Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2025 09:08 Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, við kappræður flokkanna í aðdraganda þingkosninga sem fara fram á morgun. Vísir/EPA Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sagt að hann vilji að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum. Síðast gerði hann það í stefnuræðu sinni í bandaríska þinginu í síðustu viku þegar hann sagði að Bandaríkin kæmust yfir Grænland með „einum eða öðrum hætti“. Framferði forsetans fellur illa í kramið hjá Múte B. Egede, formanni grænlensku landsstjórnarinnar. Hann segir bandaríska forsetann óútreiknanlegan á hátt sem valdi fólki óöryggi. Heimsskipan síðustu áttatíu ára virðist á hverfanda hveli. „Við verðskuldum að komið sé fram við okkur af virðingu og ég tel ekki að að bandaríski forsetinn hafi gert það frá því að hann tók við embætti,“ segir Egede í viðtali við danska ríkisútvarpið sem lýsir ummælum grænlenska leiðtogans sem þeim mest afgerandi um Bandaríkjaforseta til þessa. Lítilsvirðingin í garð Grænlendinga hafi jafnvel þveröfug áhrif á vilja þeirra til vinna með Bandaríkjunum. „Ég held að þeir hlutir sem Bandaríkjaforseti hefur gert nýlega láti okkur ekki vilja vera eins náin og við gætum hafa viljað áður,“ segir Egede. Skoðanakannanir hafa sýnt að allt að 85 prósent Grænlendinga vilji ekki tilheyra Bandaríkjunum. Flokkarnir þurfi að standa saman í öldurótinu Sex flokkar eru í framboði í kosningunum á morgun. Allir nema borgaralegi flokkurinn Atassut, sem vill efla tengslin við Danmörku, eru fylgjandi sjálfstæði Grænlands. Aðeins einn þeirra talar nú fyrir nánara samstarfi við Bandaríkin, Naleraq. Sá flokkur var til skamms tíma í stjórn með Inuit Ataqatigiit, flokki Egede. Egede segist ekki útiloka samstarf við neinn flokk eftir kosningarnar á morgun. Hann segist vilja sjá breiða og sterka samsteypustjórn sem geti lagt drög að því hvernig Grænlendingar geti öðlast sjálfstæði. Óljóst er hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði gæti farið fram. „Ég segi vanalega að við verðum að vinna að því á hverjum degi að komast nær því. Ég vil ekki nefna ár en með allt það sem er í gangi tel ég að flokkunum beri skylda til að standa saman og gera öfluga áætlun um sameiginlega sýn þeirra [um sjálfstæði],“ segir formaðurinn. Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar í Grænlandi framundan Kosningar verða haldnar í Grænlandi þann 11. mars. Núverandi formaður landstjórnar sækist eftir endurkjöri. 4. febrúar 2025 19:00 Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sagt að hann vilji að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum. Síðast gerði hann það í stefnuræðu sinni í bandaríska þinginu í síðustu viku þegar hann sagði að Bandaríkin kæmust yfir Grænland með „einum eða öðrum hætti“. Framferði forsetans fellur illa í kramið hjá Múte B. Egede, formanni grænlensku landsstjórnarinnar. Hann segir bandaríska forsetann óútreiknanlegan á hátt sem valdi fólki óöryggi. Heimsskipan síðustu áttatíu ára virðist á hverfanda hveli. „Við verðskuldum að komið sé fram við okkur af virðingu og ég tel ekki að að bandaríski forsetinn hafi gert það frá því að hann tók við embætti,“ segir Egede í viðtali við danska ríkisútvarpið sem lýsir ummælum grænlenska leiðtogans sem þeim mest afgerandi um Bandaríkjaforseta til þessa. Lítilsvirðingin í garð Grænlendinga hafi jafnvel þveröfug áhrif á vilja þeirra til vinna með Bandaríkjunum. „Ég held að þeir hlutir sem Bandaríkjaforseti hefur gert nýlega láti okkur ekki vilja vera eins náin og við gætum hafa viljað áður,“ segir Egede. Skoðanakannanir hafa sýnt að allt að 85 prósent Grænlendinga vilji ekki tilheyra Bandaríkjunum. Flokkarnir þurfi að standa saman í öldurótinu Sex flokkar eru í framboði í kosningunum á morgun. Allir nema borgaralegi flokkurinn Atassut, sem vill efla tengslin við Danmörku, eru fylgjandi sjálfstæði Grænlands. Aðeins einn þeirra talar nú fyrir nánara samstarfi við Bandaríkin, Naleraq. Sá flokkur var til skamms tíma í stjórn með Inuit Ataqatigiit, flokki Egede. Egede segist ekki útiloka samstarf við neinn flokk eftir kosningarnar á morgun. Hann segist vilja sjá breiða og sterka samsteypustjórn sem geti lagt drög að því hvernig Grænlendingar geti öðlast sjálfstæði. Óljóst er hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði gæti farið fram. „Ég segi vanalega að við verðum að vinna að því á hverjum degi að komast nær því. Ég vil ekki nefna ár en með allt það sem er í gangi tel ég að flokkunum beri skylda til að standa saman og gera öfluga áætlun um sameiginlega sýn þeirra [um sjálfstæði],“ segir formaðurinn.
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar í Grænlandi framundan Kosningar verða haldnar í Grænlandi þann 11. mars. Núverandi formaður landstjórnar sækist eftir endurkjöri. 4. febrúar 2025 19:00 Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Kosningar í Grænlandi framundan Kosningar verða haldnar í Grænlandi þann 11. mars. Núverandi formaður landstjórnar sækist eftir endurkjöri. 4. febrúar 2025 19:00
Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35