Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar 18. mars 2025 14:47 Félag atvinnurekenda hefur á undanförnum árum tekið á mikilvægum málum sem þjóna hagsmunum fyrirtækja og almennings. FA er að gera góða hluti og tekur á málefnum sem önnur samtök treysta sér ekki í vegna hagsmunatengsla meðlimanna. Þar má nefna t.d. samráð skipafélaganna og baráttu fyrir opnun Sundahafnar fyrir fleiri til að auka samkeppni í flutningum, baráttu gegn undirverðlagningu og samkeppnishömlum ríkispóstfyrirtækisins og gagnrýni á að landlæknisembættið komi einu fyrirtæki í ráðandi stöðu á heilsutæknimarkaði. Félagið lagði fram vel útfærðar tillögur um sparnað hjá ríkinu, s.s. með breyttum samningum við flugfélög vegna ferða ríkisstarfsmanna. Félagið gerði skýrslu um fjölgun ríkisstarfsmanna og hefur fjallað um sérréttindi þeirra, sem vinna gegn hagkvæmni í ríkisrekstrinum, og starfskjör, sem gera einkafyrirtækjum æ erfiðara fyrir að keppa við ríkið um starfsfólk. FA hefur farið fremst í flokki gegn gullhúðun Evrópureglna og tekið upp fleiri slík mál sem varða okkur öll. Við fylgjumst grannt með lagafrumvörpum og reglugerðum og komum skoðunum fyrirtækja á framfæri. Nú liggur t.d. fyrir frumvarp um kílómetragjald þar sem dráttarvélar og utanvegatæki virðast ekki vera undanskilin gjaldinu, eitthvað sem við gerum athugasemdir við. Við erum að berjast gegn rangri tollflokkun á vörum og gjöldum, sem eiga ekki við. Það er hlustað á hvað við erum að gera og við komum mörgu í gegn sem er til hagsbóta fyrir fyrirtæki og almenning. En það fylgir því oft sársauki að kreista út kýli. Fyrirtæki verða að eiga val um birgja Ég hef verið í rekstri fyrirtækja frá barnsaldri, þá fyrst í Burstagerðinni sem afi minn heitinn stofnaði 1930. Alla mína tíð hef ég rekið framleiðslufyrirtæki bæði hérlendis og erlendis. Mikilvægi framleiðslu og virði hennar er alla jafna stórkostlega vanmetið, það hversu mörg afleidd störf hún skapar og hversu mikil áhrif hún hefur á sjálfbærni okkar. Aðföng og rekstur framleiðslunnar er það sem býr til kostnaðarverð vara hennar. Til að skila góðu búi þarf að vanda sig í innkaupum og hafa val um birgja til að ná hagstæðum verðum, þetta vita allir sem hafa staðið í einhverjum rekstri. Mín reynsla er sú að ef fákeppni er til staðar og ekki er hægt að velja um birgja leiðir það á endanum til hærri innkaupsverða og verri þjónustu. Það sama á við um hinn endann, söluhlutann. Í minni tíð í rekstri hef ég prófað oftar en einu sinni að treysta á einn söluaðila til að selja meirihluta framleiðslunnar, og til að gera þá sögu stutta, þá leiddi það ávallt til taprekstrar eftir tiltölulega skamman tíma. Við verðum þess vegna að hafa frjálsræði og samkeppni til að geta rekið arðsöm fyrirtæki. Mörg dæmi eru um fákeppni hér á landi sem bitnar bæði á einstaklingum og fyrirtækjum. Að sporna gegn fákeppni og einokun er eitt helsta viðfangsefni okkar hjá FA. Umfjöllun blaðamannsins og ritstjórans Guðrúnar Huldu Pálsdóttur, sem hófst í Bændablaðinu 16. ágúst 2024, um „óeðlilega einokun á koltvísýringsmarkaði“ fékk tilnefningu til blaðamannaverðlaunanna í ár. Umfjöllunin varpaði ljósi á óeðlilega stöðu, sem eitt gasfyrirtæki hafði komist í á markaði fyrir koltvísýring, sem eru mikilvæg aðföng í gróðurhúsum. Garðyrkjubændur fengu heldur betur að kynnast einokuninni og upplifðu hótanir frá þessum eina birgja ef þeir sættu sig ekki við verð og þjónustu En spurningin er: Er ekki einokun alltaf óeðlileg í okkar samfélagi?. FA hefur barist gegn því að fyrirtæki séu sett í slíka stöðu. Fyrirtæki í matvælaiðnaði og veitingageiranum hafa til dæmis iðulega þurft að búa við þá stöðu að hafa raunverulega bara einn birgja, staða sem hefur orðið til annars vegar með undanþágum frá samkeppnislögum og hins vegar óeðlilegri tollvernd sem hindrar samkeppni. FA berst gegn hvoru tveggja. Að hafa bara einn birgja er staða sem fyrirtæki geta ekki sætt sig við, hvorki bændur né aðrir. Aukum beinan stuðning við bændur Síðan ég tók við formennsku FA hef ég fengið veður af ummælum um að ekki sé hægt að versla við mín fyrirtæki vegna þess að ég sé þar með að vinna gegn bændum. Þessu er alfarið öfugt farið, ég er mikill talsmaður bænda, þar á ég við að þeir geti rekið sín bú með hagnaði og þurfi ekki að vera í öðrum störfum samhliða. Talandi um félagið þá hefur það talað fyrir því að stuðningur við landbúnaðinn fari í auknum mæli fram með auknum beinum styrkjum á móti minni tollvernd. Styrkirnir ættu að færast úr samkeppnishamlandi, framleiðslutengdum styrkjum og í vaxandi mæli í styrki tengda búsetu, viðhaldi landbúnaðarlands og umhverfisvernd. Þess fyrir utan er ég harður talsmaður þess að hafa landið í byggð, með gróðursæld „ræktum Ísland“ og í eigu Íslendinga. Við þurfum að halda vel utan um bændur og framleiðslu þeirra til að styrkja sjálfbærni landsins. Ég tel félagið eiga mikla samleið með bændum og mörg sameiginleg baráttumál. Bændur fengu því að mínu mati sterkan liðsmann í formennsku í félagsins. Framleiðslufyrirtæki, þar með talið bændur og bú þeirra, þarf að styrkja með gegnsæi og samkeppni frekar en með samkeppnishömlum og múrum. Við sjáum nú glöggt hvaða áhrif tollamúrar hafa á alþjóðaviðskipti og samskipti þjóða. Við Íslendingar erum hluti af evrópsku efnahagslífi og verðum að haga okkur í samræmi við það. Sem hluti af evrópsku samstarfi höfum mikið frjálsræði í ferðalögum og ferðumst mikið miðað við aðrar þjóðir og kynnumst því menningu annarra þjóða m.a. í mat og drykk. Með öllum þeim ferðamönnum sem hingað koma bætist enn meir í menninguna og við reynum að uppfylla þeirra kröfur. Þess vegna erum við sem einstaklingar og fyrirtæki farin að gera miklu meiri kröfur um úrval í matvælum, víni og öðru sem aðrar þjóðir bjóða upp á. Það eru hins vegar hömlur og tollavernd á mörgum vörum sem ekki eru framleiddar í landinu, engum til hagsbóta. Við eigum að virða alþjóðlegar skuldbindingar og leitast við að gera utanríkisviðskipti okkar sem frjálsust. Hvað eða hvern er til dæmis verið að vernda með tollum á franskar kartöflur eða maíssnakk, sem hvorugt er framleitt á Íslandi? Það er hægt að lækka ýmsa tolla, verslun og neytendum til hagsbóta, án þess að draga úr vernd íslensks landbúnaðar. Að þessu sögðu eru verkefni okkar í stjórn FA ærin og við höldum áfram að gagnrýna fákeppni hvar sem hún birtist, fyrirtækjum, bændum og almennum neytendum til hagsbóta. Höfundur er formaður Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Mest lesið Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur á undanförnum árum tekið á mikilvægum málum sem þjóna hagsmunum fyrirtækja og almennings. FA er að gera góða hluti og tekur á málefnum sem önnur samtök treysta sér ekki í vegna hagsmunatengsla meðlimanna. Þar má nefna t.d. samráð skipafélaganna og baráttu fyrir opnun Sundahafnar fyrir fleiri til að auka samkeppni í flutningum, baráttu gegn undirverðlagningu og samkeppnishömlum ríkispóstfyrirtækisins og gagnrýni á að landlæknisembættið komi einu fyrirtæki í ráðandi stöðu á heilsutæknimarkaði. Félagið lagði fram vel útfærðar tillögur um sparnað hjá ríkinu, s.s. með breyttum samningum við flugfélög vegna ferða ríkisstarfsmanna. Félagið gerði skýrslu um fjölgun ríkisstarfsmanna og hefur fjallað um sérréttindi þeirra, sem vinna gegn hagkvæmni í ríkisrekstrinum, og starfskjör, sem gera einkafyrirtækjum æ erfiðara fyrir að keppa við ríkið um starfsfólk. FA hefur farið fremst í flokki gegn gullhúðun Evrópureglna og tekið upp fleiri slík mál sem varða okkur öll. Við fylgjumst grannt með lagafrumvörpum og reglugerðum og komum skoðunum fyrirtækja á framfæri. Nú liggur t.d. fyrir frumvarp um kílómetragjald þar sem dráttarvélar og utanvegatæki virðast ekki vera undanskilin gjaldinu, eitthvað sem við gerum athugasemdir við. Við erum að berjast gegn rangri tollflokkun á vörum og gjöldum, sem eiga ekki við. Það er hlustað á hvað við erum að gera og við komum mörgu í gegn sem er til hagsbóta fyrir fyrirtæki og almenning. En það fylgir því oft sársauki að kreista út kýli. Fyrirtæki verða að eiga val um birgja Ég hef verið í rekstri fyrirtækja frá barnsaldri, þá fyrst í Burstagerðinni sem afi minn heitinn stofnaði 1930. Alla mína tíð hef ég rekið framleiðslufyrirtæki bæði hérlendis og erlendis. Mikilvægi framleiðslu og virði hennar er alla jafna stórkostlega vanmetið, það hversu mörg afleidd störf hún skapar og hversu mikil áhrif hún hefur á sjálfbærni okkar. Aðföng og rekstur framleiðslunnar er það sem býr til kostnaðarverð vara hennar. Til að skila góðu búi þarf að vanda sig í innkaupum og hafa val um birgja til að ná hagstæðum verðum, þetta vita allir sem hafa staðið í einhverjum rekstri. Mín reynsla er sú að ef fákeppni er til staðar og ekki er hægt að velja um birgja leiðir það á endanum til hærri innkaupsverða og verri þjónustu. Það sama á við um hinn endann, söluhlutann. Í minni tíð í rekstri hef ég prófað oftar en einu sinni að treysta á einn söluaðila til að selja meirihluta framleiðslunnar, og til að gera þá sögu stutta, þá leiddi það ávallt til taprekstrar eftir tiltölulega skamman tíma. Við verðum þess vegna að hafa frjálsræði og samkeppni til að geta rekið arðsöm fyrirtæki. Mörg dæmi eru um fákeppni hér á landi sem bitnar bæði á einstaklingum og fyrirtækjum. Að sporna gegn fákeppni og einokun er eitt helsta viðfangsefni okkar hjá FA. Umfjöllun blaðamannsins og ritstjórans Guðrúnar Huldu Pálsdóttur, sem hófst í Bændablaðinu 16. ágúst 2024, um „óeðlilega einokun á koltvísýringsmarkaði“ fékk tilnefningu til blaðamannaverðlaunanna í ár. Umfjöllunin varpaði ljósi á óeðlilega stöðu, sem eitt gasfyrirtæki hafði komist í á markaði fyrir koltvísýring, sem eru mikilvæg aðföng í gróðurhúsum. Garðyrkjubændur fengu heldur betur að kynnast einokuninni og upplifðu hótanir frá þessum eina birgja ef þeir sættu sig ekki við verð og þjónustu En spurningin er: Er ekki einokun alltaf óeðlileg í okkar samfélagi?. FA hefur barist gegn því að fyrirtæki séu sett í slíka stöðu. Fyrirtæki í matvælaiðnaði og veitingageiranum hafa til dæmis iðulega þurft að búa við þá stöðu að hafa raunverulega bara einn birgja, staða sem hefur orðið til annars vegar með undanþágum frá samkeppnislögum og hins vegar óeðlilegri tollvernd sem hindrar samkeppni. FA berst gegn hvoru tveggja. Að hafa bara einn birgja er staða sem fyrirtæki geta ekki sætt sig við, hvorki bændur né aðrir. Aukum beinan stuðning við bændur Síðan ég tók við formennsku FA hef ég fengið veður af ummælum um að ekki sé hægt að versla við mín fyrirtæki vegna þess að ég sé þar með að vinna gegn bændum. Þessu er alfarið öfugt farið, ég er mikill talsmaður bænda, þar á ég við að þeir geti rekið sín bú með hagnaði og þurfi ekki að vera í öðrum störfum samhliða. Talandi um félagið þá hefur það talað fyrir því að stuðningur við landbúnaðinn fari í auknum mæli fram með auknum beinum styrkjum á móti minni tollvernd. Styrkirnir ættu að færast úr samkeppnishamlandi, framleiðslutengdum styrkjum og í vaxandi mæli í styrki tengda búsetu, viðhaldi landbúnaðarlands og umhverfisvernd. Þess fyrir utan er ég harður talsmaður þess að hafa landið í byggð, með gróðursæld „ræktum Ísland“ og í eigu Íslendinga. Við þurfum að halda vel utan um bændur og framleiðslu þeirra til að styrkja sjálfbærni landsins. Ég tel félagið eiga mikla samleið með bændum og mörg sameiginleg baráttumál. Bændur fengu því að mínu mati sterkan liðsmann í formennsku í félagsins. Framleiðslufyrirtæki, þar með talið bændur og bú þeirra, þarf að styrkja með gegnsæi og samkeppni frekar en með samkeppnishömlum og múrum. Við sjáum nú glöggt hvaða áhrif tollamúrar hafa á alþjóðaviðskipti og samskipti þjóða. Við Íslendingar erum hluti af evrópsku efnahagslífi og verðum að haga okkur í samræmi við það. Sem hluti af evrópsku samstarfi höfum mikið frjálsræði í ferðalögum og ferðumst mikið miðað við aðrar þjóðir og kynnumst því menningu annarra þjóða m.a. í mat og drykk. Með öllum þeim ferðamönnum sem hingað koma bætist enn meir í menninguna og við reynum að uppfylla þeirra kröfur. Þess vegna erum við sem einstaklingar og fyrirtæki farin að gera miklu meiri kröfur um úrval í matvælum, víni og öðru sem aðrar þjóðir bjóða upp á. Það eru hins vegar hömlur og tollavernd á mörgum vörum sem ekki eru framleiddar í landinu, engum til hagsbóta. Við eigum að virða alþjóðlegar skuldbindingar og leitast við að gera utanríkisviðskipti okkar sem frjálsust. Hvað eða hvern er til dæmis verið að vernda með tollum á franskar kartöflur eða maíssnakk, sem hvorugt er framleitt á Íslandi? Það er hægt að lækka ýmsa tolla, verslun og neytendum til hagsbóta, án þess að draga úr vernd íslensks landbúnaðar. Að þessu sögðu eru verkefni okkar í stjórn FA ærin og við höldum áfram að gagnrýna fákeppni hvar sem hún birtist, fyrirtækjum, bændum og almennum neytendum til hagsbóta. Höfundur er formaður Félags atvinnurekenda.
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun