Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2025 06:59 Árásarmennirnir drápu meðal annars 364 einstaklinga á Nova tónlistarhátíðinni. Getty/Amir Levy Ísraelsher hefur birt skýrslu þar sem farið er yfir það hvað brást í aðdraganda árásar Hamas á byggðir Ísraelsmanna þann 7. október 2023, sem virðist hafa komið Ísrael algjörlega að óvörum. Áætlað er að um 5.000 liðsmenn Hamas og annarra hópa hafi tekið þátt í árásinni, þar sem 1.200 voru drepnir og 251 gísl tekinn. Það er niðurstaða skýrslunnar að Ísraelsher hafi mistekist í meginverkefni sínu; að vernda almenna borgara í Ísrael. Samkvæmt skýrslunni var Gasa-ströndin álitið annars stigs öryggisógn, á eftir Íran og Hezbollah. Þá hafði sú afstaða verið tekin að stjórn Hamas á svæðinu væri ólögmæt en ekki gripið til neinna aðgerða til að stuðla að breytingu á ástandinu. Herinn hafði áætlað að Hamas-samtökin hefðu hvorki áhuga á né væru að búa sig undir meiriháttar átök og vísbendingar frá 2018 um að samtökin væru þvert á móti með eitthvað umfangsmikið í bígerð verið afskrifaðar sem ótrúverðugar. Þá segir að í aðdraganda árásanna 7. október hafi verið unnið að nýju hættumati varðandi Gasa, á þeim grundvelli að fyrirætlanir Hamas væru ekki aðeins einhver draumsýn heldur væri raunveruleg skipulagning í gangi. Þetta nýja mat virðist hins vegar ekki hafa ratað til háttsettra innan hersins. Í skýrslunni er einnig talað um ákveðinn sofandahátt og skort á gagnrýnni hugsun. „Það var aldrei spurt: Hvað ef við hefðum rangt fyrir okkur?“ segir í skýrslunni. Þannig hafi gjá myndast milli mats hersins á stöðunni og raunveruleikans á Gasa. Kallað er eftir ákveðnum breytingum til að koma í veg fyrir að árás af þessu tagi geti endurtekið sig. BBC greindi frá. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Áætlað er að um 5.000 liðsmenn Hamas og annarra hópa hafi tekið þátt í árásinni, þar sem 1.200 voru drepnir og 251 gísl tekinn. Það er niðurstaða skýrslunnar að Ísraelsher hafi mistekist í meginverkefni sínu; að vernda almenna borgara í Ísrael. Samkvæmt skýrslunni var Gasa-ströndin álitið annars stigs öryggisógn, á eftir Íran og Hezbollah. Þá hafði sú afstaða verið tekin að stjórn Hamas á svæðinu væri ólögmæt en ekki gripið til neinna aðgerða til að stuðla að breytingu á ástandinu. Herinn hafði áætlað að Hamas-samtökin hefðu hvorki áhuga á né væru að búa sig undir meiriháttar átök og vísbendingar frá 2018 um að samtökin væru þvert á móti með eitthvað umfangsmikið í bígerð verið afskrifaðar sem ótrúverðugar. Þá segir að í aðdraganda árásanna 7. október hafi verið unnið að nýju hættumati varðandi Gasa, á þeim grundvelli að fyrirætlanir Hamas væru ekki aðeins einhver draumsýn heldur væri raunveruleg skipulagning í gangi. Þetta nýja mat virðist hins vegar ekki hafa ratað til háttsettra innan hersins. Í skýrslunni er einnig talað um ákveðinn sofandahátt og skort á gagnrýnni hugsun. „Það var aldrei spurt: Hvað ef við hefðum rangt fyrir okkur?“ segir í skýrslunni. Þannig hafi gjá myndast milli mats hersins á stöðunni og raunveruleikans á Gasa. Kallað er eftir ákveðnum breytingum til að koma í veg fyrir að árás af þessu tagi geti endurtekið sig. BBC greindi frá.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira