Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar 4. mars 2025 13:02 Mikill áhugi en óvissa meðal norrænna sérfræðinga Um 63% félagsmanna Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) nota gervigreindina í störfum sínum og þá helst til að fá nýjar hugmyndir, við efnis- og textagerð og í skapandi vinnuferli. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar sem gerð var á meðal norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga og varpar ljósi á notkun, þróun og áskoranir sem gervigreindinni fylgja. Hlutfall þátttakenda í könnuninni var hæst meðal félagsmanna VFÍ sem endurspeglar mikinn áhuga á málefninu hér á landi. Niðurstöðurnar sýna að gervigreind er orðin hluti af vinnuumhverfi margra verkfræðinga og tæknifræðinga, en nokkur óvissa ríkir um áhrif og framtíðarmöguleika sem henni tengjast. Helstu niðurstöður norrænu könnunarinnar: 59% nota gervigreind í starfi. Helstu notkunarsviðin eru aðstoð við að fá nýjar hugmyndir, efnis- og textagerð og skapandi vinnuferli. 35% telja að gervigreind hafi aukið afkastagetu þeirra, en 45% eru óviss um hver áhrifin séu. Aðeins 6% telja að gervigreind hafi dregið úr starfsöryggi. Einungis 23% segja að vinnuveitandi þeirra hafi sett skýra stefnu og reglur um notkun gervigreindar. Það er því ljóst að marga skortir leiðbeiningar um ábyrga notkun. Einungis 8% telja sig hafa nægilega þjálfun og hæfni í notkun gervigreindar, sem undirstrikar þörfina fyrir frekari fræðslu. 36% hafa áhyggjur af hlutdrægni og mismunun í tengslum við gervigreind og 39% telja öryggi persónuupplýsinga ótryggt þegar gervigreind er notuð. Sérstaða Íslands Það er einungis í örfáum atriðum sem félagsmenn VFÍ skilja sig frá félögum sínum á Norðurlöndunum. Hlutfall félagsmanna VFÍ sem notar gervigreind í störfum sínum er sem fyrr segir 63% og því yfir fyrrnefndu meðaltali á Norðurlöndunum. Þá hafa 46% félagsmanna VFÍ áhyggjur af hlutdrægni og mismunum í gervigreindinni sem er það hæsta á Norðurlöndunum. Annars staðar mælist það á bilinu 22-36%. Skortur á þjálfun og stefnumótun er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar taka verkfræðingar og tæknifræðingar á Íslandi lítinn þátt í þróun gervigreindarverkfæra, þrátt fyrir að nota þau mikið. Spyrjum gervigreindina Hverjar eru þá helstu niðurstöður könnunarinnar, ef við spyrjum ChatGPT? Eins og gefur að skilja stóð ekki á svari: „Ísland stendur vel hvað varðar innleiðingu AI í verkfræðistörf en skortur á stefnumótun og þjálfun gæti hamlað þróuninni. Sérstaklega vekur athygli að áhyggjur af hlutdrægni í AI eru meiri hér en annars staðar á Norðurlöndum, sem gæti kallað á aukna umræðu og úrbætur.” Þörf á stefnumótun, fræðslu og ábyrgri innleiðingu Niðurstöður könnunarinnar sýna að gervigreind gegnir æ mikilvægara hlutverki í vinnuumhverfi tæknimenntaðra, en einnig að mikil þörf er fyrir stefnumótun, fræðslu og ábyrga innleiðingu til að tryggja sem best notagildi hennar. VFÍ hefur brugðist við vaxandi áhuga með því að bjóða upp á námskeið í ChatGPT. Greinilegt er að þörfin er mikil því fullt hefur verið á öll námskeiðin. Félagsmenn hafa ekki einungis áhuga á að nútímavæða vinnubrögð sín heldur einnig að skilja tæknina betur og nota hana á gagnrýninn og ábyrgan hátt. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill áhugi en óvissa meðal norrænna sérfræðinga Um 63% félagsmanna Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) nota gervigreindina í störfum sínum og þá helst til að fá nýjar hugmyndir, við efnis- og textagerð og í skapandi vinnuferli. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar sem gerð var á meðal norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga og varpar ljósi á notkun, þróun og áskoranir sem gervigreindinni fylgja. Hlutfall þátttakenda í könnuninni var hæst meðal félagsmanna VFÍ sem endurspeglar mikinn áhuga á málefninu hér á landi. Niðurstöðurnar sýna að gervigreind er orðin hluti af vinnuumhverfi margra verkfræðinga og tæknifræðinga, en nokkur óvissa ríkir um áhrif og framtíðarmöguleika sem henni tengjast. Helstu niðurstöður norrænu könnunarinnar: 59% nota gervigreind í starfi. Helstu notkunarsviðin eru aðstoð við að fá nýjar hugmyndir, efnis- og textagerð og skapandi vinnuferli. 35% telja að gervigreind hafi aukið afkastagetu þeirra, en 45% eru óviss um hver áhrifin séu. Aðeins 6% telja að gervigreind hafi dregið úr starfsöryggi. Einungis 23% segja að vinnuveitandi þeirra hafi sett skýra stefnu og reglur um notkun gervigreindar. Það er því ljóst að marga skortir leiðbeiningar um ábyrga notkun. Einungis 8% telja sig hafa nægilega þjálfun og hæfni í notkun gervigreindar, sem undirstrikar þörfina fyrir frekari fræðslu. 36% hafa áhyggjur af hlutdrægni og mismunun í tengslum við gervigreind og 39% telja öryggi persónuupplýsinga ótryggt þegar gervigreind er notuð. Sérstaða Íslands Það er einungis í örfáum atriðum sem félagsmenn VFÍ skilja sig frá félögum sínum á Norðurlöndunum. Hlutfall félagsmanna VFÍ sem notar gervigreind í störfum sínum er sem fyrr segir 63% og því yfir fyrrnefndu meðaltali á Norðurlöndunum. Þá hafa 46% félagsmanna VFÍ áhyggjur af hlutdrægni og mismunum í gervigreindinni sem er það hæsta á Norðurlöndunum. Annars staðar mælist það á bilinu 22-36%. Skortur á þjálfun og stefnumótun er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar taka verkfræðingar og tæknifræðingar á Íslandi lítinn þátt í þróun gervigreindarverkfæra, þrátt fyrir að nota þau mikið. Spyrjum gervigreindina Hverjar eru þá helstu niðurstöður könnunarinnar, ef við spyrjum ChatGPT? Eins og gefur að skilja stóð ekki á svari: „Ísland stendur vel hvað varðar innleiðingu AI í verkfræðistörf en skortur á stefnumótun og þjálfun gæti hamlað þróuninni. Sérstaklega vekur athygli að áhyggjur af hlutdrægni í AI eru meiri hér en annars staðar á Norðurlöndum, sem gæti kallað á aukna umræðu og úrbætur.” Þörf á stefnumótun, fræðslu og ábyrgri innleiðingu Niðurstöður könnunarinnar sýna að gervigreind gegnir æ mikilvægara hlutverki í vinnuumhverfi tæknimenntaðra, en einnig að mikil þörf er fyrir stefnumótun, fræðslu og ábyrga innleiðingu til að tryggja sem best notagildi hennar. VFÍ hefur brugðist við vaxandi áhuga með því að bjóða upp á námskeið í ChatGPT. Greinilegt er að þörfin er mikil því fullt hefur verið á öll námskeiðin. Félagsmenn hafa ekki einungis áhuga á að nútímavæða vinnubrögð sín heldur einnig að skilja tæknina betur og nota hana á gagnrýninn og ábyrgan hátt. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun