Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 27. febrúar 2025 16:45 Sepultura kom fram á Hróarskeldu sumarið 1994. Síðan þá hafa báðir Cavalera bræðurnir sem stofnuðu sveitina sagt skilið við hana. Getty/Niels Van Iperen Brasilísk-ameríska þungarokksveitin Sepultura treður upp í N1-höllinni við Hlíðarenda 4. júní. Tónleikarnir eru hluti af allra síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hún leggur upp í í tilefni fjörutíu ára afmælis. Hún bætist í hóp sveita á borð við Manowar, In Flames, Carcass, Vader og Taake sem allar koma fram á Íslandi í júní. Þær þrjár síðarnefndu leika fyrir höfðaskaki á þungarokkshátíðinni Sátunni í Stykkishólmi helgina eftir að Sepultura troða upp. Tónleikar hetjurokkshasarkroppana í Manowar áttu upprunalega að vera í byrjun febrúar en var frestað vegna óveðurs. Þeir koma fram í Hörpunni 28. júní.Getty/Fin Costello Gárungar hafa haft orð á því að aðdáendur eðjurokks eigi svo von á einu stóri nafni til viðbótar í júní. Þau sem bíða í ofvæni eftir hvalrekum sumarsins þurfa ekki að örvænta. Í apríl stígur hin ítalska Ufomammut á stokk á hátíðinni Reykjadoom og í maí standa sömu aðilar fyrir tónleikum sveitarinnar Pallbearer. Báðar sveitirnar eiga það sameiginlegt að spila dómsdagsrokk en mikill munur er þó á músíkinni. Ufomammut hallast í átt að skynvíkkunarrokki og Pallbearer eru melódískari og háfleygari. Sepultura var stofnuð af bræðrunum Max og Igor Cavelera árið 1984 í Belo Horizonte í Brasilíu. Nafnið kemur úr portúgalskri þýðingu á lagatitlinum Dancing on Your Grave með Motörhead, Dançando na sua Sepultura. Til að byrja með var tónlistin hrátt og aggressívt þrassrokk en með árunum þróaðist hún í skrefum í átt að auðmeltanlegra rokki, varð einfaldari og meira grúví. Til marks um þetta er vinsælasta plata sveitarinnar, Roots frá 1996, talin hafa haft mikil áhrif á upphafsárum nu-metal stefnunnar. Einnig var tilkynnt um komu goregrind-guðfeðranna Carcass á Sátuna í vikunni, Arnar Eggert Thoroddsen fór stuttlega yfir sögu sveitarinnar hjá Tomma Steindórs á þriðjudaginn. Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Hún bætist í hóp sveita á borð við Manowar, In Flames, Carcass, Vader og Taake sem allar koma fram á Íslandi í júní. Þær þrjár síðarnefndu leika fyrir höfðaskaki á þungarokkshátíðinni Sátunni í Stykkishólmi helgina eftir að Sepultura troða upp. Tónleikar hetjurokkshasarkroppana í Manowar áttu upprunalega að vera í byrjun febrúar en var frestað vegna óveðurs. Þeir koma fram í Hörpunni 28. júní.Getty/Fin Costello Gárungar hafa haft orð á því að aðdáendur eðjurokks eigi svo von á einu stóri nafni til viðbótar í júní. Þau sem bíða í ofvæni eftir hvalrekum sumarsins þurfa ekki að örvænta. Í apríl stígur hin ítalska Ufomammut á stokk á hátíðinni Reykjadoom og í maí standa sömu aðilar fyrir tónleikum sveitarinnar Pallbearer. Báðar sveitirnar eiga það sameiginlegt að spila dómsdagsrokk en mikill munur er þó á músíkinni. Ufomammut hallast í átt að skynvíkkunarrokki og Pallbearer eru melódískari og háfleygari. Sepultura var stofnuð af bræðrunum Max og Igor Cavelera árið 1984 í Belo Horizonte í Brasilíu. Nafnið kemur úr portúgalskri þýðingu á lagatitlinum Dancing on Your Grave með Motörhead, Dançando na sua Sepultura. Til að byrja með var tónlistin hrátt og aggressívt þrassrokk en með árunum þróaðist hún í skrefum í átt að auðmeltanlegra rokki, varð einfaldari og meira grúví. Til marks um þetta er vinsælasta plata sveitarinnar, Roots frá 1996, talin hafa haft mikil áhrif á upphafsárum nu-metal stefnunnar. Einnig var tilkynnt um komu goregrind-guðfeðranna Carcass á Sátuna í vikunni, Arnar Eggert Thoroddsen fór stuttlega yfir sögu sveitarinnar hjá Tomma Steindórs á þriðjudaginn.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira