Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar 18. mars 2025 14:47 Félag atvinnurekenda hefur á undanförnum árum tekið á mikilvægum málum sem þjóna hagsmunum fyrirtækja og almennings. FA er að gera góða hluti og tekur á málefnum sem önnur samtök treysta sér ekki í vegna hagsmunatengsla meðlimanna. Þar má nefna t.d. samráð skipafélaganna og baráttu fyrir opnun Sundahafnar fyrir fleiri til að auka samkeppni í flutningum, baráttu gegn undirverðlagningu og samkeppnishömlum ríkispóstfyrirtækisins og gagnrýni á að landlæknisembættið komi einu fyrirtæki í ráðandi stöðu á heilsutæknimarkaði. Félagið lagði fram vel útfærðar tillögur um sparnað hjá ríkinu, s.s. með breyttum samningum við flugfélög vegna ferða ríkisstarfsmanna. Félagið gerði skýrslu um fjölgun ríkisstarfsmanna og hefur fjallað um sérréttindi þeirra, sem vinna gegn hagkvæmni í ríkisrekstrinum, og starfskjör, sem gera einkafyrirtækjum æ erfiðara fyrir að keppa við ríkið um starfsfólk. FA hefur farið fremst í flokki gegn gullhúðun Evrópureglna og tekið upp fleiri slík mál sem varða okkur öll. Við fylgjumst grannt með lagafrumvörpum og reglugerðum og komum skoðunum fyrirtækja á framfæri. Nú liggur t.d. fyrir frumvarp um kílómetragjald þar sem dráttarvélar og utanvegatæki virðast ekki vera undanskilin gjaldinu, eitthvað sem við gerum athugasemdir við. Við erum að berjast gegn rangri tollflokkun á vörum og gjöldum, sem eiga ekki við. Það er hlustað á hvað við erum að gera og við komum mörgu í gegn sem er til hagsbóta fyrir fyrirtæki og almenning. En það fylgir því oft sársauki að kreista út kýli. Fyrirtæki verða að eiga val um birgja Ég hef verið í rekstri fyrirtækja frá barnsaldri, þá fyrst í Burstagerðinni sem afi minn heitinn stofnaði 1930. Alla mína tíð hef ég rekið framleiðslufyrirtæki bæði hérlendis og erlendis. Mikilvægi framleiðslu og virði hennar er alla jafna stórkostlega vanmetið, það hversu mörg afleidd störf hún skapar og hversu mikil áhrif hún hefur á sjálfbærni okkar. Aðföng og rekstur framleiðslunnar er það sem býr til kostnaðarverð vara hennar. Til að skila góðu búi þarf að vanda sig í innkaupum og hafa val um birgja til að ná hagstæðum verðum, þetta vita allir sem hafa staðið í einhverjum rekstri. Mín reynsla er sú að ef fákeppni er til staðar og ekki er hægt að velja um birgja leiðir það á endanum til hærri innkaupsverða og verri þjónustu. Það sama á við um hinn endann, söluhlutann. Í minni tíð í rekstri hef ég prófað oftar en einu sinni að treysta á einn söluaðila til að selja meirihluta framleiðslunnar, og til að gera þá sögu stutta, þá leiddi það ávallt til taprekstrar eftir tiltölulega skamman tíma. Við verðum þess vegna að hafa frjálsræði og samkeppni til að geta rekið arðsöm fyrirtæki. Mörg dæmi eru um fákeppni hér á landi sem bitnar bæði á einstaklingum og fyrirtækjum. Að sporna gegn fákeppni og einokun er eitt helsta viðfangsefni okkar hjá FA. Umfjöllun blaðamannsins og ritstjórans Guðrúnar Huldu Pálsdóttur, sem hófst í Bændablaðinu 16. ágúst 2024, um „óeðlilega einokun á koltvísýringsmarkaði“ fékk tilnefningu til blaðamannaverðlaunanna í ár. Umfjöllunin varpaði ljósi á óeðlilega stöðu, sem eitt gasfyrirtæki hafði komist í á markaði fyrir koltvísýring, sem eru mikilvæg aðföng í gróðurhúsum. Garðyrkjubændur fengu heldur betur að kynnast einokuninni og upplifðu hótanir frá þessum eina birgja ef þeir sættu sig ekki við verð og þjónustu En spurningin er: Er ekki einokun alltaf óeðlileg í okkar samfélagi?. FA hefur barist gegn því að fyrirtæki séu sett í slíka stöðu. Fyrirtæki í matvælaiðnaði og veitingageiranum hafa til dæmis iðulega þurft að búa við þá stöðu að hafa raunverulega bara einn birgja, staða sem hefur orðið til annars vegar með undanþágum frá samkeppnislögum og hins vegar óeðlilegri tollvernd sem hindrar samkeppni. FA berst gegn hvoru tveggja. Að hafa bara einn birgja er staða sem fyrirtæki geta ekki sætt sig við, hvorki bændur né aðrir. Aukum beinan stuðning við bændur Síðan ég tók við formennsku FA hef ég fengið veður af ummælum um að ekki sé hægt að versla við mín fyrirtæki vegna þess að ég sé þar með að vinna gegn bændum. Þessu er alfarið öfugt farið, ég er mikill talsmaður bænda, þar á ég við að þeir geti rekið sín bú með hagnaði og þurfi ekki að vera í öðrum störfum samhliða. Talandi um félagið þá hefur það talað fyrir því að stuðningur við landbúnaðinn fari í auknum mæli fram með auknum beinum styrkjum á móti minni tollvernd. Styrkirnir ættu að færast úr samkeppnishamlandi, framleiðslutengdum styrkjum og í vaxandi mæli í styrki tengda búsetu, viðhaldi landbúnaðarlands og umhverfisvernd. Þess fyrir utan er ég harður talsmaður þess að hafa landið í byggð, með gróðursæld „ræktum Ísland“ og í eigu Íslendinga. Við þurfum að halda vel utan um bændur og framleiðslu þeirra til að styrkja sjálfbærni landsins. Ég tel félagið eiga mikla samleið með bændum og mörg sameiginleg baráttumál. Bændur fengu því að mínu mati sterkan liðsmann í formennsku í félagsins. Framleiðslufyrirtæki, þar með talið bændur og bú þeirra, þarf að styrkja með gegnsæi og samkeppni frekar en með samkeppnishömlum og múrum. Við sjáum nú glöggt hvaða áhrif tollamúrar hafa á alþjóðaviðskipti og samskipti þjóða. Við Íslendingar erum hluti af evrópsku efnahagslífi og verðum að haga okkur í samræmi við það. Sem hluti af evrópsku samstarfi höfum mikið frjálsræði í ferðalögum og ferðumst mikið miðað við aðrar þjóðir og kynnumst því menningu annarra þjóða m.a. í mat og drykk. Með öllum þeim ferðamönnum sem hingað koma bætist enn meir í menninguna og við reynum að uppfylla þeirra kröfur. Þess vegna erum við sem einstaklingar og fyrirtæki farin að gera miklu meiri kröfur um úrval í matvælum, víni og öðru sem aðrar þjóðir bjóða upp á. Það eru hins vegar hömlur og tollavernd á mörgum vörum sem ekki eru framleiddar í landinu, engum til hagsbóta. Við eigum að virða alþjóðlegar skuldbindingar og leitast við að gera utanríkisviðskipti okkar sem frjálsust. Hvað eða hvern er til dæmis verið að vernda með tollum á franskar kartöflur eða maíssnakk, sem hvorugt er framleitt á Íslandi? Það er hægt að lækka ýmsa tolla, verslun og neytendum til hagsbóta, án þess að draga úr vernd íslensks landbúnaðar. Að þessu sögðu eru verkefni okkar í stjórn FA ærin og við höldum áfram að gagnrýna fákeppni hvar sem hún birtist, fyrirtækjum, bændum og almennum neytendum til hagsbóta. Höfundur er formaður Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur á undanförnum árum tekið á mikilvægum málum sem þjóna hagsmunum fyrirtækja og almennings. FA er að gera góða hluti og tekur á málefnum sem önnur samtök treysta sér ekki í vegna hagsmunatengsla meðlimanna. Þar má nefna t.d. samráð skipafélaganna og baráttu fyrir opnun Sundahafnar fyrir fleiri til að auka samkeppni í flutningum, baráttu gegn undirverðlagningu og samkeppnishömlum ríkispóstfyrirtækisins og gagnrýni á að landlæknisembættið komi einu fyrirtæki í ráðandi stöðu á heilsutæknimarkaði. Félagið lagði fram vel útfærðar tillögur um sparnað hjá ríkinu, s.s. með breyttum samningum við flugfélög vegna ferða ríkisstarfsmanna. Félagið gerði skýrslu um fjölgun ríkisstarfsmanna og hefur fjallað um sérréttindi þeirra, sem vinna gegn hagkvæmni í ríkisrekstrinum, og starfskjör, sem gera einkafyrirtækjum æ erfiðara fyrir að keppa við ríkið um starfsfólk. FA hefur farið fremst í flokki gegn gullhúðun Evrópureglna og tekið upp fleiri slík mál sem varða okkur öll. Við fylgjumst grannt með lagafrumvörpum og reglugerðum og komum skoðunum fyrirtækja á framfæri. Nú liggur t.d. fyrir frumvarp um kílómetragjald þar sem dráttarvélar og utanvegatæki virðast ekki vera undanskilin gjaldinu, eitthvað sem við gerum athugasemdir við. Við erum að berjast gegn rangri tollflokkun á vörum og gjöldum, sem eiga ekki við. Það er hlustað á hvað við erum að gera og við komum mörgu í gegn sem er til hagsbóta fyrir fyrirtæki og almenning. En það fylgir því oft sársauki að kreista út kýli. Fyrirtæki verða að eiga val um birgja Ég hef verið í rekstri fyrirtækja frá barnsaldri, þá fyrst í Burstagerðinni sem afi minn heitinn stofnaði 1930. Alla mína tíð hef ég rekið framleiðslufyrirtæki bæði hérlendis og erlendis. Mikilvægi framleiðslu og virði hennar er alla jafna stórkostlega vanmetið, það hversu mörg afleidd störf hún skapar og hversu mikil áhrif hún hefur á sjálfbærni okkar. Aðföng og rekstur framleiðslunnar er það sem býr til kostnaðarverð vara hennar. Til að skila góðu búi þarf að vanda sig í innkaupum og hafa val um birgja til að ná hagstæðum verðum, þetta vita allir sem hafa staðið í einhverjum rekstri. Mín reynsla er sú að ef fákeppni er til staðar og ekki er hægt að velja um birgja leiðir það á endanum til hærri innkaupsverða og verri þjónustu. Það sama á við um hinn endann, söluhlutann. Í minni tíð í rekstri hef ég prófað oftar en einu sinni að treysta á einn söluaðila til að selja meirihluta framleiðslunnar, og til að gera þá sögu stutta, þá leiddi það ávallt til taprekstrar eftir tiltölulega skamman tíma. Við verðum þess vegna að hafa frjálsræði og samkeppni til að geta rekið arðsöm fyrirtæki. Mörg dæmi eru um fákeppni hér á landi sem bitnar bæði á einstaklingum og fyrirtækjum. Að sporna gegn fákeppni og einokun er eitt helsta viðfangsefni okkar hjá FA. Umfjöllun blaðamannsins og ritstjórans Guðrúnar Huldu Pálsdóttur, sem hófst í Bændablaðinu 16. ágúst 2024, um „óeðlilega einokun á koltvísýringsmarkaði“ fékk tilnefningu til blaðamannaverðlaunanna í ár. Umfjöllunin varpaði ljósi á óeðlilega stöðu, sem eitt gasfyrirtæki hafði komist í á markaði fyrir koltvísýring, sem eru mikilvæg aðföng í gróðurhúsum. Garðyrkjubændur fengu heldur betur að kynnast einokuninni og upplifðu hótanir frá þessum eina birgja ef þeir sættu sig ekki við verð og þjónustu En spurningin er: Er ekki einokun alltaf óeðlileg í okkar samfélagi?. FA hefur barist gegn því að fyrirtæki séu sett í slíka stöðu. Fyrirtæki í matvælaiðnaði og veitingageiranum hafa til dæmis iðulega þurft að búa við þá stöðu að hafa raunverulega bara einn birgja, staða sem hefur orðið til annars vegar með undanþágum frá samkeppnislögum og hins vegar óeðlilegri tollvernd sem hindrar samkeppni. FA berst gegn hvoru tveggja. Að hafa bara einn birgja er staða sem fyrirtæki geta ekki sætt sig við, hvorki bændur né aðrir. Aukum beinan stuðning við bændur Síðan ég tók við formennsku FA hef ég fengið veður af ummælum um að ekki sé hægt að versla við mín fyrirtæki vegna þess að ég sé þar með að vinna gegn bændum. Þessu er alfarið öfugt farið, ég er mikill talsmaður bænda, þar á ég við að þeir geti rekið sín bú með hagnaði og þurfi ekki að vera í öðrum störfum samhliða. Talandi um félagið þá hefur það talað fyrir því að stuðningur við landbúnaðinn fari í auknum mæli fram með auknum beinum styrkjum á móti minni tollvernd. Styrkirnir ættu að færast úr samkeppnishamlandi, framleiðslutengdum styrkjum og í vaxandi mæli í styrki tengda búsetu, viðhaldi landbúnaðarlands og umhverfisvernd. Þess fyrir utan er ég harður talsmaður þess að hafa landið í byggð, með gróðursæld „ræktum Ísland“ og í eigu Íslendinga. Við þurfum að halda vel utan um bændur og framleiðslu þeirra til að styrkja sjálfbærni landsins. Ég tel félagið eiga mikla samleið með bændum og mörg sameiginleg baráttumál. Bændur fengu því að mínu mati sterkan liðsmann í formennsku í félagsins. Framleiðslufyrirtæki, þar með talið bændur og bú þeirra, þarf að styrkja með gegnsæi og samkeppni frekar en með samkeppnishömlum og múrum. Við sjáum nú glöggt hvaða áhrif tollamúrar hafa á alþjóðaviðskipti og samskipti þjóða. Við Íslendingar erum hluti af evrópsku efnahagslífi og verðum að haga okkur í samræmi við það. Sem hluti af evrópsku samstarfi höfum mikið frjálsræði í ferðalögum og ferðumst mikið miðað við aðrar þjóðir og kynnumst því menningu annarra þjóða m.a. í mat og drykk. Með öllum þeim ferðamönnum sem hingað koma bætist enn meir í menninguna og við reynum að uppfylla þeirra kröfur. Þess vegna erum við sem einstaklingar og fyrirtæki farin að gera miklu meiri kröfur um úrval í matvælum, víni og öðru sem aðrar þjóðir bjóða upp á. Það eru hins vegar hömlur og tollavernd á mörgum vörum sem ekki eru framleiddar í landinu, engum til hagsbóta. Við eigum að virða alþjóðlegar skuldbindingar og leitast við að gera utanríkisviðskipti okkar sem frjálsust. Hvað eða hvern er til dæmis verið að vernda með tollum á franskar kartöflur eða maíssnakk, sem hvorugt er framleitt á Íslandi? Það er hægt að lækka ýmsa tolla, verslun og neytendum til hagsbóta, án þess að draga úr vernd íslensks landbúnaðar. Að þessu sögðu eru verkefni okkar í stjórn FA ærin og við höldum áfram að gagnrýna fákeppni hvar sem hún birtist, fyrirtækjum, bændum og almennum neytendum til hagsbóta. Höfundur er formaður Félags atvinnurekenda.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun