Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar 4. mars 2025 13:02 Mikill áhugi en óvissa meðal norrænna sérfræðinga Um 63% félagsmanna Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) nota gervigreindina í störfum sínum og þá helst til að fá nýjar hugmyndir, við efnis- og textagerð og í skapandi vinnuferli. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar sem gerð var á meðal norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga og varpar ljósi á notkun, þróun og áskoranir sem gervigreindinni fylgja. Hlutfall þátttakenda í könnuninni var hæst meðal félagsmanna VFÍ sem endurspeglar mikinn áhuga á málefninu hér á landi. Niðurstöðurnar sýna að gervigreind er orðin hluti af vinnuumhverfi margra verkfræðinga og tæknifræðinga, en nokkur óvissa ríkir um áhrif og framtíðarmöguleika sem henni tengjast. Helstu niðurstöður norrænu könnunarinnar: 59% nota gervigreind í starfi. Helstu notkunarsviðin eru aðstoð við að fá nýjar hugmyndir, efnis- og textagerð og skapandi vinnuferli. 35% telja að gervigreind hafi aukið afkastagetu þeirra, en 45% eru óviss um hver áhrifin séu. Aðeins 6% telja að gervigreind hafi dregið úr starfsöryggi. Einungis 23% segja að vinnuveitandi þeirra hafi sett skýra stefnu og reglur um notkun gervigreindar. Það er því ljóst að marga skortir leiðbeiningar um ábyrga notkun. Einungis 8% telja sig hafa nægilega þjálfun og hæfni í notkun gervigreindar, sem undirstrikar þörfina fyrir frekari fræðslu. 36% hafa áhyggjur af hlutdrægni og mismunun í tengslum við gervigreind og 39% telja öryggi persónuupplýsinga ótryggt þegar gervigreind er notuð. Sérstaða Íslands Það er einungis í örfáum atriðum sem félagsmenn VFÍ skilja sig frá félögum sínum á Norðurlöndunum. Hlutfall félagsmanna VFÍ sem notar gervigreind í störfum sínum er sem fyrr segir 63% og því yfir fyrrnefndu meðaltali á Norðurlöndunum. Þá hafa 46% félagsmanna VFÍ áhyggjur af hlutdrægni og mismunum í gervigreindinni sem er það hæsta á Norðurlöndunum. Annars staðar mælist það á bilinu 22-36%. Skortur á þjálfun og stefnumótun er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar taka verkfræðingar og tæknifræðingar á Íslandi lítinn þátt í þróun gervigreindarverkfæra, þrátt fyrir að nota þau mikið. Spyrjum gervigreindina Hverjar eru þá helstu niðurstöður könnunarinnar, ef við spyrjum ChatGPT? Eins og gefur að skilja stóð ekki á svari: „Ísland stendur vel hvað varðar innleiðingu AI í verkfræðistörf en skortur á stefnumótun og þjálfun gæti hamlað þróuninni. Sérstaklega vekur athygli að áhyggjur af hlutdrægni í AI eru meiri hér en annars staðar á Norðurlöndum, sem gæti kallað á aukna umræðu og úrbætur.” Þörf á stefnumótun, fræðslu og ábyrgri innleiðingu Niðurstöður könnunarinnar sýna að gervigreind gegnir æ mikilvægara hlutverki í vinnuumhverfi tæknimenntaðra, en einnig að mikil þörf er fyrir stefnumótun, fræðslu og ábyrga innleiðingu til að tryggja sem best notagildi hennar. VFÍ hefur brugðist við vaxandi áhuga með því að bjóða upp á námskeið í ChatGPT. Greinilegt er að þörfin er mikil því fullt hefur verið á öll námskeiðin. Félagsmenn hafa ekki einungis áhuga á að nútímavæða vinnubrögð sín heldur einnig að skilja tæknina betur og nota hana á gagnrýninn og ábyrgan hátt. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Mikill áhugi en óvissa meðal norrænna sérfræðinga Um 63% félagsmanna Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) nota gervigreindina í störfum sínum og þá helst til að fá nýjar hugmyndir, við efnis- og textagerð og í skapandi vinnuferli. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar sem gerð var á meðal norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga og varpar ljósi á notkun, þróun og áskoranir sem gervigreindinni fylgja. Hlutfall þátttakenda í könnuninni var hæst meðal félagsmanna VFÍ sem endurspeglar mikinn áhuga á málefninu hér á landi. Niðurstöðurnar sýna að gervigreind er orðin hluti af vinnuumhverfi margra verkfræðinga og tæknifræðinga, en nokkur óvissa ríkir um áhrif og framtíðarmöguleika sem henni tengjast. Helstu niðurstöður norrænu könnunarinnar: 59% nota gervigreind í starfi. Helstu notkunarsviðin eru aðstoð við að fá nýjar hugmyndir, efnis- og textagerð og skapandi vinnuferli. 35% telja að gervigreind hafi aukið afkastagetu þeirra, en 45% eru óviss um hver áhrifin séu. Aðeins 6% telja að gervigreind hafi dregið úr starfsöryggi. Einungis 23% segja að vinnuveitandi þeirra hafi sett skýra stefnu og reglur um notkun gervigreindar. Það er því ljóst að marga skortir leiðbeiningar um ábyrga notkun. Einungis 8% telja sig hafa nægilega þjálfun og hæfni í notkun gervigreindar, sem undirstrikar þörfina fyrir frekari fræðslu. 36% hafa áhyggjur af hlutdrægni og mismunun í tengslum við gervigreind og 39% telja öryggi persónuupplýsinga ótryggt þegar gervigreind er notuð. Sérstaða Íslands Það er einungis í örfáum atriðum sem félagsmenn VFÍ skilja sig frá félögum sínum á Norðurlöndunum. Hlutfall félagsmanna VFÍ sem notar gervigreind í störfum sínum er sem fyrr segir 63% og því yfir fyrrnefndu meðaltali á Norðurlöndunum. Þá hafa 46% félagsmanna VFÍ áhyggjur af hlutdrægni og mismunum í gervigreindinni sem er það hæsta á Norðurlöndunum. Annars staðar mælist það á bilinu 22-36%. Skortur á þjálfun og stefnumótun er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar á Norðurlöndunum. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar taka verkfræðingar og tæknifræðingar á Íslandi lítinn þátt í þróun gervigreindarverkfæra, þrátt fyrir að nota þau mikið. Spyrjum gervigreindina Hverjar eru þá helstu niðurstöður könnunarinnar, ef við spyrjum ChatGPT? Eins og gefur að skilja stóð ekki á svari: „Ísland stendur vel hvað varðar innleiðingu AI í verkfræðistörf en skortur á stefnumótun og þjálfun gæti hamlað þróuninni. Sérstaklega vekur athygli að áhyggjur af hlutdrægni í AI eru meiri hér en annars staðar á Norðurlöndum, sem gæti kallað á aukna umræðu og úrbætur.” Þörf á stefnumótun, fræðslu og ábyrgri innleiðingu Niðurstöður könnunarinnar sýna að gervigreind gegnir æ mikilvægara hlutverki í vinnuumhverfi tæknimenntaðra, en einnig að mikil þörf er fyrir stefnumótun, fræðslu og ábyrga innleiðingu til að tryggja sem best notagildi hennar. VFÍ hefur brugðist við vaxandi áhuga með því að bjóða upp á námskeið í ChatGPT. Greinilegt er að þörfin er mikil því fullt hefur verið á öll námskeiðin. Félagsmenn hafa ekki einungis áhuga á að nútímavæða vinnubrögð sín heldur einnig að skilja tæknina betur og nota hana á gagnrýninn og ábyrgan hátt. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun