Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar 4. mars 2025 10:30 Nú er ég búinn að verja undanförnum vikum í Tansaníu nærri fólki sem lifir talsvert öðruvísi lífi en við erum vön í borgarlífi vesturlandabúans. Því lengri tíma sem ég ver hérna, því skýrara verður það fyrir mér hve langt við höfum villst af leið í nútíma samfélagi. Þegar ég fer í lítil þorp án áreita þar sem fólk hefur lifað í takt við náttúruna í árhundruðir sé ég visku í andlitunum sem minnir mig harkalega á mína eigin aftengingu og streitu. Fólkið þarf ekki að gera neitt eða segja neitt við mig. Maður finnur bara einhvern staðfastan kjarna, beintengingu og innri ró sem verður varla komið í orð. Ég skrifa þetta ekki til þess að upphefja allt hér úti, heldur til þess að lýsa því sem ég sé með eigin augum og finn í öllum frumum líkamans. Náttúran er fullkomin sköpun, þar sem hönnunin er svo nákvæm að það er eiginlega ekki hægt að koma því í orð. Því lengra sem við færumst náttúrunni og lögmálum hennar því stærri verður skekkjan. Í borgarlífi vesturlandabúans er aftengingin oft á tíðum orðin algjör. Við borðum mat sem er að megninu til framleiddur í verksmiðjum. Við erum stærstan hluta dagsins sósuð í gervibirtu og umhverfi uppfullu af eiturefnum. Ofan á það tökum við inn stanslaust misgáfulegt áreiti af upplýsingum í gegnum augun og eyrun. Í raun erum við upp til hópa daginn inn og út að setja rusl inn í munninn á okkur, rusl í augun á okkur, rusl í eyrun á okkur og rusl á húðina okkar (látum nefið liggja á milli hluta).Eðlileg niðurstaða alls þessa er að við höfum aldrei verið veikari og aldrei aftengdari innsæi okkar. Svo tökum við inn pillur til þess að laga vandann, sem skekkir okkur enn meira og aftengir okkur enn meira frá innsæinu og greindinni sem býr í frumum líkamans. Í allri þessarri aftengingu og veikindum er svo enn auðveldara að dáleiða okkur í að láta selja okkur hluti sem eru ekki góðir fyrir okkur. Matvælaiðnaðurinn er að stórum hluta orðinn að græðgismaskínu og lyfjaiðnaðurinn sömuleiðis. Svo er kominn upp heilsuiðnaður þar sem margt er gott, en allir þykjast vera með hina einu sönnu lausn sem virkar fyrir alla. Þó að auðvitað séu ákveðnir hlutir almennt góðir fyrir alla, en aðrir almennt slæmir má ekki gleymast að það hefur enginn verið í þínum líkama með þína sögu. Þess vegna veit þinn eigin líkami betur en allir sérfræðingar hvað virkar fyrir þig. Verkefnið fyrir okkur öll er að tengjast eigin líkamsgreind og innsæinu til þess að sækja bestu sérfræðiupplýsingar sem til eru. Þær sem búa nú þegar innra með þér. Ég hef sjálfur farið í gegnum löng tímabil af veikindum einmitt vegna þessarrar aftengingar og þarf stöðugt að vinna gegn henni til að vera heilbrigður. Í raun er ég mjög langt frá því að vera barnanna bestur í þessum efnum, en í hvert einasta skipti sem ég byrja að minnka ruslið sem ég tek inn í gegnum skynfærin, þá kikkar inn náttúruleg greind líkamans sem var þarna allan tímann, en ég gat bara ekki hlustað fyrir hávaðanum frá öllu ruslinu. Við vorum ekki hönnuð til þess að vera veik og líða illa og líkamar okkar eru virkilega góðir í að laga það sem aflaga hefur farið. En til þess að það geti gerst verðum við draga úr öllum óheilbrigðu áreitunum sem fara inn í kerfið, hvort sem það er í gegnum munninn, augun, húðina, eyrun eða nefið. Gleðin og léttirinn sem fylgir því þegar maður finnur náttúrulögmálin byrja að kikka inn í eigin líkama er eitthvað sem er erfitt að útskýra. Ef við erum í vafa um hvort eitthvað sé gott fyrir okkur er gott að spyrja sig hvort það sé í takt við lögmál náttúrunnar eða ekki. Leiðin áfram er að fara aftur til upprunans. Og leiðin til að breyta einhverju er að byrja að taka ábyrgð á sjálfum sér áður en maður gerir nokkuð annað. Þá byrjar að glitta í hina nýju jörð, sem kannski var þarna allan tímann áður en við villtumst af leið. Megum við öll eiga góðan dag og taka lítil skref til að tengjast innsæinu. Höfundur er háskólamenntaður, en hefur lært mest af skóla lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Sölvi Tryggvason Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Nú er ég búinn að verja undanförnum vikum í Tansaníu nærri fólki sem lifir talsvert öðruvísi lífi en við erum vön í borgarlífi vesturlandabúans. Því lengri tíma sem ég ver hérna, því skýrara verður það fyrir mér hve langt við höfum villst af leið í nútíma samfélagi. Þegar ég fer í lítil þorp án áreita þar sem fólk hefur lifað í takt við náttúruna í árhundruðir sé ég visku í andlitunum sem minnir mig harkalega á mína eigin aftengingu og streitu. Fólkið þarf ekki að gera neitt eða segja neitt við mig. Maður finnur bara einhvern staðfastan kjarna, beintengingu og innri ró sem verður varla komið í orð. Ég skrifa þetta ekki til þess að upphefja allt hér úti, heldur til þess að lýsa því sem ég sé með eigin augum og finn í öllum frumum líkamans. Náttúran er fullkomin sköpun, þar sem hönnunin er svo nákvæm að það er eiginlega ekki hægt að koma því í orð. Því lengra sem við færumst náttúrunni og lögmálum hennar því stærri verður skekkjan. Í borgarlífi vesturlandabúans er aftengingin oft á tíðum orðin algjör. Við borðum mat sem er að megninu til framleiddur í verksmiðjum. Við erum stærstan hluta dagsins sósuð í gervibirtu og umhverfi uppfullu af eiturefnum. Ofan á það tökum við inn stanslaust misgáfulegt áreiti af upplýsingum í gegnum augun og eyrun. Í raun erum við upp til hópa daginn inn og út að setja rusl inn í munninn á okkur, rusl í augun á okkur, rusl í eyrun á okkur og rusl á húðina okkar (látum nefið liggja á milli hluta).Eðlileg niðurstaða alls þessa er að við höfum aldrei verið veikari og aldrei aftengdari innsæi okkar. Svo tökum við inn pillur til þess að laga vandann, sem skekkir okkur enn meira og aftengir okkur enn meira frá innsæinu og greindinni sem býr í frumum líkamans. Í allri þessarri aftengingu og veikindum er svo enn auðveldara að dáleiða okkur í að láta selja okkur hluti sem eru ekki góðir fyrir okkur. Matvælaiðnaðurinn er að stórum hluta orðinn að græðgismaskínu og lyfjaiðnaðurinn sömuleiðis. Svo er kominn upp heilsuiðnaður þar sem margt er gott, en allir þykjast vera með hina einu sönnu lausn sem virkar fyrir alla. Þó að auðvitað séu ákveðnir hlutir almennt góðir fyrir alla, en aðrir almennt slæmir má ekki gleymast að það hefur enginn verið í þínum líkama með þína sögu. Þess vegna veit þinn eigin líkami betur en allir sérfræðingar hvað virkar fyrir þig. Verkefnið fyrir okkur öll er að tengjast eigin líkamsgreind og innsæinu til þess að sækja bestu sérfræðiupplýsingar sem til eru. Þær sem búa nú þegar innra með þér. Ég hef sjálfur farið í gegnum löng tímabil af veikindum einmitt vegna þessarrar aftengingar og þarf stöðugt að vinna gegn henni til að vera heilbrigður. Í raun er ég mjög langt frá því að vera barnanna bestur í þessum efnum, en í hvert einasta skipti sem ég byrja að minnka ruslið sem ég tek inn í gegnum skynfærin, þá kikkar inn náttúruleg greind líkamans sem var þarna allan tímann, en ég gat bara ekki hlustað fyrir hávaðanum frá öllu ruslinu. Við vorum ekki hönnuð til þess að vera veik og líða illa og líkamar okkar eru virkilega góðir í að laga það sem aflaga hefur farið. En til þess að það geti gerst verðum við draga úr öllum óheilbrigðu áreitunum sem fara inn í kerfið, hvort sem það er í gegnum munninn, augun, húðina, eyrun eða nefið. Gleðin og léttirinn sem fylgir því þegar maður finnur náttúrulögmálin byrja að kikka inn í eigin líkama er eitthvað sem er erfitt að útskýra. Ef við erum í vafa um hvort eitthvað sé gott fyrir okkur er gott að spyrja sig hvort það sé í takt við lögmál náttúrunnar eða ekki. Leiðin áfram er að fara aftur til upprunans. Og leiðin til að breyta einhverju er að byrja að taka ábyrgð á sjálfum sér áður en maður gerir nokkuð annað. Þá byrjar að glitta í hina nýju jörð, sem kannski var þarna allan tímann áður en við villtumst af leið. Megum við öll eiga góðan dag og taka lítil skref til að tengjast innsæinu. Höfundur er háskólamenntaður, en hefur lært mest af skóla lífsins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun