Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson og Björg Ásta Þórðardóttir skrifa 27. febrúar 2025 09:03 Undanfarið eitt og hálft ár höfum við oft verið spurð hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir sé í raun og veru. Hvernig er að vinna fyrir hana? Hvernig manneskja er hún? Er hún eins köld og hún kemur fyrir í sjónvarpi? Líklega vakna þessar spurningar vegna þess að í fjölmiðlum virðist hún oft nokkuð alvörugefin og sumir kalla hana Ísdrottninguna – og það virðist ekki hafa neitt með fjölskyldufyrirtækið Kjörís að gera. Það er þó ef til vill óhjákvæmilegt að vera alvörugefin þegar unnið er með erfiða og umdeilda málaflokka eins og dómsmálaráðuneytið hefur á sinni könnu. En Guðrún er alls ekki köld, heldur þvert á móti. Hún er drífandi, hún er sanngjörn og lausnamiðuð, en fyrst og fremst alveg einstaklega hlý og skemmtileg. Hún hefur óþrjótandi áhuga og trú á fólki. Hún er manneskjan sem finnur alltaf leiðir til að koma málum í gegn og leysa þau mál sem á hennar borð koma. Ekki með hörku og yfirgangi heldur samvinnu og samtali. Það er hennar eðli að byggja upp, hrósa fólki og skapa jákvæðan liðsanda. Hún veit að árangur næst aðeins með sterkri liðsheild og að fólk verði að vera með í för til að hægt sé að ná settum markmiðum. Þess vegna átti hún ávallt gott samstarf við starfsfólk ráðuneytisins og með henni ríkti góður starfsandi. Guðrún hefur sannað að hún er stjórnmálamaður sem lætur hlutina gerast. Þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra töldu margir að þyngstu mál hennar myndu aldrei ná fram að ganga. Þvert á hrakspár og mikla andstöðu kom hún útlendingafrumvarpinu í gegn. Hún fékk samþykktar breytingar á lögreglulögum sem ítrekað höfðu strandað í þinginu – allt frá árinu 2007 þegar Björn Bjarnason, þá dómsmálaráðherra, lagði málið upphaflega fram. Það er dæmi um hennar festu og getu til að vinna með fólki, sama hvaða skoðanir það hefur og sama hversu erfið málin eru. Þrátt fyrir að vera ákveðin og staðföst hefur hún alltaf haldið í sína einlægu og hlýju persónu. Hún er ekki manneskja sem þykist vera önnur en hún er. Hún snobbar ekki fyrir fólki, hún gengur inn í herbergi og heilsar öllum af sömu einlægni. Hún hugsar vel um fólkið sitt og á gott samstarf við þingmenn allra flokka og starfsfólk þingsins. Hún veit að til þess að ná árangri í stjórnmálum, til hagsbóta fyrir land og þjóð, þarf að sameina fólk frekar en að sundra því. En svo að við svörum spurningunni sem lögð var fram í upphafi, hvernig er Guðrún Hafsteinsdóttir? Hún er ákveðin en umburðarlynd. Hún er framsækin en yfirveguð. Hún er kröfuhörð en sanngjörn. Hún er samheldin en aldrei stjórnsöm. Hún er hreinskiptin en nærgætin. Hún er ófeimin að taka slaginn en alltaf lausnamiðuð. Hún gengur ekki á eftir sviðsljósinu heldur gefur öðrum pláss. Hún er stöðug, staðföst og trú sjálfri sér. Sjálfstæðisflokkurinn býr við þau forréttindi að hafa tvær öflugar konur í framboði til formanns, sem báðar hafa sýnt styrk og forystuhæfni. Við, sem höfum unnið náið með Guðrúnu, vitum að hún er ekki einungis frábær ráðherra heldur líka leiðtogi sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda. Hún er venjuleg kona úr Hveragerði sem lætur verkin tala og nær árangri. Hún hefur staðfestu, kraft og hjarta til að leiða flokkinn áfram. Það er ekki bara okkar sannfæring, heldur líka trú okkar á framtíðina. Nú er tíminn til að sameinast og taka skrefið fram á við – með Guðrúnu í fararbroddi. Höfundar eru fyrrum aðstoðarmenn Guðrúnar Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarið eitt og hálft ár höfum við oft verið spurð hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir sé í raun og veru. Hvernig er að vinna fyrir hana? Hvernig manneskja er hún? Er hún eins köld og hún kemur fyrir í sjónvarpi? Líklega vakna þessar spurningar vegna þess að í fjölmiðlum virðist hún oft nokkuð alvörugefin og sumir kalla hana Ísdrottninguna – og það virðist ekki hafa neitt með fjölskyldufyrirtækið Kjörís að gera. Það er þó ef til vill óhjákvæmilegt að vera alvörugefin þegar unnið er með erfiða og umdeilda málaflokka eins og dómsmálaráðuneytið hefur á sinni könnu. En Guðrún er alls ekki köld, heldur þvert á móti. Hún er drífandi, hún er sanngjörn og lausnamiðuð, en fyrst og fremst alveg einstaklega hlý og skemmtileg. Hún hefur óþrjótandi áhuga og trú á fólki. Hún er manneskjan sem finnur alltaf leiðir til að koma málum í gegn og leysa þau mál sem á hennar borð koma. Ekki með hörku og yfirgangi heldur samvinnu og samtali. Það er hennar eðli að byggja upp, hrósa fólki og skapa jákvæðan liðsanda. Hún veit að árangur næst aðeins með sterkri liðsheild og að fólk verði að vera með í för til að hægt sé að ná settum markmiðum. Þess vegna átti hún ávallt gott samstarf við starfsfólk ráðuneytisins og með henni ríkti góður starfsandi. Guðrún hefur sannað að hún er stjórnmálamaður sem lætur hlutina gerast. Þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra töldu margir að þyngstu mál hennar myndu aldrei ná fram að ganga. Þvert á hrakspár og mikla andstöðu kom hún útlendingafrumvarpinu í gegn. Hún fékk samþykktar breytingar á lögreglulögum sem ítrekað höfðu strandað í þinginu – allt frá árinu 2007 þegar Björn Bjarnason, þá dómsmálaráðherra, lagði málið upphaflega fram. Það er dæmi um hennar festu og getu til að vinna með fólki, sama hvaða skoðanir það hefur og sama hversu erfið málin eru. Þrátt fyrir að vera ákveðin og staðföst hefur hún alltaf haldið í sína einlægu og hlýju persónu. Hún er ekki manneskja sem þykist vera önnur en hún er. Hún snobbar ekki fyrir fólki, hún gengur inn í herbergi og heilsar öllum af sömu einlægni. Hún hugsar vel um fólkið sitt og á gott samstarf við þingmenn allra flokka og starfsfólk þingsins. Hún veit að til þess að ná árangri í stjórnmálum, til hagsbóta fyrir land og þjóð, þarf að sameina fólk frekar en að sundra því. En svo að við svörum spurningunni sem lögð var fram í upphafi, hvernig er Guðrún Hafsteinsdóttir? Hún er ákveðin en umburðarlynd. Hún er framsækin en yfirveguð. Hún er kröfuhörð en sanngjörn. Hún er samheldin en aldrei stjórnsöm. Hún er hreinskiptin en nærgætin. Hún er ófeimin að taka slaginn en alltaf lausnamiðuð. Hún gengur ekki á eftir sviðsljósinu heldur gefur öðrum pláss. Hún er stöðug, staðföst og trú sjálfri sér. Sjálfstæðisflokkurinn býr við þau forréttindi að hafa tvær öflugar konur í framboði til formanns, sem báðar hafa sýnt styrk og forystuhæfni. Við, sem höfum unnið náið með Guðrúnu, vitum að hún er ekki einungis frábær ráðherra heldur líka leiðtogi sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda. Hún er venjuleg kona úr Hveragerði sem lætur verkin tala og nær árangri. Hún hefur staðfestu, kraft og hjarta til að leiða flokkinn áfram. Það er ekki bara okkar sannfæring, heldur líka trú okkar á framtíðina. Nú er tíminn til að sameinast og taka skrefið fram á við – með Guðrúnu í fararbroddi. Höfundar eru fyrrum aðstoðarmenn Guðrúnar Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun