Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar 17. mars 2025 06:01 Þann 16. júlí 2009 samþykkti Alþingi, að Ísland skyldi sækja um aðild að ESB. Formlegir samningar drógust þó, ekki veit ég af hverju, og hófust ekki fyrr en ári seinna, í júlí 2010. Eftir tvö og hálft ár, um áramótin 2012/2013, var svo hlé gert á viðræðunum. Þá um vorið, í apríl 2013, fóru fram Alþingiskosningar, þar sem flokkar andstæðir ESB-umsókn/aðild, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurin, fengu meirihluta. Á fundi þess nýja forsætisráðherra, sem þá tók við, Sigmundar Davíðs, með ráðamönnum ESB í júlí 2013, mun hann hafa upplýst, að framhaldsviðræður væu ekki á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar, en ljóst virðist, að hann talaði þar svo loðið og óskýrt, að ESB skildi tal hans á þann veg, að um framhaldshlé viðræðna væri að ræða, ekki samningslok. Svo liðu nær tvö ár, án þess að ný ríkisstjórn tæki af skarið um stöðu aðildarumsóknar Íslands, en í marz 2015 skrifaði hinn líka nýi utanríkisráðherra, Gunnar Bragi, forráðamönnum stækkunardeildar ESB bréf, þar sem hann tilkynnti, að ESB skyldi ekki lengur líta á Ísland sem umsóknarríki. Aftur var hér svo ógreinilega og ófaglega skrifað og að málum staðið, að ESB lítur enn svo á, eftir öll þessi ár, að aðildarumsóknin frá 2009, sé lögleg og gild. Þetta kom fram, þegar sá utanríkisráðherra, sem nú er við völd, tók við þeim 21. desember sl., Þorgerður Katrín, heimsótti Brussel og ræddi þar við ráðamenn í janúar sl. Fyrir undirrituðum kemur eitt orð helzt upp í hugann, þegar þetta ferli allt er skoðað. Langavitleysa. Er ég þess fullviss, en sú fullvissa byggist líka á viðræðum undirritaðs við framámenn í stækkunardeildinni, sem sendiherra ESB hér ráðstafaði fyrir mig, að ESB hefur lítinn áhuga á nýrri samningalotu af svipuðu tagi. Vill enga nýja langavitleysu, enda með fullar hendur verkefna, ekki færri en 9-10 ríkja, sem sækjast eftir aðild með ráði og dáð. Ný ríkisstjórn komst, þrátt fyrir þessa stöðu, að þeirri lítt skiljanlegu og greinilega lítt grunduðu niðurstöðu, þegar flokkarnir sömdu um málefni og stefnuskrá, að kjósa skyldi um framhaldssamninga við ESB „ekki síðar en 2027“. Tala ráðamenn mest um 2027. Sá tímarammi, sem þá blasir við, er þessi: Ef þessi ríkistjórn situr allt kjörtímabilið, eins og við vonum, situr hún væntanlega fram eftir/út árið 2028. Nýjar þingkosningar þá í september/október 2028. Reikna má með, að samningaumleitanir við ESB og lyktir þeirra taki 2-3 ár. Ef kosið verður um það fyrst 2027, hvort menn vilji framhaldsviðræður, eða ekki, og, þó að þjóðin segði „Já“, þá væri ekki hægt að hefja samninga fyrr en seint á árinu 2027, eða í byrjun árs 2028. Ljóst væri þá, að útilokað væri, að ljúka samningunum á kjörtímabili þessarar ríkisstjórnar, og engin veit nú, hvaða stjórn tekur við eftir það. Með þessum hætti, væri verið að fara í mál, sem enginn vissi, hvernig endaði, eða sæi fyrir endann á. Nýja langavitleysi. Það er undirrituðum til stórs efs, að forustusveit ESB, hefði nokkurn áhuga á, að hefja framhaldssamninga við Íslendinga á grundvelli þessarar óvissu. Ætli þeir myndu þá ekki segja: Við skulum þá bíða eftir nýrri ríkistjórn. Eini uppbyggilegi og raunhæfi tímaramminn fyrir framhald og lyktir ESB mála væri þessi: Gengið væri í þjóðaratkvæði um framahaldsviðræður nú í haust, í september eða október, og, ef þjóðin staðfestir vilja sinn til framahaldssamninga, sem ég tel reyndar fullvíst, mætti hefja þá í lok ársins, eða byrjun 2025, og ljúka þeim 2027. Þá, um það sumar, 2027, lægju endanleg samningsdrög þá fyrir, landsmenn sæju svart á hvítu, hverjir skilmálar og kjör stæðu til boða við fulla mögulega inngöngu, og að lokinni nauðsynlegri þjóðfélagsumræði um kjör og skilmála, í byrjun 2028, gæti svo þjóðaratkvæði farið fram um fulla ESB-aðild, eða ekki. Aðeins með þessum hætti væri hægt að fullklára þetta verkefni, ljúka þessu ferli með fullnægjandi hætti, innan væntanlegs valdatíma þessarar ríkistjórnar. Ýmsir málsmetandi menn benda á, að breyta þurfi stjórnarká, ef til aðildar eigi að koma. Eins og lagastaðan sé nú, stæðist möguleg aðild ekki. Sé það rétt, er nóg að taka á nauðsynlegri stjórnarskrábreytingu til hliðar við þjóðaratkvæði um aðild, þegar heildar samningsdrög lægju fyrir. Önnur spurningin í því þjóðaratkvæði gæti þá verið, hvort þjóðin samþykki þá aðildarskilmála, sem þá liggja fyrir, og hin, hvort þjóðin samþykki nauðsynlega tengda stjórnarskrábreytingu. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. júlí 2009 samþykkti Alþingi, að Ísland skyldi sækja um aðild að ESB. Formlegir samningar drógust þó, ekki veit ég af hverju, og hófust ekki fyrr en ári seinna, í júlí 2010. Eftir tvö og hálft ár, um áramótin 2012/2013, var svo hlé gert á viðræðunum. Þá um vorið, í apríl 2013, fóru fram Alþingiskosningar, þar sem flokkar andstæðir ESB-umsókn/aðild, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurin, fengu meirihluta. Á fundi þess nýja forsætisráðherra, sem þá tók við, Sigmundar Davíðs, með ráðamönnum ESB í júlí 2013, mun hann hafa upplýst, að framhaldsviðræður væu ekki á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar, en ljóst virðist, að hann talaði þar svo loðið og óskýrt, að ESB skildi tal hans á þann veg, að um framhaldshlé viðræðna væri að ræða, ekki samningslok. Svo liðu nær tvö ár, án þess að ný ríkisstjórn tæki af skarið um stöðu aðildarumsóknar Íslands, en í marz 2015 skrifaði hinn líka nýi utanríkisráðherra, Gunnar Bragi, forráðamönnum stækkunardeildar ESB bréf, þar sem hann tilkynnti, að ESB skyldi ekki lengur líta á Ísland sem umsóknarríki. Aftur var hér svo ógreinilega og ófaglega skrifað og að málum staðið, að ESB lítur enn svo á, eftir öll þessi ár, að aðildarumsóknin frá 2009, sé lögleg og gild. Þetta kom fram, þegar sá utanríkisráðherra, sem nú er við völd, tók við þeim 21. desember sl., Þorgerður Katrín, heimsótti Brussel og ræddi þar við ráðamenn í janúar sl. Fyrir undirrituðum kemur eitt orð helzt upp í hugann, þegar þetta ferli allt er skoðað. Langavitleysa. Er ég þess fullviss, en sú fullvissa byggist líka á viðræðum undirritaðs við framámenn í stækkunardeildinni, sem sendiherra ESB hér ráðstafaði fyrir mig, að ESB hefur lítinn áhuga á nýrri samningalotu af svipuðu tagi. Vill enga nýja langavitleysu, enda með fullar hendur verkefna, ekki færri en 9-10 ríkja, sem sækjast eftir aðild með ráði og dáð. Ný ríkisstjórn komst, þrátt fyrir þessa stöðu, að þeirri lítt skiljanlegu og greinilega lítt grunduðu niðurstöðu, þegar flokkarnir sömdu um málefni og stefnuskrá, að kjósa skyldi um framhaldssamninga við ESB „ekki síðar en 2027“. Tala ráðamenn mest um 2027. Sá tímarammi, sem þá blasir við, er þessi: Ef þessi ríkistjórn situr allt kjörtímabilið, eins og við vonum, situr hún væntanlega fram eftir/út árið 2028. Nýjar þingkosningar þá í september/október 2028. Reikna má með, að samningaumleitanir við ESB og lyktir þeirra taki 2-3 ár. Ef kosið verður um það fyrst 2027, hvort menn vilji framhaldsviðræður, eða ekki, og, þó að þjóðin segði „Já“, þá væri ekki hægt að hefja samninga fyrr en seint á árinu 2027, eða í byrjun árs 2028. Ljóst væri þá, að útilokað væri, að ljúka samningunum á kjörtímabili þessarar ríkisstjórnar, og engin veit nú, hvaða stjórn tekur við eftir það. Með þessum hætti, væri verið að fara í mál, sem enginn vissi, hvernig endaði, eða sæi fyrir endann á. Nýja langavitleysi. Það er undirrituðum til stórs efs, að forustusveit ESB, hefði nokkurn áhuga á, að hefja framhaldssamninga við Íslendinga á grundvelli þessarar óvissu. Ætli þeir myndu þá ekki segja: Við skulum þá bíða eftir nýrri ríkistjórn. Eini uppbyggilegi og raunhæfi tímaramminn fyrir framhald og lyktir ESB mála væri þessi: Gengið væri í þjóðaratkvæði um framahaldsviðræður nú í haust, í september eða október, og, ef þjóðin staðfestir vilja sinn til framahaldssamninga, sem ég tel reyndar fullvíst, mætti hefja þá í lok ársins, eða byrjun 2025, og ljúka þeim 2027. Þá, um það sumar, 2027, lægju endanleg samningsdrög þá fyrir, landsmenn sæju svart á hvítu, hverjir skilmálar og kjör stæðu til boða við fulla mögulega inngöngu, og að lokinni nauðsynlegri þjóðfélagsumræði um kjör og skilmála, í byrjun 2028, gæti svo þjóðaratkvæði farið fram um fulla ESB-aðild, eða ekki. Aðeins með þessum hætti væri hægt að fullklára þetta verkefni, ljúka þessu ferli með fullnægjandi hætti, innan væntanlegs valdatíma þessarar ríkistjórnar. Ýmsir málsmetandi menn benda á, að breyta þurfi stjórnarká, ef til aðildar eigi að koma. Eins og lagastaðan sé nú, stæðist möguleg aðild ekki. Sé það rétt, er nóg að taka á nauðsynlegri stjórnarskrábreytingu til hliðar við þjóðaratkvæði um aðild, þegar heildar samningsdrög lægju fyrir. Önnur spurningin í því þjóðaratkvæði gæti þá verið, hvort þjóðin samþykki þá aðildarskilmála, sem þá liggja fyrir, og hin, hvort þjóðin samþykki nauðsynlega tengda stjórnarskrábreytingu. Höfundur er samfélagsrýnir
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun