Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 27. febrúar 2025 16:45 Sepultura kom fram á Hróarskeldu sumarið 1994. Síðan þá hafa báðir Cavalera bræðurnir sem stofnuðu sveitina sagt skilið við hana. Getty/Niels Van Iperen Brasilísk-ameríska þungarokksveitin Sepultura treður upp í N1-höllinni við Hlíðarenda 4. júní. Tónleikarnir eru hluti af allra síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hún leggur upp í í tilefni fjörutíu ára afmælis. Hún bætist í hóp sveita á borð við Manowar, In Flames, Carcass, Vader og Taake sem allar koma fram á Íslandi í júní. Þær þrjár síðarnefndu leika fyrir höfðaskaki á þungarokkshátíðinni Sátunni í Stykkishólmi helgina eftir að Sepultura troða upp. Tónleikar hetjurokkshasarkroppana í Manowar áttu upprunalega að vera í byrjun febrúar en var frestað vegna óveðurs. Þeir koma fram í Hörpunni 28. júní.Getty/Fin Costello Gárungar hafa haft orð á því að aðdáendur eðjurokks eigi svo von á einu stóri nafni til viðbótar í júní. Þau sem bíða í ofvæni eftir hvalrekum sumarsins þurfa ekki að örvænta. Í apríl stígur hin ítalska Ufomammut á stokk á hátíðinni Reykjadoom og í maí standa sömu aðilar fyrir tónleikum sveitarinnar Pallbearer. Báðar sveitirnar eiga það sameiginlegt að spila dómsdagsrokk en mikill munur er þó á músíkinni. Ufomammut hallast í átt að skynvíkkunarrokki og Pallbearer eru melódískari og háfleygari. Sepultura var stofnuð af bræðrunum Max og Igor Cavelera árið 1984 í Belo Horizonte í Brasilíu. Nafnið kemur úr portúgalskri þýðingu á lagatitlinum Dancing on Your Grave með Motörhead, Dançando na sua Sepultura. Til að byrja með var tónlistin hrátt og aggressívt þrassrokk en með árunum þróaðist hún í skrefum í átt að auðmeltanlegra rokki, varð einfaldari og meira grúví. Til marks um þetta er vinsælasta plata sveitarinnar, Roots frá 1996, talin hafa haft mikil áhrif á upphafsárum nu-metal stefnunnar. Einnig var tilkynnt um komu goregrind-guðfeðranna Carcass á Sátuna í vikunni, Arnar Eggert Thoroddsen fór stuttlega yfir sögu sveitarinnar hjá Tomma Steindórs á þriðjudaginn. Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Hún bætist í hóp sveita á borð við Manowar, In Flames, Carcass, Vader og Taake sem allar koma fram á Íslandi í júní. Þær þrjár síðarnefndu leika fyrir höfðaskaki á þungarokkshátíðinni Sátunni í Stykkishólmi helgina eftir að Sepultura troða upp. Tónleikar hetjurokkshasarkroppana í Manowar áttu upprunalega að vera í byrjun febrúar en var frestað vegna óveðurs. Þeir koma fram í Hörpunni 28. júní.Getty/Fin Costello Gárungar hafa haft orð á því að aðdáendur eðjurokks eigi svo von á einu stóri nafni til viðbótar í júní. Þau sem bíða í ofvæni eftir hvalrekum sumarsins þurfa ekki að örvænta. Í apríl stígur hin ítalska Ufomammut á stokk á hátíðinni Reykjadoom og í maí standa sömu aðilar fyrir tónleikum sveitarinnar Pallbearer. Báðar sveitirnar eiga það sameiginlegt að spila dómsdagsrokk en mikill munur er þó á músíkinni. Ufomammut hallast í átt að skynvíkkunarrokki og Pallbearer eru melódískari og háfleygari. Sepultura var stofnuð af bræðrunum Max og Igor Cavelera árið 1984 í Belo Horizonte í Brasilíu. Nafnið kemur úr portúgalskri þýðingu á lagatitlinum Dancing on Your Grave með Motörhead, Dançando na sua Sepultura. Til að byrja með var tónlistin hrátt og aggressívt þrassrokk en með árunum þróaðist hún í skrefum í átt að auðmeltanlegra rokki, varð einfaldari og meira grúví. Til marks um þetta er vinsælasta plata sveitarinnar, Roots frá 1996, talin hafa haft mikil áhrif á upphafsárum nu-metal stefnunnar. Einnig var tilkynnt um komu goregrind-guðfeðranna Carcass á Sátuna í vikunni, Arnar Eggert Thoroddsen fór stuttlega yfir sögu sveitarinnar hjá Tomma Steindórs á þriðjudaginn.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira