Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. mars 2025 23:48 Hvorugur forsetanna sækir fundinn en von er á að vopnahléstillaga verði rædd. AP Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna eru báðir staddir í Jeddah-borg þar sem fundurinn fer fram þó Selenskí forseti taki ekki beinan þátt í viðræðunum frekar en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Hann fór til Jeddah-borgar á fund Múhameðs bin Salman, krúnuprins Sádí-Arabíu. Í stað Selenskís eru þó utanríkis- og varnarmálaráðherrar ríkisstjórnar hans. Hann birti færslu á samfélagsmiðla í dag þar sem sagði raunsæjar tillögur liggja fyrir. Þessi fundur er sá fyrsti fulltrúa þjóðanna tveggja síðan Selenskí, Trump og Vance varaforseti munnhjuggust í Hvíta húsinu undir lok síðasta mánuðar. Selenskí var vísað á dyr án þess að næðist að undirrita samning sem kvað á um aðgengi Bandaríkjanna að jarðefnaauðlindum Úkraínu sem til stóð á fundinum. Í kjölfar fundarins stöðvaði Donald Trump alla hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu og lokaði á aðgengi úkraínskra stjórnvalda að njósnaupplýsingum. Vólódímír Selenskí hefur sagst vera tilbúinn til að undirrita samninginn og segist vongóður um að fundurinn beri árangur hver svo sem sá árangur kann að vera. Breski miðillinn Guardian greinir frá því að gert sé ráð fyrir því að úkraínska sendinefndin hyggist leggja til vopnahléstillögu sem feli í sér bann á flygilda- og eldflaugaárásum auk banns á öllum hernaðaraðgerðum í og yfir Svartahafi. Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Sádi-Arabía Tengdar fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Sérsveitir rússneska hersins eru sagðar hafa gengið langa leið inni í gaslögn til að ráðast úr launsátri á úkraínskar hersveitir í Kúrsk-héraði. Úkraínumenn segjast hafa uppgötvað árás hermannanna í tæka tíð. 9. mars 2025 15:41 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna eru báðir staddir í Jeddah-borg þar sem fundurinn fer fram þó Selenskí forseti taki ekki beinan þátt í viðræðunum frekar en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Hann fór til Jeddah-borgar á fund Múhameðs bin Salman, krúnuprins Sádí-Arabíu. Í stað Selenskís eru þó utanríkis- og varnarmálaráðherrar ríkisstjórnar hans. Hann birti færslu á samfélagsmiðla í dag þar sem sagði raunsæjar tillögur liggja fyrir. Þessi fundur er sá fyrsti fulltrúa þjóðanna tveggja síðan Selenskí, Trump og Vance varaforseti munnhjuggust í Hvíta húsinu undir lok síðasta mánuðar. Selenskí var vísað á dyr án þess að næðist að undirrita samning sem kvað á um aðgengi Bandaríkjanna að jarðefnaauðlindum Úkraínu sem til stóð á fundinum. Í kjölfar fundarins stöðvaði Donald Trump alla hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu og lokaði á aðgengi úkraínskra stjórnvalda að njósnaupplýsingum. Vólódímír Selenskí hefur sagst vera tilbúinn til að undirrita samninginn og segist vongóður um að fundurinn beri árangur hver svo sem sá árangur kann að vera. Breski miðillinn Guardian greinir frá því að gert sé ráð fyrir því að úkraínska sendinefndin hyggist leggja til vopnahléstillögu sem feli í sér bann á flygilda- og eldflaugaárásum auk banns á öllum hernaðaraðgerðum í og yfir Svartahafi.
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Sádi-Arabía Tengdar fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Sérsveitir rússneska hersins eru sagðar hafa gengið langa leið inni í gaslögn til að ráðast úr launsátri á úkraínskar hersveitir í Kúrsk-héraði. Úkraínumenn segjast hafa uppgötvað árás hermannanna í tæka tíð. 9. mars 2025 15:41 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Sérsveitir rússneska hersins eru sagðar hafa gengið langa leið inni í gaslögn til að ráðast úr launsátri á úkraínskar hersveitir í Kúrsk-héraði. Úkraínumenn segjast hafa uppgötvað árás hermannanna í tæka tíð. 9. mars 2025 15:41
Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37
Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17