Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 14:48 Kollegi minn Bjarni Már Magnússon við Háskólann á Bifröst sendi frá sér grein undir fyrirsögninni Sterkur íslenskur her sem birtist á síðum Morgunblaðsins 26.2.25. Þar færir hann rök fyrir því að hið langvarandi öryggisnet sem Bandaríkjamenn hafi veitt álfunni hafi gufað upp á síðustu dögum. Það er eðlilegt að við bregðumst við þeirri nýju heimsmynd sem hefur verið að teiknast upp um nokkurt skeið og er nú að raungerast með harðari hætti en friðelskandi fólk hefði vonað. Í gegnum tíðina hafa komið fram kenningar sem ýmist leggja til grundvallar að friður sé hornsteinn heilbrigðs samfélags og viðskipta þjóða á milli eða að stríð séu nauðsynleg til að endurjafna viðskiptahagsmuni. Í síðarnefndum kenningum er gengið út frá hagsmunum hins sterka. Íslenskur her óraunhæf hugmynd Ákall um íslenskan her eru hvorki frumlegar né nýjar af nálinni. Arnar Sigurjónsson gaf út bókina Íslenskur her árið 2022 og Halldór heitinn Hermannsson setti hugmyndina á dagskrá líka. Ef ég man rétt þá varð það í kringum framboð fyrir Frjálslynda flokkinn á Vestfjörðum árið 1991. Með því að setja hugmynd um íslenskan her á dagskrá er leitað í gamla verkfærakistu og kenningar um að stríð og vopnaskak sé leið til endurstillingar og valdajafnvægis. Ísland er hins vegar smáþjóð sem hefur ekki mannafla eða aðstæður til að byggja upp sterkan hér þótt vilji væri fyrir hendi. Við þurfum að treysta á ríkjabandalag í tímabundnu ástandi sem þessu og tala fyrir lýðræði, friði og diplómatískum lausnum. Jafnvægislistin Bandaríkin sem eru skuldsett þjóð sem sjá hagsmunum sínum betur borgið með því að afla vina utan Evrópu á þessum tímapunkti. Til þess ætla ráðamenn þar að beita afli til að knýja á um aðgengi að auðlindum þjóða hvort sem er hjá stríðshrjáðri Palestínu og Úkraínu eða nágrönnum okkar á Grænlandi. Þeir beita alls kyns aðferðum, meðal annars ofgnótt af upplýsingaóreiðu, samfélagsmiðlaherferðum á miðlum sem auðmenn eiga og hræðsluáróðri með óhefluðum og óheftum hætti. Auðmennirnir eru komnir inn í stjórnkerfið og stýra eins og um hvert annað fyrirtæki sé að ræða. Það er hætt við að skammtímahagsmunir ráði för fremur en jafnvægi ólíkra vistkerfa. Það reynir á Norðurlöndin og Evrópu að þjappa sér saman um gildi lýðræðis og fjölbreytileika sem hefur skapað lífsgæði sem þótt hafa eftirsóknarverð. Jafnvægislistin er dýrmæt í þessu samhengi. Mikilvægur griðarstaður Háskólasamfélagið gegnir mikilvægu hlutverki í að leiða saman þekkingu og samtal og hafa áhrif til góðs í samfélaginu. Sem lítil þjóð geta Íslendingar látið til sín taka í slíku samtali og unnið að því að kór friðarsinna hljómi inn í sinfóníu óreiðunnar og hamfarana sem nú dynja yfir. Friðarkórinn þarf að heyrast þar sem gamaldags stjórnmálamenn endurvekja gamaldags leiðir í valdatafli stórveldanna. Það ýtti við mér að lesa grein Bjarna með morgunkaffinu en orð John Lennon og Yoko Ono komu upp í hugann um að við veitum tækifæri á friði. Ég kalla því eftir að við stóreflum friðarkóra heimsins sem kyrja meira og hærra um frið. Í villtu leikhúsi heimspólitíkurinar eru sóknarfæri í því að Ísland sé griðarstaður. Höfundur er lektor við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kollegi minn Bjarni Már Magnússon við Háskólann á Bifröst sendi frá sér grein undir fyrirsögninni Sterkur íslenskur her sem birtist á síðum Morgunblaðsins 26.2.25. Þar færir hann rök fyrir því að hið langvarandi öryggisnet sem Bandaríkjamenn hafi veitt álfunni hafi gufað upp á síðustu dögum. Það er eðlilegt að við bregðumst við þeirri nýju heimsmynd sem hefur verið að teiknast upp um nokkurt skeið og er nú að raungerast með harðari hætti en friðelskandi fólk hefði vonað. Í gegnum tíðina hafa komið fram kenningar sem ýmist leggja til grundvallar að friður sé hornsteinn heilbrigðs samfélags og viðskipta þjóða á milli eða að stríð séu nauðsynleg til að endurjafna viðskiptahagsmuni. Í síðarnefndum kenningum er gengið út frá hagsmunum hins sterka. Íslenskur her óraunhæf hugmynd Ákall um íslenskan her eru hvorki frumlegar né nýjar af nálinni. Arnar Sigurjónsson gaf út bókina Íslenskur her árið 2022 og Halldór heitinn Hermannsson setti hugmyndina á dagskrá líka. Ef ég man rétt þá varð það í kringum framboð fyrir Frjálslynda flokkinn á Vestfjörðum árið 1991. Með því að setja hugmynd um íslenskan her á dagskrá er leitað í gamla verkfærakistu og kenningar um að stríð og vopnaskak sé leið til endurstillingar og valdajafnvægis. Ísland er hins vegar smáþjóð sem hefur ekki mannafla eða aðstæður til að byggja upp sterkan hér þótt vilji væri fyrir hendi. Við þurfum að treysta á ríkjabandalag í tímabundnu ástandi sem þessu og tala fyrir lýðræði, friði og diplómatískum lausnum. Jafnvægislistin Bandaríkin sem eru skuldsett þjóð sem sjá hagsmunum sínum betur borgið með því að afla vina utan Evrópu á þessum tímapunkti. Til þess ætla ráðamenn þar að beita afli til að knýja á um aðgengi að auðlindum þjóða hvort sem er hjá stríðshrjáðri Palestínu og Úkraínu eða nágrönnum okkar á Grænlandi. Þeir beita alls kyns aðferðum, meðal annars ofgnótt af upplýsingaóreiðu, samfélagsmiðlaherferðum á miðlum sem auðmenn eiga og hræðsluáróðri með óhefluðum og óheftum hætti. Auðmennirnir eru komnir inn í stjórnkerfið og stýra eins og um hvert annað fyrirtæki sé að ræða. Það er hætt við að skammtímahagsmunir ráði för fremur en jafnvægi ólíkra vistkerfa. Það reynir á Norðurlöndin og Evrópu að þjappa sér saman um gildi lýðræðis og fjölbreytileika sem hefur skapað lífsgæði sem þótt hafa eftirsóknarverð. Jafnvægislistin er dýrmæt í þessu samhengi. Mikilvægur griðarstaður Háskólasamfélagið gegnir mikilvægu hlutverki í að leiða saman þekkingu og samtal og hafa áhrif til góðs í samfélaginu. Sem lítil þjóð geta Íslendingar látið til sín taka í slíku samtali og unnið að því að kór friðarsinna hljómi inn í sinfóníu óreiðunnar og hamfarana sem nú dynja yfir. Friðarkórinn þarf að heyrast þar sem gamaldags stjórnmálamenn endurvekja gamaldags leiðir í valdatafli stórveldanna. Það ýtti við mér að lesa grein Bjarna með morgunkaffinu en orð John Lennon og Yoko Ono komu upp í hugann um að við veitum tækifæri á friði. Ég kalla því eftir að við stóreflum friðarkóra heimsins sem kyrja meira og hærra um frið. Í villtu leikhúsi heimspólitíkurinar eru sóknarfæri í því að Ísland sé griðarstaður. Höfundur er lektor við Háskólann á Bifröst.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar