Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. febrúar 2025 21:00 Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum frá og með næsta hausti. Vísir/Vilhelm Barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti og undirbýr frumvarp þess efnis. Ráðherrann segir mikilvægt að grípa inn í og verja börn gegn ágangi samfélagsmiðla. Dönsk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að til standi að banna snjallsíma og önnur snjalltæki í eigu nemenda í skólum og frístundaheimilum þar í landi. Með lagabreytingu á að tryggja að Danir verði í hópi þeirra þjóða sem hvað lengst hafa gengið til að halda snjalltækjunum fyrir utan skólana. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra segir unnið að svipuðu snjallsímabanni í skólum hér á landi. „Það stendur náttúrulega í stjórnarsáttmálanum að það eigi að banna síma í skólum og ég er þegar byrjuð að vinna að því innan ráðuneytisins. Ég var að vonast til að við gætum lagt fram lagabreytingu um þetta núna á þessu þingi. Það er óvíst að það takist alla leið en kannski þannig að það gefi mér heimild til reglugerðarbreytingar en ég myndi gjarnan vilja koma þessu á fyrir næsta skólaár.“ Hún segir ríkisstjórnina samstíga í málinu. „Það er einhugur um þetta í ríkisstjórninni. Ég get líka sagt það að ég nefndi þetta fyrir allsherjar- og menntamálanefnd um daginn og það var algjör einhugur þar líka um að þetta væri eitthvað sem væri nauðsynlegt að gera.“ Vel hafi gefist að draga úr snjallsímanotkun þar sem það hafi verið reynt. Mikilvægt sé að grípa inn í því margt geti afvegaleitt börn, ekki síst óheft aðgengi að samfélagsmiðlum í símunum. „Við þurfum að verja börnin okkar gegn þessum ágangi samfélagsmiðla. Það er fólk úti í heimi sem er, hvað á ég að segja, sérmenntað í að halda athygli barna og kann að gera þetta og ætlum við bara að láta þetta allt saman bara í hendurnar á þessu fólki. Ég er ekki sammála því. Ég tel að við verðum að grípa inn í til dæmis bara fyrir félagsþroska barna, þó ekki væri annað, en það eru margir þættir sem koma þarna inn.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Alþingi Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira
Dönsk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að til standi að banna snjallsíma og önnur snjalltæki í eigu nemenda í skólum og frístundaheimilum þar í landi. Með lagabreytingu á að tryggja að Danir verði í hópi þeirra þjóða sem hvað lengst hafa gengið til að halda snjalltækjunum fyrir utan skólana. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra segir unnið að svipuðu snjallsímabanni í skólum hér á landi. „Það stendur náttúrulega í stjórnarsáttmálanum að það eigi að banna síma í skólum og ég er þegar byrjuð að vinna að því innan ráðuneytisins. Ég var að vonast til að við gætum lagt fram lagabreytingu um þetta núna á þessu þingi. Það er óvíst að það takist alla leið en kannski þannig að það gefi mér heimild til reglugerðarbreytingar en ég myndi gjarnan vilja koma þessu á fyrir næsta skólaár.“ Hún segir ríkisstjórnina samstíga í málinu. „Það er einhugur um þetta í ríkisstjórninni. Ég get líka sagt það að ég nefndi þetta fyrir allsherjar- og menntamálanefnd um daginn og það var algjör einhugur þar líka um að þetta væri eitthvað sem væri nauðsynlegt að gera.“ Vel hafi gefist að draga úr snjallsímanotkun þar sem það hafi verið reynt. Mikilvægt sé að grípa inn í því margt geti afvegaleitt börn, ekki síst óheft aðgengi að samfélagsmiðlum í símunum. „Við þurfum að verja börnin okkar gegn þessum ágangi samfélagsmiðla. Það er fólk úti í heimi sem er, hvað á ég að segja, sérmenntað í að halda athygli barna og kann að gera þetta og ætlum við bara að láta þetta allt saman bara í hendurnar á þessu fólki. Ég er ekki sammála því. Ég tel að við verðum að grípa inn í til dæmis bara fyrir félagsþroska barna, þó ekki væri annað, en það eru margir þættir sem koma þarna inn.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Alþingi Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira