Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. mars 2025 22:14 Í fyrri forsetatíð Donalds Trump setti hann einnig ferðatakmarkanir. AP Stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stefnir á að gefa út víðtækar ferðatakmarkanir fyrir ríkisborgara 43 landa. Löndunum er skipt í þrjú stig en ríkisborgum ellefu landa verður alfarið bannað að ferðast til Bandaríkjanna. Þann 20. janúar gaf Trump út framkvæmdarskipun um að þingmenn ættu að búa til lista yfir lönd sem sæta ættu ferðatakmörkunum. Ónefndir embættismenn í umfjöllun New York Times sögðu starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa gert listann en hann myndi líklega breytast að einhverju leiti þegar fulltrúar Hvíta hússins hefðu farið yfir listann. Þetta er því ekki lokaútgáfa listans. Á rauða listanum svokallaða eru ellefu lönd en ríkisborgurum þeirra er óheimilt að koma til landsins. Á listanum eru Afganistan, Bútan, Kúba, Íran, Líbía, Norður-Kórea, Sómalía, Súdan, Sýrland, Venesúela og Jemen. Þar á eftir er appelsínuguli listinn en á honum eru tíu lönd. Ríkisborgarar Hvíta-Rússlands, Erítrea, Haítí, Laos, Mjanmar, Pakistan, Rússlands, Síerra Leóna, Suður-Súdan og Túrkmenistan hafa takmarkaðan aðgang að Bandaríkjunum og þurfa að fara í sérstakt viðtal til að fá vegabréfsáritun. Áhrifamiklir viðskiptamenn frá appelsínugulu löndunum mættu ferðast til Bandaríkjanna en ríkisborgarar með vegabréfsáritun fyrir ferðalög eða innflytjendur mættu það ekki. Að lokum er það guli listinn, þar sem 22 lönd eru en þau lönd fá sextíu daga til að laga ákveðna vankanta samkvæmt Bandaríkjastjórn. Vankantarnir eru sem dæmi að deila ekki upplýsingum með Bandaríkjunum um ferðalanga á leið til þeirra, ófullnægjandi öryggi við útgáfu vegabréfa og sölu á ríkisborgararétti til landa á rauða listanum. Ef löndin 22 fylgja ekki þessum tilmælum gætu þau verið færð á rauða eða appelsínugula listann. Þessi 22 lönd eru Angóla, Antígva og Barbúda, Benín, Búrkína Fasó, Kambódía, Kamerún, Grænhöfðaeyjar, Tjad, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Lýðveldið Kongó, Dómíníka, Miðbaugs-Gínea, Gambía, Líbería, Malaví, Malí, Máritanía, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsía, Saó Tóme og Prinsípe, Vanúatú og Simbabve. Í fyrri tíð sinni sem forseti Bandaríkjanna setti Trump álíka ferðatakmarkanir, til að mynda fyrir ríkisborgara Írans, Írak, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen. Bandaríkin Afganistan Bútan Kúba Íran Norður-Kórea Sómalía Súdan Sýrland Venesúela Jemen Rússland Eritrea Haítí Laos Mjanmar Pakistan Síerra Leóne Suður-Súdan Túrkmenistan Donald Trump Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Þann 20. janúar gaf Trump út framkvæmdarskipun um að þingmenn ættu að búa til lista yfir lönd sem sæta ættu ferðatakmörkunum. Ónefndir embættismenn í umfjöllun New York Times sögðu starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa gert listann en hann myndi líklega breytast að einhverju leiti þegar fulltrúar Hvíta hússins hefðu farið yfir listann. Þetta er því ekki lokaútgáfa listans. Á rauða listanum svokallaða eru ellefu lönd en ríkisborgurum þeirra er óheimilt að koma til landsins. Á listanum eru Afganistan, Bútan, Kúba, Íran, Líbía, Norður-Kórea, Sómalía, Súdan, Sýrland, Venesúela og Jemen. Þar á eftir er appelsínuguli listinn en á honum eru tíu lönd. Ríkisborgarar Hvíta-Rússlands, Erítrea, Haítí, Laos, Mjanmar, Pakistan, Rússlands, Síerra Leóna, Suður-Súdan og Túrkmenistan hafa takmarkaðan aðgang að Bandaríkjunum og þurfa að fara í sérstakt viðtal til að fá vegabréfsáritun. Áhrifamiklir viðskiptamenn frá appelsínugulu löndunum mættu ferðast til Bandaríkjanna en ríkisborgarar með vegabréfsáritun fyrir ferðalög eða innflytjendur mættu það ekki. Að lokum er það guli listinn, þar sem 22 lönd eru en þau lönd fá sextíu daga til að laga ákveðna vankanta samkvæmt Bandaríkjastjórn. Vankantarnir eru sem dæmi að deila ekki upplýsingum með Bandaríkjunum um ferðalanga á leið til þeirra, ófullnægjandi öryggi við útgáfu vegabréfa og sölu á ríkisborgararétti til landa á rauða listanum. Ef löndin 22 fylgja ekki þessum tilmælum gætu þau verið færð á rauða eða appelsínugula listann. Þessi 22 lönd eru Angóla, Antígva og Barbúda, Benín, Búrkína Fasó, Kambódía, Kamerún, Grænhöfðaeyjar, Tjad, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Lýðveldið Kongó, Dómíníka, Miðbaugs-Gínea, Gambía, Líbería, Malaví, Malí, Máritanía, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsía, Saó Tóme og Prinsípe, Vanúatú og Simbabve. Í fyrri tíð sinni sem forseti Bandaríkjanna setti Trump álíka ferðatakmarkanir, til að mynda fyrir ríkisborgara Írans, Írak, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen.
Bandaríkin Afganistan Bútan Kúba Íran Norður-Kórea Sómalía Súdan Sýrland Venesúela Jemen Rússland Eritrea Haítí Laos Mjanmar Pakistan Síerra Leóne Suður-Súdan Túrkmenistan Donald Trump Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira