögu og arfleið fólksins sem talar með sínum hreim. Við þurfum að endurskoða mat okkar, staðalímyndir og tilhneigingu til að aðgreina fólk eftir því úr hvaða heimsálfu það kemur. Hreimur spilar stórt hlutverk í því hvernig innflytjendur eru metnir í íslensku samfélagi og viðhorf Íslendinga til hreims fólks býr til einhvers konar goggunaröð sem tengist því hvaðan fólk er og úr hvaða heimsálfum. Því dekkri sem húðin er því neðar ertu í fæðukeðjunni. Þrátt fyrir að vera með menntun. Ég tel að vinnumarkaðurinn sé að missa af svo miklu þar sem hæfileikaríkt fólk er vannýtt, fólk með sköpunargáfu og ólíka sýn á hlutina sem gæti eflt samfélagið en er haldið niðri, markað menningartengdum úreltum stereótýpum. Við töpum öll á einsleitninni - jafnrétti er ákvörðun. Aðgangur að vinnumarkaði Ég heyrði af svartri konu sem hafði staðið sig vel í sínu starfi. Hún var beðin um að þjálfa íslenska konu í sama starf svo hún gæti tekið við sem yfirmaður hennar. Hún komst svo að því að konan sem hún var að þjálfa var á hærri launum en hún sjálf. Þegar hún krafði yfirmann sinn svara var skýringin sú að hún gæti komist af með minna, verandi frá Afríku. Þessi kona á fjölskyldu og þarf að greiða alls konar reikninga, við erum ekki í Afríku, við erum á Íslandi. Við viljum líka lífsgæði. ,,Ég lærði sjálf að enginn myndi gefa mér sæti við borðið, svo ég byggði mitt eigið borð, og ennþá kem ég með minn eigin stól í rými sem eru ekki opin fyrir fólk sem lítur út eins og ég.” Þar sem dyrnar að vinnumarkaðinum eru lokaðar fyrir okkur, hélt fyrirtækið mitt Gracelandic sína fyrstu ráðstefnu í september í fyrra. Ráðstefnunni var ætlað að stuðla að aukinni inngildingu og fjölbreytileika í frumkvöðlastarfi og nýsköpun á Íslandi. Í því fjölmenningarsamfélagi sem Ísland er orðið, þarf að gera ráð fyrir innflytjendum bæði sem notendum og veitendum þjónustu og að taka tillit til þarfa innflytjenda, án þess að litið sé á þá sem einsleitan hóp. Lengi hefur verið vitað að á komandi árum fer þörf vinnumarkaðarins hratt vaxandi fyrir sérhæft starfsfólk og reyndar nokkuð ljóst að íslenskt atvinnulíf mun vanta mannauð erlendis frá í nánast öllum starfsgreinum. Staðreyndin er hins vegar sú að mikið af þessu fólki er á Íslandi nú þegar, en hér fær það ekki störf við hæfi. Þannig má velta því fyrir sér hvernig standi á því að vel menntað og reynslumikið fólk sem þegar er flutt til Íslands, hefur jafnvel komið sér fyrir og er á góðri leið með að aðlagast íslensku samfélagi og hafa náð tökum á íslenskunni, fær ekki störf við hæfi á sama tíma og atvinnulífið bráðvanti fleira fólk. „Það sem virðist gerast er að fólk leitar í tengslanetið sitt og án þess að átta sig á því, fer fólk oftast að leita að fólki sem líkist þeim sjálfum,“ segja rannsakendur og útskýra að rannsóknir á fyrirbærinu líking (e. likeness) séu fjölmargar, en þær sýna að fólk hefur almennt tilhneigingu til þess að vilja helst finna fólk sem er í útliti, menningu o.fl. sem líkist þeim sjálfum og búa þar með til einsleitan hóp. Fjölbreytni hefur áhrif á nýsköpun á afgerandi máta og fyrirtæki verða að velja og viðhafa fjölbreytni, ma. þegar kemur að samsetningu starfsmannahópsins og inngildingu. Fyrst þarf að ráða fjölbreyttan hóp starfsmanna, síðan þarf að fjárfesta í starfsmönnum og sýna samstöðu. Ef fyrirtæki úthýsa ráðningum eða mikið er um starfsmannaveltu lýsir það menningu þess og þá þarf að breyta menningunni. Efnahagsleg og félagsleg réttindi Fyrir tveimur árum var birt stöðumat í málaflokknum ,,Fátækt á meðal innflytjenda”, svokölluð Grænbók sem var fyrsta grænbókin í málaflokknum. Viðurkennt var að vöxtur í íslensku atvinnulífi hafi einkum byggst á innflytjendum sem hingað flytja til að vinna hin ýmsu störf en aftur á móti búi margir þeirra við fátækt. Atvinnuþátttaka innflytjenda er meiri hér en almennt gerist, jafnt í samanburði við innlent starfsfólk og í samanburði við innflytjendur á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku býr fjöldi innflytjenda við fátækt á Íslandi. Í skýrslu forsætisráðherra, Fátækt og áætlaður samfélagslegur kostnaður, kemur fram að innflytjendur ásamt einstæðum foreldrum eru líklegri en aðrir hópar samfélagsins til að vera undir lágtekjumörkum í lengri tíma. Það þarf að innleiða samþættingarstefnu sem stuðlar að félagslegri þátttöku innflytjenda á öllum sviðum íslensks samfélags og hjálpar þeim að verða fullgildir meðlimir íslensks samfélags. Enn fremur þarf árangursríka samþættingarstefnu og sameiginlegt átak sem krefst aðgerða allra stjórnsýslusviða í átt að jafnrétti og jafnræði. Einnig þarf að auka forvarnir gegn kynþáttafordómum og efla jákvæð viðhorf. Undanfarin misseri er mikið talað um bakslag í réttindabaráttu ýmissa hópa, en sum okkar hafa ekki einu sinni hafið sig til flugs. Í íslensku samfélagi er ósýnilegt fólk sem á sér engan málsvara. Það fólk á þó sama rétt til að njóta mannréttinda og jafnréttis, óháð uppruna eða litarhafti. Höfundur er frumkvöðull og eigandi fatahönnunarmerkisins Gracelandic. Greinin er birt í tengslum við Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að tala íslensku Tungumálahindranir, tungumálafordómar og áhrif þeirra á vinnumarkaðinn voru saga mín og saga margra innflytjenda. En hversu mikil áhrif hefur aðgangur að tungumálinu á lífsgæði innflytjenda á Íslandi? Jafnrétti á vinnumarkarði felur í sér inngildingu, það þýðir að allir hafi aðgang að jöfnum tækifærum til að starfa á vinnumarkaði. Konur og karlar af erlendum uppruna hafa þurft að sætta sig við störf sem oft eru langt fyrir neðan þeirra menntun og hæfni. Fólk sem býr yfir menntun, sérfræðikunnáttu og reynslu fær ekki störf við hæfi og þarf því að taka hverju sem býðst, til að komast af. Í fínni og samkeppnishæfari störfunum sem við fáum, er okkur oft ekki veitt færi á að vaxa, sama hversu hæf við erum eða þó við bætum við okkur menntun. Þrátt fyrir að uppfylla allar hæfnikröfur og oft langt umfram það sjáum við að íslenskir kollegar okkar eru frekar ráðnir í hærri stöður þrátt fyrir minni reynslu og hæfni. Konur af erlendum uppruna eru minnihlutahópur sem þurfa á fleiri málsvörum að halda. En innan þess hóps lendir fólk líka í ákveðinni goggunarröð eftir húðlit og uppruna. Húðlitur og uppruni skiptir máli þegar kemur að tungumálakröfum. Ísland var til skamms tíma eintyngt samfélag og landsmenn þess vegna ekki vanir að heyra útlendinga reyna að tala málið. Þetta hefur breyst. Vissulega er rétt að mörgum innflytjendum finnst erfitt að læra íslensku og hika við að tala hana við Íslendinga af ótta við að gera mistök. Hvatning kemur að gagni, ekki einungis fyrir nemendur og innflytjendur sem læra íslensku heldur einnig til þess að Íslendingar að tileinki sér umburðarlyndi gagnvart beygingarvillum, erlendum hreim og öðrum merkjum ófullkominnar íslensku. Hreimur er mikilvægur hlutur sem sýnir sögu og arfleið fólksins sem talar með sínum hreim. Við þurfum að endurskoða mat okkar, staðalímyndir og tilhneigingu til að aðgreina fólk eftir því úr hvaða heimsálfu það kemur. Hreimur spilar stórt hlutverk í því hvernig innflytjendur eru metnir í íslensku samfélagi og viðhorf Íslendinga til hreims fólks býr til einhvers konar goggunaröð sem tengist því hvaðan fólk er og úr hvaða heimsálfum. Því dekkri sem húðin er því neðar ertu í fæðukeðjunni. Þrátt fyrir að vera með menntun. Ég tel að vinnumarkaðurinn sé að missa af svo miklu þar sem hæfileikaríkt fólk er vannýtt, fólk með sköpunargáfu og ólíka sýn á hlutina sem gæti eflt samfélagið en er haldið niðri, markað menningartengdum úreltum stereótýpum. Við töpum öll á einsleitninni - jafnrétti er ákvörðun. Aðgangur að vinnumarkaði Ég heyrði af svartri konu sem hafði staðið sig vel í sínu starfi. Hún var beðin um að þjálfa íslenska konu í sama starf svo hún gæti tekið við sem yfirmaður hennar. Hún komst svo að því að konan sem hún var að þjálfa var á hærri launum en hún sjálf. Þegar hún krafði yfirmann sinn svara var skýringin sú að hún gæti komist af með minna, verandi frá Afríku. Þessi kona á fjölskyldu og þarf að greiða alls konar reikninga, við erum ekki í Afríku, við erum á Íslandi. Við viljum líka lífsgæði. ,,Ég lærði sjálf að enginn myndi gefa mér sæti við borðið, svo ég byggði mitt eigið borð, og ennþá kem ég með minn eigin stól í rými sem eru ekki opin fyrir fólk sem lítur út eins og ég.” Þar sem dyrnar að vinnumarkaðinum eru lokaðar fyrir okkur, hélt fyrirtækið mitt Gracelandic sína fyrstu ráðstefnu í september í fyrra. Ráðstefnunni var ætlað að stuðla að aukinni inngildingu og fjölbreytileika í frumkvöðlastarfi og nýsköpun á Íslandi. Í því fjölmenningarsamfélagi sem Ísland er orðið, þarf að gera ráð fyrir innflytjendum bæði sem notendum og veitendum þjónustu og að taka tillit til þarfa innflytjenda, án þess að litið sé á þá sem einsleitan hóp. Lengi hefur verið vitað að á komandi árum fer þörf vinnumarkaðarins hratt vaxandi fyrir sérhæft starfsfólk og reyndar nokkuð ljóst að íslenskt atvinnulíf mun vanta mannauð erlendis frá í nánast öllum starfsgreinum. Staðreyndin er hins vegar sú að mikið af þessu fólki er á Íslandi nú þegar, en hér fær það ekki störf við hæfi. Þannig má velta því fyrir sér hvernig standi á því að vel menntað og reynslumikið fólk sem þegar er flutt til Íslands, hefur jafnvel komið sér fyrir og er á góðri leið með að aðlagast íslensku samfélagi og hafa náð tökum á íslenskunni, fær ekki störf við hæfi á sama tíma og atvinnulífið bráðvanti fleira fólk. „Það sem virðist gerast er að fólk leitar í tengslanetið sitt og án þess að átta sig á því, fer fólk oftast að leita að fólki sem líkist þeim sjálfum,“ segja rannsakendur og útskýra að rannsóknir á fyrirbærinu líking (e. likeness) séu fjölmargar, en þær sýna að fólk hefur almennt tilhneigingu til þess að vilja helst finna fólk sem er í útliti, menningu o.fl. sem líkist þeim sjálfum og búa þar með til einsleitan hóp. Fjölbreytni hefur áhrif á nýsköpun á afgerandi máta og fyrirtæki verða að velja og viðhafa fjölbreytni, ma. þegar kemur að samsetningu starfsmannahópsins og inngildingu. Fyrst þarf að ráða fjölbreyttan hóp starfsmanna, síðan þarf að fjárfesta í starfsmönnum og sýna samstöðu. Ef fyrirtæki úthýsa ráðningum eða mikið er um starfsmannaveltu lýsir það menningu þess og þá þarf að breyta menningunni. Efnahagsleg og félagsleg réttindi Fyrir tveimur árum var birt stöðumat í málaflokknum ,,Fátækt á meðal innflytjenda”, svokölluð Grænbók sem var fyrsta grænbókin í málaflokknum. Viðurkennt var að vöxtur í íslensku atvinnulífi hafi einkum byggst á innflytjendum sem hingað flytja til að vinna hin ýmsu störf en aftur á móti búi margir þeirra við fátækt. Atvinnuþátttaka innflytjenda er meiri hér en almennt gerist, jafnt í samanburði við innlent starfsfólk og í samanburði við innflytjendur á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku býr fjöldi innflytjenda við fátækt á Íslandi. Í skýrslu forsætisráðherra, Fátækt og áætlaður samfélagslegur kostnaður, kemur fram að innflytjendur ásamt einstæðum foreldrum eru líklegri en aðrir hópar samfélagsins til að vera undir lágtekjumörkum í lengri tíma. Það þarf að innleiða samþættingarstefnu sem stuðlar að félagslegri þátttöku innflytjenda á öllum sviðum íslensks samfélags og hjálpar þeim að verða fullgildir meðlimir íslensks samfélags. Enn fremur þarf árangursríka samþættingarstefnu og sameiginlegt átak sem krefst aðgerða allra stjórnsýslusviða í átt að jafnrétti og jafnræði. Einnig þarf að auka forvarnir gegn kynþáttafordómum og efla jákvæð viðhorf. Undanfarin misseri er mikið talað um bakslag í réttindabaráttu ýmissa hópa, en sum okkar hafa ekki einu sinni hafið sig til flugs. Í íslensku samfélagi er ósýnilegt fólk sem á sér engan málsvara. Það fólk á þó sama rétt til að njóta mannréttinda og jafnréttis, óháð uppruna eða litarhafti. Höfundur er frumkvöðull og eigandi fatahönnunarmerkisins Gracelandic. Greinin er birt í tengslum við Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar