Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. mars 2025 16:25 Jón Pétur Zimsen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skólar eigi að vera griðastaður barna, en ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman. Hann gerði ofbeldisvandann í Breiðholtsskóla að umtalsefni á Alþingi í dag, en hann segir að fullorðið fólk á góðum launum í stjórnsýslunni ráði ekki við erfið mál og kasti þeim frá sér. „Hermann Austmar er hetja. Það þarf kjark til að koma fram og gagnrýna skóla barnanna sinna. Skólar eiga að vera griðastaður barna ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman,“ sagði Jón Pétur í störfum þingsins í dag. Hermann Austmar, faðir stúlku í Breiðholtsskóla, hefur stigið fram í fjölmiðlum og lýst gífurlegum ofbeldisvanda sem hefur þrifist í skólanum. Hann segir ógnarstjórnun ráða þar ríkjum, og talar um að fámennur hópur ráði ríkjum, og börn hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu, og kynferðislegu ofbeldi. Embættis- og stjórnmálamenn kasti heitu kartöflunni frá sér „Nú höfum við embættismenn, stjórnmálamenn og ráðherra á góðum launum sem á góðviðrisdögum belgja sig út og tala fjálglega um börn og ungmenni, að þau eigi skilið það besta og að hlusta eigi á þau,“ segir Jón Pétur. „Svo koma erfið mál. Þá sér maður undir iljarnar á sama fólki og þau sem enda með heitu kartöfluna kasta henni umsvifalaust frá sér, bara eitthvað annað. Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með málinu í Breiðholti síðastliðnar vikur.“ Jón segir að slík mál spretti ekki upp úr tómarúmi. Jarðvegur þurfi að vera til staðar, og það þurfi góðan tíma fyrir svona ástand að gerjast og myndast. „Börn, foreldrar og starfsmenn skólans hafa beinlínis öskrað á hjálp með gerðum sínum og tali Fullorðna fólkið á góðu laununum yppir bara öxlum og sendir boltann á næsta mann. Og ráðherrann horfir bara á.“ „Á meðan þjást fjölskyldur í Bökkunum. Þetta er prófmál á það hvernig við sem samfélag tökum á málum sem þessum.“ Ofbeldi barna Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin. 18. mars 2025 13:02 „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. 17. mars 2025 20:33 Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
„Hermann Austmar er hetja. Það þarf kjark til að koma fram og gagnrýna skóla barnanna sinna. Skólar eiga að vera griðastaður barna ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman,“ sagði Jón Pétur í störfum þingsins í dag. Hermann Austmar, faðir stúlku í Breiðholtsskóla, hefur stigið fram í fjölmiðlum og lýst gífurlegum ofbeldisvanda sem hefur þrifist í skólanum. Hann segir ógnarstjórnun ráða þar ríkjum, og talar um að fámennur hópur ráði ríkjum, og börn hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu, og kynferðislegu ofbeldi. Embættis- og stjórnmálamenn kasti heitu kartöflunni frá sér „Nú höfum við embættismenn, stjórnmálamenn og ráðherra á góðum launum sem á góðviðrisdögum belgja sig út og tala fjálglega um börn og ungmenni, að þau eigi skilið það besta og að hlusta eigi á þau,“ segir Jón Pétur. „Svo koma erfið mál. Þá sér maður undir iljarnar á sama fólki og þau sem enda með heitu kartöfluna kasta henni umsvifalaust frá sér, bara eitthvað annað. Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með málinu í Breiðholti síðastliðnar vikur.“ Jón segir að slík mál spretti ekki upp úr tómarúmi. Jarðvegur þurfi að vera til staðar, og það þurfi góðan tíma fyrir svona ástand að gerjast og myndast. „Börn, foreldrar og starfsmenn skólans hafa beinlínis öskrað á hjálp með gerðum sínum og tali Fullorðna fólkið á góðu laununum yppir bara öxlum og sendir boltann á næsta mann. Og ráðherrann horfir bara á.“ „Á meðan þjást fjölskyldur í Bökkunum. Þetta er prófmál á það hvernig við sem samfélag tökum á málum sem þessum.“
Ofbeldi barna Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin. 18. mars 2025 13:02 „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. 17. mars 2025 20:33 Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin. 18. mars 2025 13:02
„Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. 17. mars 2025 20:33
Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent