Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 18:49 Logi Már Einarsson menningarráðherra segir ekki standa til að lögfesta ensku og pólsku til hliðar við íslenskuna. Vísir/Samsett Snorri Másson þingmaður Miðflokksins gagnrýnir menningarráðherra fyrir meinta linkind í málefnum íslenskrar tungu. Hann segist skynja uppgjafartón í orðræðu hans um málaflokkinn. Menningarráðherra hvatti fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að bjóða upp á ensku í upplýsingamiðlun. Logi Már Einarsson, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra sagði hvorki standa til að lögfesta ensku né pólsku né að fá stofnanir til að hætta notkun hennar þegar Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í stöðu tungumálsins í opinberri stjórnsýslu í óundirbúnum fyrirspurnum. Í fyrirspurn sinni vitnaði hann til orða menningarráðherra í umræðum um bókmenntastefnu á fimmtudaginn sem leið. Þar sagði Logi Már að stjórnvöld yrðu að sýna þeim sem sem tala ekki íslensku sem fyrsta mál skilning og umburðarlyndi og að Íslendingar þyrftu að búa sig undir það að „þannig muni veröldin breytast.“ Höfuðáhersla á að kenna innflytjendum íslensku Snorri sagðist velta því fyrir sér hvað ráðherrann ætti við með því að búa sig undir breytta veröld. „Þýðir það í huga ráðherra að við sættum okkur við að íslenska verði ekki aðalsamskiptamálið á öllum sviðum íslensks þjóðlífs? Hér er til þess að taka að íslenska er opinbert mál í landinu samkvæmt lögum en samt er enska notuð í auknum mæli af hálfu opinberra aðila, hvort sem það eru skólayfirvöld eða aðrir aðilar, jafnvel fjölmiðlar,“ sagði Snorri en hann hefur áður gert notkun íslenskrar stjórnvalda á ensku í stjórnsýslu að umfjöllunarefni sínu. „Segir þá hæstvirtur ráðherra til dæmis að það væri eðlilegt skref að lögfesta stöðu ensku og pólsku sem opinberra mála í landinu?“ spyr Snorri þá. Logi svaraði því á þann veg að auðvitað stæði það ekki til. Höfuðáhersla og öll áhersla verði lögð á það að kenna öllum sem hingað koma og vilja búa íslensku og að auðvitað þurfi ekki að lögfesta önnur mál en íslensku og íslenskt táknmál. Hann segir 70 þúsund manns eiga heima á íslensku sem eiga íslensku ekki að fyrsta máli og að þau hafi leikið stórt hlutverk í að draga upp hagvöxt hér á landi sem allir hafi verið sáttir við. „Þessari stöðu þurfum við auðvitað að mæta með sjálfsagðri kurteisi, opnum huga, sanngirni og víðsýni. Við eigum að hjálpa þessu fólki að læra íslensku en við eigum ekki að gera kröfu um það og getum aldrei gert kröfu um það að þau muni kunna hana frá fyrsta degi,“ segir Logi Már. Hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Snorri tekur vel í það að ekki standi til að lögfesta ensku og pólsku til hliðar við íslensku. Hann bendir þó á að bæði mál séu notuð umtalsvert í upplýsingamiðlun stjórnsýslunnar og spyr í kjölfarið: „Beinir þá hæstvirtur ráðherra í ljósi þeirrar stöðu því ekki við þetta tækifæri hér til stofnana samfélagsins að forðast alla notkun útlensku í lengstu lög ef við ætlum ekki að lögfesta fyrirbærið?“ Því svaraði Logi neitandi. Hann segist einmitt hvetja fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að miðla upplýsingum þannig að sem flestir íbúar landsins geti nýtt sér þjónustu og lýðræðislegan rétt sinn í sveitarstjórnarkosningum. Íslensk tunga Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Logi Már Einarsson, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra sagði hvorki standa til að lögfesta ensku né pólsku né að fá stofnanir til að hætta notkun hennar þegar Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í stöðu tungumálsins í opinberri stjórnsýslu í óundirbúnum fyrirspurnum. Í fyrirspurn sinni vitnaði hann til orða menningarráðherra í umræðum um bókmenntastefnu á fimmtudaginn sem leið. Þar sagði Logi Már að stjórnvöld yrðu að sýna þeim sem sem tala ekki íslensku sem fyrsta mál skilning og umburðarlyndi og að Íslendingar þyrftu að búa sig undir það að „þannig muni veröldin breytast.“ Höfuðáhersla á að kenna innflytjendum íslensku Snorri sagðist velta því fyrir sér hvað ráðherrann ætti við með því að búa sig undir breytta veröld. „Þýðir það í huga ráðherra að við sættum okkur við að íslenska verði ekki aðalsamskiptamálið á öllum sviðum íslensks þjóðlífs? Hér er til þess að taka að íslenska er opinbert mál í landinu samkvæmt lögum en samt er enska notuð í auknum mæli af hálfu opinberra aðila, hvort sem það eru skólayfirvöld eða aðrir aðilar, jafnvel fjölmiðlar,“ sagði Snorri en hann hefur áður gert notkun íslenskrar stjórnvalda á ensku í stjórnsýslu að umfjöllunarefni sínu. „Segir þá hæstvirtur ráðherra til dæmis að það væri eðlilegt skref að lögfesta stöðu ensku og pólsku sem opinberra mála í landinu?“ spyr Snorri þá. Logi svaraði því á þann veg að auðvitað stæði það ekki til. Höfuðáhersla og öll áhersla verði lögð á það að kenna öllum sem hingað koma og vilja búa íslensku og að auðvitað þurfi ekki að lögfesta önnur mál en íslensku og íslenskt táknmál. Hann segir 70 þúsund manns eiga heima á íslensku sem eiga íslensku ekki að fyrsta máli og að þau hafi leikið stórt hlutverk í að draga upp hagvöxt hér á landi sem allir hafi verið sáttir við. „Þessari stöðu þurfum við auðvitað að mæta með sjálfsagðri kurteisi, opnum huga, sanngirni og víðsýni. Við eigum að hjálpa þessu fólki að læra íslensku en við eigum ekki að gera kröfu um það og getum aldrei gert kröfu um það að þau muni kunna hana frá fyrsta degi,“ segir Logi Már. Hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Snorri tekur vel í það að ekki standi til að lögfesta ensku og pólsku til hliðar við íslensku. Hann bendir þó á að bæði mál séu notuð umtalsvert í upplýsingamiðlun stjórnsýslunnar og spyr í kjölfarið: „Beinir þá hæstvirtur ráðherra í ljósi þeirrar stöðu því ekki við þetta tækifæri hér til stofnana samfélagsins að forðast alla notkun útlensku í lengstu lög ef við ætlum ekki að lögfesta fyrirbærið?“ Því svaraði Logi neitandi. Hann segist einmitt hvetja fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að miðla upplýsingum þannig að sem flestir íbúar landsins geti nýtt sér þjónustu og lýðræðislegan rétt sinn í sveitarstjórnarkosningum.
Íslensk tunga Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira