„Við bara byrjum að moka“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2025 23:31 Frá undirskrift ríkis og sveitarfélaga í Safnahúsinu í dag. Vísir Þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst frá sveitarfélögum til ríkisins samkvæmt samkomulagi stjórnvalda. Þá tekur ríkið alfarið yfir uppbyggingu hjúkrunarheimila . Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að kallað hafi verið eftir þessu í fimmtán ár. Félagsmálaráðherra vill byrja að moka. Samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um breytta ábyrgð á málefnum barna og uppbyggingu hjúkrunarheimila var undirritað í Safnahúsinu í dag. Í því felst að þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst alfarið til ríkisins þann 1. júní og að sveitarfélög sleppa nú við að greiða 15% stofnkostnað við hjúkrunarheimili. Þá mega þau nú innheimta gatnagerðargjöld. Heiða B. Hilmisdóttir sem á einn dag eftir sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er afar ánægð með samkomulagið. Ríki og sveitarfélög innsigluðu samkomulagið í Safnahúsinu. Vísir „Við höfum kallað eftir þessu síðan árið 2010 og loksins kemur hér ríkisstjórn sem gengur í málið,“ segir Heiða. Áshildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segir brýnt að hafa hraðar hendur þegar kemur að börnum með fjölþættan vanda. „Uppbygging hefst sem allra fyrst því við þurfum strax í janúar á næsta ári að taka við börnum sem hafa verið í vistunum hér og þar um landið,“ segir Ásthildur. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir mikilvægt að byrja sem allra fyrst að reisa hjúkrunarheimili. Frá fundi í Safnahúsinu. Vísir „Það er brýnt að byrja að losa um þá hnúta sem hafa t.d. verið inn á Landspítalanum þar sem tugir eldri borgara hafa verið fastir. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Það er meira segja búið að gefa mér skóflu koma með í ráðuneytið mitt. Við bara byrjum að moka“ segir Inga. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra býst við að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna barna með fjölþættan vanda nemi um þremur milljörðum króna og kostnaður vegna hjúkrunarrýma um einn og hálfur til tveir milljarða króna. „Nú er það ríkið eitt sem stendur fyrir þessum kostnaði. Fjárhagsleg vandamál sveitarfélaganna standa ekki lengur í vegi fyrir ákvarðanatöku í þessum málaflokkum. Við vonumst auðvitað líka til þess að sveitarfélögin komi til móts við okkur að finna hentugar lóðir svo uppbyggingin geti hafist hratt,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ofbeldi gegn börnum Hjúkrunarheimili Landspítalinn Börn og uppeldi Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um breytta ábyrgð á málefnum barna og uppbyggingu hjúkrunarheimila var undirritað í Safnahúsinu í dag. Í því felst að þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst alfarið til ríkisins þann 1. júní og að sveitarfélög sleppa nú við að greiða 15% stofnkostnað við hjúkrunarheimili. Þá mega þau nú innheimta gatnagerðargjöld. Heiða B. Hilmisdóttir sem á einn dag eftir sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er afar ánægð með samkomulagið. Ríki og sveitarfélög innsigluðu samkomulagið í Safnahúsinu. Vísir „Við höfum kallað eftir þessu síðan árið 2010 og loksins kemur hér ríkisstjórn sem gengur í málið,“ segir Heiða. Áshildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segir brýnt að hafa hraðar hendur þegar kemur að börnum með fjölþættan vanda. „Uppbygging hefst sem allra fyrst því við þurfum strax í janúar á næsta ári að taka við börnum sem hafa verið í vistunum hér og þar um landið,“ segir Ásthildur. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir mikilvægt að byrja sem allra fyrst að reisa hjúkrunarheimili. Frá fundi í Safnahúsinu. Vísir „Það er brýnt að byrja að losa um þá hnúta sem hafa t.d. verið inn á Landspítalanum þar sem tugir eldri borgara hafa verið fastir. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Það er meira segja búið að gefa mér skóflu koma með í ráðuneytið mitt. Við bara byrjum að moka“ segir Inga. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra býst við að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna barna með fjölþættan vanda nemi um þremur milljörðum króna og kostnaður vegna hjúkrunarrýma um einn og hálfur til tveir milljarða króna. „Nú er það ríkið eitt sem stendur fyrir þessum kostnaði. Fjárhagsleg vandamál sveitarfélaganna standa ekki lengur í vegi fyrir ákvarðanatöku í þessum málaflokkum. Við vonumst auðvitað líka til þess að sveitarfélögin komi til móts við okkur að finna hentugar lóðir svo uppbyggingin geti hafist hratt,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ofbeldi gegn börnum Hjúkrunarheimili Landspítalinn Börn og uppeldi Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira