Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 20. mars 2025 10:31 Já, ég átta mig á því að ég hljóma líkt og rispuð plata og gef mér í hroka mínum að einhver nenni að renna augunum yfir það sem ég hamra á lyklaborðið. Skrif mín sem lúta að þessu máli bera keim af þráhyggju og máske smá geggjun. Só bí it! En kannski má líta á það sem hér kemur sem eitthvað öðruvísi nálgun, nálgun þess sem er við það að leggja árar í bát þegar kemur að þessum málaflokki og segja bara „fokk it, íslensku er ekki viðbjargandi.” Sjáum hvert hvatvísin leiðir oss. Ég fæ ekki betur séð en að Ísland sé um margt í algerum draslflokki þegar kemur að máltileinkun innflytjenda. Byggi ég það mat mitt á því að hafa lifað og hrærst í heimi íslensku sem annars máls, verið þar vakinn og sofinn og leitast við að brydda upp á ýmsum nýjungum í málaflokknum með alltof mögrum árangri. Ég er sum sé maðurinn á bakvið Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag sem einhverjir kunna að hafa heyrt af eða lesið sér til um. Þetta er ágætis verkefni, þótt ég segi sjálfur frá, sem var spýtt í heiminn hjá Háskólasetri Vestfjarða, sem nýverið varð 20 ára (lengi lifi menntun á Vestfjörðum), en hefir nú flutt búferlum og er komið til Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Kem ég ekki nálægt verkefninu lengur en treysti á að það blómstri þar sem aldrei fyrr. Gefum íslensku séns er og verðlaunaverkefni, afsakið gorgeirinn. Samt hefir það enn sem komið er ekki skilað þeim árangri sem ég batt vonir við hér fyrir vestan. Langt í frá. Eftir 3-4 ár er útkoman enn mjög mögur. Því miður. Þetta tekur fáránlega langan tíma. Við þetta má svo bæta að hefi ég kennt íslensku bæði sem erlent mál svo og annað mál í allt of langan tíma. Ég festist í þessu ginnungagapi fyrir að verða tuttugu árum og á mér líkast til engrar undankomu auðið. Og talandi um erlent mál þá er það þyngra en tárum tekur að sú skuli eiginlega vera raunin hérlendis að innflytjendur læri íslensku sem erlent mál sakir þess hve aðgengi að málinu er oft og tíðum bagalegt, að hvatinn til að nota málið sé vart til staðar að ekki sé sett pressa á fólk að nota málið sem það margt hvert leggur stund á í málaskóla þar sem vissulega þarf að bæta sig hvað fjölbreytni og framboð. Þetta eru ekki bara mín orð. Þetta segja nemendur mínir æ ofan í æ. Dæmi: Iðulega þegar ég fylgist með samskiptum (fluga á vegg) móðurmálshafa og innflytjenda eða þess aðila sem hefir málið ekki að móðurmáli þá skal móðurmálshafinn oftlega sýna þeim aðila sem reynir að tjá sig á íslensku þá megnustu vanvirðingu að svara á ensku. Annað hvort af því viðkomandi nennir ekki að bíða þær tvær til fimm sekúndur sem það oft tekur aðilann að melta það sem sagt var, eða þá að viðkomandi metur (hugsanlega) hinn aðilann framandlegan og byggir þá skoðun á útliti viðkomandi að hann/hún eða hán (djöfull er ég vók) kunni ekki málið, geti vart kunnað það. Stundum næ ég ekki að sitja á strák mínum og finn mig knúinn til að benda á að aðilinn tali íslensku, hann hafi rétt í þessu verið að því. Sannlega pirraður og nenni ekki einu sinni lengur að fara í grafgötur með það. Sé fólk í vafa má bara ósköp einfaldalega ákveða að „kunna ekki“ ensku. Þá þarftu að tala íslensku ekki satt? Eða ætlarðu kannski að tala pólsku? Hver svo sem ástæðan er þá eru skilaboðin skýr: Íslenska er ekki fyrir þig og fjandinn hafi mig ef ég reyni nú að gera svo lítið að liðsinna þér við að ná tökum á málinu. Enginn furða þótt enskan ríði röftum þegar íslenskan er æ sett í annað sæti og oftlega undirskipuð eins og til að mynda má sjá í Leifsstöð. Hér er bolli fyrir Íslendinga nema hvað þar ætti að standa: Ég nenni ekki að tala íslensku við þá sem læra hana. Og svo hvað íslensku sem opinbert mál, lögfesta stöðu þess og það að ýta þýðingum á pólsku og ensku út á hafsauga (fært í stílinn hér) varðar þá er verið að byrja á öfugum enda þar. Þegar forsendurnar til að ná tökum á málinu eru vægast sagt slælegar þá er til lítils, nema þá til þess að gera fólk enn meira hornreka, að leggja blátt bann við slíkum þýðingum. Hitt er svo annað mál að vissulega má líta á þýðingar yfir á þessi mál sem grófa mismunun gagnvart þeim sem hafa önnur tungumál að móðurmáli og spyrja sig hvort þetta ætti ekki að gilda fyrir alla. Hvers eiga þeir sem hafa króatísku að móðurmáli t.d. að gjalda!? Eiga þeir þá bara að læra íslensku!? Það er þó önnur saga. Vissulega má taka undir að íslenskan eigi að vera ráðandi, helst kannski allsráðandi, að of mikið af þýðingum letji til íslenskunotkunar. En það gerir einnig almenn enskunotkun í samfélaginu. Það væri því hyggilegra að byrja á þeim endanum. Þá skapast kannski forsendur til að „forðast notkun útlensku í samskiptum við borgara í lengstu lög“ svo ég vitni til orða Snorra Mássonar. En sennilega er okkur bara ekki viðbjargandi í þessum efnum. Höfundur er kennari íslensku sem annars máls við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Já, ég átta mig á því að ég hljóma líkt og rispuð plata og gef mér í hroka mínum að einhver nenni að renna augunum yfir það sem ég hamra á lyklaborðið. Skrif mín sem lúta að þessu máli bera keim af þráhyggju og máske smá geggjun. Só bí it! En kannski má líta á það sem hér kemur sem eitthvað öðruvísi nálgun, nálgun þess sem er við það að leggja árar í bát þegar kemur að þessum málaflokki og segja bara „fokk it, íslensku er ekki viðbjargandi.” Sjáum hvert hvatvísin leiðir oss. Ég fæ ekki betur séð en að Ísland sé um margt í algerum draslflokki þegar kemur að máltileinkun innflytjenda. Byggi ég það mat mitt á því að hafa lifað og hrærst í heimi íslensku sem annars máls, verið þar vakinn og sofinn og leitast við að brydda upp á ýmsum nýjungum í málaflokknum með alltof mögrum árangri. Ég er sum sé maðurinn á bakvið Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag sem einhverjir kunna að hafa heyrt af eða lesið sér til um. Þetta er ágætis verkefni, þótt ég segi sjálfur frá, sem var spýtt í heiminn hjá Háskólasetri Vestfjarða, sem nýverið varð 20 ára (lengi lifi menntun á Vestfjörðum), en hefir nú flutt búferlum og er komið til Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Kem ég ekki nálægt verkefninu lengur en treysti á að það blómstri þar sem aldrei fyrr. Gefum íslensku séns er og verðlaunaverkefni, afsakið gorgeirinn. Samt hefir það enn sem komið er ekki skilað þeim árangri sem ég batt vonir við hér fyrir vestan. Langt í frá. Eftir 3-4 ár er útkoman enn mjög mögur. Því miður. Þetta tekur fáránlega langan tíma. Við þetta má svo bæta að hefi ég kennt íslensku bæði sem erlent mál svo og annað mál í allt of langan tíma. Ég festist í þessu ginnungagapi fyrir að verða tuttugu árum og á mér líkast til engrar undankomu auðið. Og talandi um erlent mál þá er það þyngra en tárum tekur að sú skuli eiginlega vera raunin hérlendis að innflytjendur læri íslensku sem erlent mál sakir þess hve aðgengi að málinu er oft og tíðum bagalegt, að hvatinn til að nota málið sé vart til staðar að ekki sé sett pressa á fólk að nota málið sem það margt hvert leggur stund á í málaskóla þar sem vissulega þarf að bæta sig hvað fjölbreytni og framboð. Þetta eru ekki bara mín orð. Þetta segja nemendur mínir æ ofan í æ. Dæmi: Iðulega þegar ég fylgist með samskiptum (fluga á vegg) móðurmálshafa og innflytjenda eða þess aðila sem hefir málið ekki að móðurmáli þá skal móðurmálshafinn oftlega sýna þeim aðila sem reynir að tjá sig á íslensku þá megnustu vanvirðingu að svara á ensku. Annað hvort af því viðkomandi nennir ekki að bíða þær tvær til fimm sekúndur sem það oft tekur aðilann að melta það sem sagt var, eða þá að viðkomandi metur (hugsanlega) hinn aðilann framandlegan og byggir þá skoðun á útliti viðkomandi að hann/hún eða hán (djöfull er ég vók) kunni ekki málið, geti vart kunnað það. Stundum næ ég ekki að sitja á strák mínum og finn mig knúinn til að benda á að aðilinn tali íslensku, hann hafi rétt í þessu verið að því. Sannlega pirraður og nenni ekki einu sinni lengur að fara í grafgötur með það. Sé fólk í vafa má bara ósköp einfaldalega ákveða að „kunna ekki“ ensku. Þá þarftu að tala íslensku ekki satt? Eða ætlarðu kannski að tala pólsku? Hver svo sem ástæðan er þá eru skilaboðin skýr: Íslenska er ekki fyrir þig og fjandinn hafi mig ef ég reyni nú að gera svo lítið að liðsinna þér við að ná tökum á málinu. Enginn furða þótt enskan ríði röftum þegar íslenskan er æ sett í annað sæti og oftlega undirskipuð eins og til að mynda má sjá í Leifsstöð. Hér er bolli fyrir Íslendinga nema hvað þar ætti að standa: Ég nenni ekki að tala íslensku við þá sem læra hana. Og svo hvað íslensku sem opinbert mál, lögfesta stöðu þess og það að ýta þýðingum á pólsku og ensku út á hafsauga (fært í stílinn hér) varðar þá er verið að byrja á öfugum enda þar. Þegar forsendurnar til að ná tökum á málinu eru vægast sagt slælegar þá er til lítils, nema þá til þess að gera fólk enn meira hornreka, að leggja blátt bann við slíkum þýðingum. Hitt er svo annað mál að vissulega má líta á þýðingar yfir á þessi mál sem grófa mismunun gagnvart þeim sem hafa önnur tungumál að móðurmáli og spyrja sig hvort þetta ætti ekki að gilda fyrir alla. Hvers eiga þeir sem hafa króatísku að móðurmáli t.d. að gjalda!? Eiga þeir þá bara að læra íslensku!? Það er þó önnur saga. Vissulega má taka undir að íslenskan eigi að vera ráðandi, helst kannski allsráðandi, að of mikið af þýðingum letji til íslenskunotkunar. En það gerir einnig almenn enskunotkun í samfélaginu. Það væri því hyggilegra að byrja á þeim endanum. Þá skapast kannski forsendur til að „forðast notkun útlensku í samskiptum við borgara í lengstu lög“ svo ég vitni til orða Snorra Mássonar. En sennilega er okkur bara ekki viðbjargandi í þessum efnum. Höfundur er kennari íslensku sem annars máls við Háskóla Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun