Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 20. mars 2025 10:31 Já, ég átta mig á því að ég hljóma líkt og rispuð plata og gef mér í hroka mínum að einhver nenni að renna augunum yfir það sem ég hamra á lyklaborðið. Skrif mín sem lúta að þessu máli bera keim af þráhyggju og máske smá geggjun. Só bí it! En kannski má líta á það sem hér kemur sem eitthvað öðruvísi nálgun, nálgun þess sem er við það að leggja árar í bát þegar kemur að þessum málaflokki og segja bara „fokk it, íslensku er ekki viðbjargandi.” Sjáum hvert hvatvísin leiðir oss. Ég fæ ekki betur séð en að Ísland sé um margt í algerum draslflokki þegar kemur að máltileinkun innflytjenda. Byggi ég það mat mitt á því að hafa lifað og hrærst í heimi íslensku sem annars máls, verið þar vakinn og sofinn og leitast við að brydda upp á ýmsum nýjungum í málaflokknum með alltof mögrum árangri. Ég er sum sé maðurinn á bakvið Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag sem einhverjir kunna að hafa heyrt af eða lesið sér til um. Þetta er ágætis verkefni, þótt ég segi sjálfur frá, sem var spýtt í heiminn hjá Háskólasetri Vestfjarða, sem nýverið varð 20 ára (lengi lifi menntun á Vestfjörðum), en hefir nú flutt búferlum og er komið til Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Kem ég ekki nálægt verkefninu lengur en treysti á að það blómstri þar sem aldrei fyrr. Gefum íslensku séns er og verðlaunaverkefni, afsakið gorgeirinn. Samt hefir það enn sem komið er ekki skilað þeim árangri sem ég batt vonir við hér fyrir vestan. Langt í frá. Eftir 3-4 ár er útkoman enn mjög mögur. Því miður. Þetta tekur fáránlega langan tíma. Við þetta má svo bæta að hefi ég kennt íslensku bæði sem erlent mál svo og annað mál í allt of langan tíma. Ég festist í þessu ginnungagapi fyrir að verða tuttugu árum og á mér líkast til engrar undankomu auðið. Og talandi um erlent mál þá er það þyngra en tárum tekur að sú skuli eiginlega vera raunin hérlendis að innflytjendur læri íslensku sem erlent mál sakir þess hve aðgengi að málinu er oft og tíðum bagalegt, að hvatinn til að nota málið sé vart til staðar að ekki sé sett pressa á fólk að nota málið sem það margt hvert leggur stund á í málaskóla þar sem vissulega þarf að bæta sig hvað fjölbreytni og framboð. Þetta eru ekki bara mín orð. Þetta segja nemendur mínir æ ofan í æ. Dæmi: Iðulega þegar ég fylgist með samskiptum (fluga á vegg) móðurmálshafa og innflytjenda eða þess aðila sem hefir málið ekki að móðurmáli þá skal móðurmálshafinn oftlega sýna þeim aðila sem reynir að tjá sig á íslensku þá megnustu vanvirðingu að svara á ensku. Annað hvort af því viðkomandi nennir ekki að bíða þær tvær til fimm sekúndur sem það oft tekur aðilann að melta það sem sagt var, eða þá að viðkomandi metur (hugsanlega) hinn aðilann framandlegan og byggir þá skoðun á útliti viðkomandi að hann/hún eða hán (djöfull er ég vók) kunni ekki málið, geti vart kunnað það. Stundum næ ég ekki að sitja á strák mínum og finn mig knúinn til að benda á að aðilinn tali íslensku, hann hafi rétt í þessu verið að því. Sannlega pirraður og nenni ekki einu sinni lengur að fara í grafgötur með það. Sé fólk í vafa má bara ósköp einfaldalega ákveða að „kunna ekki“ ensku. Þá þarftu að tala íslensku ekki satt? Eða ætlarðu kannski að tala pólsku? Hver svo sem ástæðan er þá eru skilaboðin skýr: Íslenska er ekki fyrir þig og fjandinn hafi mig ef ég reyni nú að gera svo lítið að liðsinna þér við að ná tökum á málinu. Enginn furða þótt enskan ríði röftum þegar íslenskan er æ sett í annað sæti og oftlega undirskipuð eins og til að mynda má sjá í Leifsstöð. Hér er bolli fyrir Íslendinga nema hvað þar ætti að standa: Ég nenni ekki að tala íslensku við þá sem læra hana. Og svo hvað íslensku sem opinbert mál, lögfesta stöðu þess og það að ýta þýðingum á pólsku og ensku út á hafsauga (fært í stílinn hér) varðar þá er verið að byrja á öfugum enda þar. Þegar forsendurnar til að ná tökum á málinu eru vægast sagt slælegar þá er til lítils, nema þá til þess að gera fólk enn meira hornreka, að leggja blátt bann við slíkum þýðingum. Hitt er svo annað mál að vissulega má líta á þýðingar yfir á þessi mál sem grófa mismunun gagnvart þeim sem hafa önnur tungumál að móðurmáli og spyrja sig hvort þetta ætti ekki að gilda fyrir alla. Hvers eiga þeir sem hafa króatísku að móðurmáli t.d. að gjalda!? Eiga þeir þá bara að læra íslensku!? Það er þó önnur saga. Vissulega má taka undir að íslenskan eigi að vera ráðandi, helst kannski allsráðandi, að of mikið af þýðingum letji til íslenskunotkunar. En það gerir einnig almenn enskunotkun í samfélaginu. Það væri því hyggilegra að byrja á þeim endanum. Þá skapast kannski forsendur til að „forðast notkun útlensku í samskiptum við borgara í lengstu lög“ svo ég vitni til orða Snorra Mássonar. En sennilega er okkur bara ekki viðbjargandi í þessum efnum. Höfundur er kennari íslensku sem annars máls við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Já, ég átta mig á því að ég hljóma líkt og rispuð plata og gef mér í hroka mínum að einhver nenni að renna augunum yfir það sem ég hamra á lyklaborðið. Skrif mín sem lúta að þessu máli bera keim af þráhyggju og máske smá geggjun. Só bí it! En kannski má líta á það sem hér kemur sem eitthvað öðruvísi nálgun, nálgun þess sem er við það að leggja árar í bát þegar kemur að þessum málaflokki og segja bara „fokk it, íslensku er ekki viðbjargandi.” Sjáum hvert hvatvísin leiðir oss. Ég fæ ekki betur séð en að Ísland sé um margt í algerum draslflokki þegar kemur að máltileinkun innflytjenda. Byggi ég það mat mitt á því að hafa lifað og hrærst í heimi íslensku sem annars máls, verið þar vakinn og sofinn og leitast við að brydda upp á ýmsum nýjungum í málaflokknum með alltof mögrum árangri. Ég er sum sé maðurinn á bakvið Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag sem einhverjir kunna að hafa heyrt af eða lesið sér til um. Þetta er ágætis verkefni, þótt ég segi sjálfur frá, sem var spýtt í heiminn hjá Háskólasetri Vestfjarða, sem nýverið varð 20 ára (lengi lifi menntun á Vestfjörðum), en hefir nú flutt búferlum og er komið til Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Kem ég ekki nálægt verkefninu lengur en treysti á að það blómstri þar sem aldrei fyrr. Gefum íslensku séns er og verðlaunaverkefni, afsakið gorgeirinn. Samt hefir það enn sem komið er ekki skilað þeim árangri sem ég batt vonir við hér fyrir vestan. Langt í frá. Eftir 3-4 ár er útkoman enn mjög mögur. Því miður. Þetta tekur fáránlega langan tíma. Við þetta má svo bæta að hefi ég kennt íslensku bæði sem erlent mál svo og annað mál í allt of langan tíma. Ég festist í þessu ginnungagapi fyrir að verða tuttugu árum og á mér líkast til engrar undankomu auðið. Og talandi um erlent mál þá er það þyngra en tárum tekur að sú skuli eiginlega vera raunin hérlendis að innflytjendur læri íslensku sem erlent mál sakir þess hve aðgengi að málinu er oft og tíðum bagalegt, að hvatinn til að nota málið sé vart til staðar að ekki sé sett pressa á fólk að nota málið sem það margt hvert leggur stund á í málaskóla þar sem vissulega þarf að bæta sig hvað fjölbreytni og framboð. Þetta eru ekki bara mín orð. Þetta segja nemendur mínir æ ofan í æ. Dæmi: Iðulega þegar ég fylgist með samskiptum (fluga á vegg) móðurmálshafa og innflytjenda eða þess aðila sem hefir málið ekki að móðurmáli þá skal móðurmálshafinn oftlega sýna þeim aðila sem reynir að tjá sig á íslensku þá megnustu vanvirðingu að svara á ensku. Annað hvort af því viðkomandi nennir ekki að bíða þær tvær til fimm sekúndur sem það oft tekur aðilann að melta það sem sagt var, eða þá að viðkomandi metur (hugsanlega) hinn aðilann framandlegan og byggir þá skoðun á útliti viðkomandi að hann/hún eða hán (djöfull er ég vók) kunni ekki málið, geti vart kunnað það. Stundum næ ég ekki að sitja á strák mínum og finn mig knúinn til að benda á að aðilinn tali íslensku, hann hafi rétt í þessu verið að því. Sannlega pirraður og nenni ekki einu sinni lengur að fara í grafgötur með það. Sé fólk í vafa má bara ósköp einfaldalega ákveða að „kunna ekki“ ensku. Þá þarftu að tala íslensku ekki satt? Eða ætlarðu kannski að tala pólsku? Hver svo sem ástæðan er þá eru skilaboðin skýr: Íslenska er ekki fyrir þig og fjandinn hafi mig ef ég reyni nú að gera svo lítið að liðsinna þér við að ná tökum á málinu. Enginn furða þótt enskan ríði röftum þegar íslenskan er æ sett í annað sæti og oftlega undirskipuð eins og til að mynda má sjá í Leifsstöð. Hér er bolli fyrir Íslendinga nema hvað þar ætti að standa: Ég nenni ekki að tala íslensku við þá sem læra hana. Og svo hvað íslensku sem opinbert mál, lögfesta stöðu þess og það að ýta þýðingum á pólsku og ensku út á hafsauga (fært í stílinn hér) varðar þá er verið að byrja á öfugum enda þar. Þegar forsendurnar til að ná tökum á málinu eru vægast sagt slælegar þá er til lítils, nema þá til þess að gera fólk enn meira hornreka, að leggja blátt bann við slíkum þýðingum. Hitt er svo annað mál að vissulega má líta á þýðingar yfir á þessi mál sem grófa mismunun gagnvart þeim sem hafa önnur tungumál að móðurmáli og spyrja sig hvort þetta ætti ekki að gilda fyrir alla. Hvers eiga þeir sem hafa króatísku að móðurmáli t.d. að gjalda!? Eiga þeir þá bara að læra íslensku!? Það er þó önnur saga. Vissulega má taka undir að íslenskan eigi að vera ráðandi, helst kannski allsráðandi, að of mikið af þýðingum letji til íslenskunotkunar. En það gerir einnig almenn enskunotkun í samfélaginu. Það væri því hyggilegra að byrja á þeim endanum. Þá skapast kannski forsendur til að „forðast notkun útlensku í samskiptum við borgara í lengstu lög“ svo ég vitni til orða Snorra Mássonar. En sennilega er okkur bara ekki viðbjargandi í þessum efnum. Höfundur er kennari íslensku sem annars máls við Háskóla Íslands.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun