Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2025 06:59 Árásarmennirnir drápu meðal annars 364 einstaklinga á Nova tónlistarhátíðinni. Getty/Amir Levy Ísraelsher hefur birt skýrslu þar sem farið er yfir það hvað brást í aðdraganda árásar Hamas á byggðir Ísraelsmanna þann 7. október 2023, sem virðist hafa komið Ísrael algjörlega að óvörum. Áætlað er að um 5.000 liðsmenn Hamas og annarra hópa hafi tekið þátt í árásinni, þar sem 1.200 voru drepnir og 251 gísl tekinn. Það er niðurstaða skýrslunnar að Ísraelsher hafi mistekist í meginverkefni sínu; að vernda almenna borgara í Ísrael. Samkvæmt skýrslunni var Gasa-ströndin álitið annars stigs öryggisógn, á eftir Íran og Hezbollah. Þá hafði sú afstaða verið tekin að stjórn Hamas á svæðinu væri ólögmæt en ekki gripið til neinna aðgerða til að stuðla að breytingu á ástandinu. Herinn hafði áætlað að Hamas-samtökin hefðu hvorki áhuga á né væru að búa sig undir meiriháttar átök og vísbendingar frá 2018 um að samtökin væru þvert á móti með eitthvað umfangsmikið í bígerð verið afskrifaðar sem ótrúverðugar. Þá segir að í aðdraganda árásanna 7. október hafi verið unnið að nýju hættumati varðandi Gasa, á þeim grundvelli að fyrirætlanir Hamas væru ekki aðeins einhver draumsýn heldur væri raunveruleg skipulagning í gangi. Þetta nýja mat virðist hins vegar ekki hafa ratað til háttsettra innan hersins. Í skýrslunni er einnig talað um ákveðinn sofandahátt og skort á gagnrýnni hugsun. „Það var aldrei spurt: Hvað ef við hefðum rangt fyrir okkur?“ segir í skýrslunni. Þannig hafi gjá myndast milli mats hersins á stöðunni og raunveruleikans á Gasa. Kallað er eftir ákveðnum breytingum til að koma í veg fyrir að árás af þessu tagi geti endurtekið sig. BBC greindi frá. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Áætlað er að um 5.000 liðsmenn Hamas og annarra hópa hafi tekið þátt í árásinni, þar sem 1.200 voru drepnir og 251 gísl tekinn. Það er niðurstaða skýrslunnar að Ísraelsher hafi mistekist í meginverkefni sínu; að vernda almenna borgara í Ísrael. Samkvæmt skýrslunni var Gasa-ströndin álitið annars stigs öryggisógn, á eftir Íran og Hezbollah. Þá hafði sú afstaða verið tekin að stjórn Hamas á svæðinu væri ólögmæt en ekki gripið til neinna aðgerða til að stuðla að breytingu á ástandinu. Herinn hafði áætlað að Hamas-samtökin hefðu hvorki áhuga á né væru að búa sig undir meiriháttar átök og vísbendingar frá 2018 um að samtökin væru þvert á móti með eitthvað umfangsmikið í bígerð verið afskrifaðar sem ótrúverðugar. Þá segir að í aðdraganda árásanna 7. október hafi verið unnið að nýju hættumati varðandi Gasa, á þeim grundvelli að fyrirætlanir Hamas væru ekki aðeins einhver draumsýn heldur væri raunveruleg skipulagning í gangi. Þetta nýja mat virðist hins vegar ekki hafa ratað til háttsettra innan hersins. Í skýrslunni er einnig talað um ákveðinn sofandahátt og skort á gagnrýnni hugsun. „Það var aldrei spurt: Hvað ef við hefðum rangt fyrir okkur?“ segir í skýrslunni. Þannig hafi gjá myndast milli mats hersins á stöðunni og raunveruleikans á Gasa. Kallað er eftir ákveðnum breytingum til að koma í veg fyrir að árás af þessu tagi geti endurtekið sig. BBC greindi frá.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira