Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar 7. mars 2025 12:46 Þú sem ert með ADHD. Þú sem ert mögulega með ADHD. Þú sem átt börn, maka eða ert í fjölskyldu með ADHD. Þú sem ert fagmaður eða kemur að umræðu um ADHD. Nú og kannski ekki síst þú, sem veist lítið eða ekkert um ADHD! Tilveran er nógu flókin fyrir flesta. Hraðinn, samfélagið, kröfurnar, samanburðurinn og allt það sem stöðugt er í umræðunni. Áður var lífið sennilega ekki auðveldara en líklega voru færri hlutir í hversdeginum, með mikið vægi. Allt til að komast af. Allskonar þróun og framfarir hafa átt sér stað síðustu áratugi og margt er breytt frá því sem var. Það er jafnvel oft erfitt að átta sig á breyttum veruleika, skilja og aðlagast. Samhliða breytingum læðist því gjarnan að okkur óttin við þær. ADHD er eitt af því sem er hluti af nútímanum en var ekki þekkt í gamla daga. Líkt og tækni nútímans sem við teljum raunverulega, líkt og annar heilsufarsvandi sem við teljum raunverulegan, er ADHD raunverulegt. Það er því í alvöru til fólk sem tekst á við tilveruna með ADHD. ADHD er stundum líkt við það að vera með magnara í heilanum þar sem skynjun, upplifanir, hugsanir, hegðunarviðbrögð, og tilfinningar eru oft á hærri skala en hjá öðrum. Það virðast líka vísbendingar um að allir þessir þættir séu í hærri skerpu sem getur komið fram í ofurfókus, ofurhugsunum, ofurviðbrögðum. Oft ofurhæfileikum. Við getum því kannski líkt ADHD taugakerfi við sportbíla sem eru snöggir upp í 100, með mikla snerpu, kraft og virkni. ADHD getur því verið mikill styrkleiki hjá fólki. Við hin getum dáðst að þessari hugrænu skerpu, virkni og litríku eiginleikum. Því flest erum við nefnilega ekki sportbílar. Það er þó meira krefjandi að fara hratt og búa yfir sprengikrafti. Það tekur meiri orku og allar aðstæður henta ekki. Það þarfnast líka mikillar þjálfunar að geta keyrt á ofurhraða og hættan við að fara út af er meiri en hjá þeim sem fer hægt. Þannig aukast líkur á meiðslum, slysum og ýmiskonar öðrum vanda sem getur fylgt. Að vera öðruvísi getur verið álag. Þegar vélin er öflug en nær ekki að njóta sín eða sýna styrkleika sína er hætta á að hún falli í skuggann og koðni niður. Afleiðingar þess að vera með ADHD taugakerfi geta verið margskonar og alvarlegar. Tíðni tilfinningavanda, sjálfsmyndarvanda, félagslegra áskorana, svefnvanda, líkamlegra veikinda, áfalla og álags í fjölskyldum hjá þessum sportbílum er há. Umræðan hérlendis um ADHD hefur verið nokkur síðustu ár. Mikið um lyf. Oft neikvæð. Við sem erum fagfólk og störfum með þessum litríku, en oft brotnu einstaklingum, erum stundum svekkt vegna neikvæðrar einhliða umræðu. Fordómanna sem þessi hópur og margir aðrir hópar með ósýnileg einkenni, verða fyrir. Við viljum blanda okkur í umræðuna og tala fyrir því að öll sjónarmið heyrist með áherslu á að vinna að lausnum. Það er sárt að horfa upp á aðgerðaleysi af ýmsum toga á sama tíma og við vitum hvað hægt er að gera. Í uppskriftabókum heilbrigðisstétta er skýrt hvaða innihaldsefni og aðferðir geta gagnast fólki með ADHD, hvaða aðstæður eru bestar, hvernig er best að læra á tilveruna með þessa krafta. Ein þessara bóka var endurútgefin og uppfærð af Embætti landlæknis árið 2023, og heitir Leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð ADHD. Önnur kom út fyrir nokkrum vikum á vegum Heilbrigðisráðuneytisins og heitir Grænbók um stöðu ADHD mála á Íslandi. Innihaldsefnin sem gagnast fólki með ADHD eru margskonar og best ef þau blandast ágætlega saman. Aðferðirnar sem við beitum til að kenna, læra á og nota innihaldsefnin eru svo lykilatriði. Þetta er vel þekkt þegar við fylgjum uppskriftum almennt. Hérlendis stöndum við okkur ekki nógu vel í að fylgja þessum leiðbeiningum. Umræðan hefur mest verið um eitt innihaldsefni. Það er mikilvægt og skiptir oft miklu máli, lyfin. Önnur eru oft flóknari og fela það í sér að samfélagið aðlagist og taki tillit, að fólk með ADHD og aðstandendur þeirra, læri nýjar aðferðir til að takast á við þær áskoranir sem einkennunum fylgja. Þetta finnst flestum krefjandi. Aðgengi að viðtalsmeðferð sálfræðinga með sérþekkingu á ADHD og fylgiröskunum þess, er takmarkað vegna skorts á niðurgreiðslu þjónustunnar. Sú þjónusta er þó líklega með mun lægri verðmiða í stóra samhenginu, miðað við það að gera ekkert. Tilgangur þessara skrifa er að hvetja til uppbyggilegrar umræðu og að stjórnvöld, fagfólk og fólkið í samfélaginu okkar vinni saman að því að virkja leiðir til lausna. Mikilvægt er fyrir alla að geta fundið eigin styrkleika til sjálfshjálpar þegar þess þarf. Flestir vilja bjarga sér, fóta sig í lífinu, læra á áskoranirnar og viðhafa gagnleg bjargráð. Viðeigandi stuðningur og meðferð er lykilatriði í því samhengi. Hvort sem við erum með ADHD eða ekki. Öll með ADHD, greint, ógreint, börn, fullorðnir, fjölskyldur, fagfólk eða bara áhugasamir, -hjálpumst að við áskoranirnar svo styrkleikar þeirra sem eru með ADHD fái að njóta sín. Við munum svo í framhaldi uppskera skemmtilegri tilveru með þessum litríku sportbílum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, framkvæmdastjóri Heilsu-og sálfræðiþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þú sem ert með ADHD. Þú sem ert mögulega með ADHD. Þú sem átt börn, maka eða ert í fjölskyldu með ADHD. Þú sem ert fagmaður eða kemur að umræðu um ADHD. Nú og kannski ekki síst þú, sem veist lítið eða ekkert um ADHD! Tilveran er nógu flókin fyrir flesta. Hraðinn, samfélagið, kröfurnar, samanburðurinn og allt það sem stöðugt er í umræðunni. Áður var lífið sennilega ekki auðveldara en líklega voru færri hlutir í hversdeginum, með mikið vægi. Allt til að komast af. Allskonar þróun og framfarir hafa átt sér stað síðustu áratugi og margt er breytt frá því sem var. Það er jafnvel oft erfitt að átta sig á breyttum veruleika, skilja og aðlagast. Samhliða breytingum læðist því gjarnan að okkur óttin við þær. ADHD er eitt af því sem er hluti af nútímanum en var ekki þekkt í gamla daga. Líkt og tækni nútímans sem við teljum raunverulega, líkt og annar heilsufarsvandi sem við teljum raunverulegan, er ADHD raunverulegt. Það er því í alvöru til fólk sem tekst á við tilveruna með ADHD. ADHD er stundum líkt við það að vera með magnara í heilanum þar sem skynjun, upplifanir, hugsanir, hegðunarviðbrögð, og tilfinningar eru oft á hærri skala en hjá öðrum. Það virðast líka vísbendingar um að allir þessir þættir séu í hærri skerpu sem getur komið fram í ofurfókus, ofurhugsunum, ofurviðbrögðum. Oft ofurhæfileikum. Við getum því kannski líkt ADHD taugakerfi við sportbíla sem eru snöggir upp í 100, með mikla snerpu, kraft og virkni. ADHD getur því verið mikill styrkleiki hjá fólki. Við hin getum dáðst að þessari hugrænu skerpu, virkni og litríku eiginleikum. Því flest erum við nefnilega ekki sportbílar. Það er þó meira krefjandi að fara hratt og búa yfir sprengikrafti. Það tekur meiri orku og allar aðstæður henta ekki. Það þarfnast líka mikillar þjálfunar að geta keyrt á ofurhraða og hættan við að fara út af er meiri en hjá þeim sem fer hægt. Þannig aukast líkur á meiðslum, slysum og ýmiskonar öðrum vanda sem getur fylgt. Að vera öðruvísi getur verið álag. Þegar vélin er öflug en nær ekki að njóta sín eða sýna styrkleika sína er hætta á að hún falli í skuggann og koðni niður. Afleiðingar þess að vera með ADHD taugakerfi geta verið margskonar og alvarlegar. Tíðni tilfinningavanda, sjálfsmyndarvanda, félagslegra áskorana, svefnvanda, líkamlegra veikinda, áfalla og álags í fjölskyldum hjá þessum sportbílum er há. Umræðan hérlendis um ADHD hefur verið nokkur síðustu ár. Mikið um lyf. Oft neikvæð. Við sem erum fagfólk og störfum með þessum litríku, en oft brotnu einstaklingum, erum stundum svekkt vegna neikvæðrar einhliða umræðu. Fordómanna sem þessi hópur og margir aðrir hópar með ósýnileg einkenni, verða fyrir. Við viljum blanda okkur í umræðuna og tala fyrir því að öll sjónarmið heyrist með áherslu á að vinna að lausnum. Það er sárt að horfa upp á aðgerðaleysi af ýmsum toga á sama tíma og við vitum hvað hægt er að gera. Í uppskriftabókum heilbrigðisstétta er skýrt hvaða innihaldsefni og aðferðir geta gagnast fólki með ADHD, hvaða aðstæður eru bestar, hvernig er best að læra á tilveruna með þessa krafta. Ein þessara bóka var endurútgefin og uppfærð af Embætti landlæknis árið 2023, og heitir Leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð ADHD. Önnur kom út fyrir nokkrum vikum á vegum Heilbrigðisráðuneytisins og heitir Grænbók um stöðu ADHD mála á Íslandi. Innihaldsefnin sem gagnast fólki með ADHD eru margskonar og best ef þau blandast ágætlega saman. Aðferðirnar sem við beitum til að kenna, læra á og nota innihaldsefnin eru svo lykilatriði. Þetta er vel þekkt þegar við fylgjum uppskriftum almennt. Hérlendis stöndum við okkur ekki nógu vel í að fylgja þessum leiðbeiningum. Umræðan hefur mest verið um eitt innihaldsefni. Það er mikilvægt og skiptir oft miklu máli, lyfin. Önnur eru oft flóknari og fela það í sér að samfélagið aðlagist og taki tillit, að fólk með ADHD og aðstandendur þeirra, læri nýjar aðferðir til að takast á við þær áskoranir sem einkennunum fylgja. Þetta finnst flestum krefjandi. Aðgengi að viðtalsmeðferð sálfræðinga með sérþekkingu á ADHD og fylgiröskunum þess, er takmarkað vegna skorts á niðurgreiðslu þjónustunnar. Sú þjónusta er þó líklega með mun lægri verðmiða í stóra samhenginu, miðað við það að gera ekkert. Tilgangur þessara skrifa er að hvetja til uppbyggilegrar umræðu og að stjórnvöld, fagfólk og fólkið í samfélaginu okkar vinni saman að því að virkja leiðir til lausna. Mikilvægt er fyrir alla að geta fundið eigin styrkleika til sjálfshjálpar þegar þess þarf. Flestir vilja bjarga sér, fóta sig í lífinu, læra á áskoranirnar og viðhafa gagnleg bjargráð. Viðeigandi stuðningur og meðferð er lykilatriði í því samhengi. Hvort sem við erum með ADHD eða ekki. Öll með ADHD, greint, ógreint, börn, fullorðnir, fjölskyldur, fagfólk eða bara áhugasamir, -hjálpumst að við áskoranirnar svo styrkleikar þeirra sem eru með ADHD fái að njóta sín. Við munum svo í framhaldi uppskera skemmtilegri tilveru með þessum litríku sportbílum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, framkvæmdastjóri Heilsu-og sálfræðiþjónustunnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar