Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir, Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Brynhildur Einarsdóttir, Guðrún Ingadóttir, G. Sirrý Ágústsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Jónas Kári Eiríksson, Júlíus Guðni Antonsson, Ragnhildur Eva Jónsdóttir og Róbert Smári Gunnarsson skrifa 26. febrúar 2025 14:31 Það voru tíðindi þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í upphafi árs að hann hygðist ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Um leið markaði það upphaf tímamóta og kaflaskila í sögu Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um næstu helgi sem er jafnframt stærsta samkoma stjórnmálaafls í landinu. Þar koma saman rúmlega tvö þúsund Sjálfstæðismenn af öllu landinu til að móta stefnu flokksins og kjósa sér nýja forystu. Nú hafa tveir öflugir frambjóðendur boðið sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Annar þeirra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og geta flokksmenn svo sannarlega fagnað framboðinu því hér fer fram einn kraftmesti, atorkusamasti og duglegasti þingmaður okkar Íslendinga. Árangurinn sem hún hefur náð á vettvangi stjórnmálanna síðastliðinn áratug er aðdáunarverður. Við í Norðvesturkjördæmi getum sérstaklega fagnað framboðinu því fáir ráðherrar hafa sinnt landsbyggðinni af jafn miklum krafti og Áslaug Arna gerði í ráðherratíð sinni. Hún hefur verið iðin við að færa starfsemi skrifstofunnar sinnar um land allt ólíkt öðrum ráðherrum. Fyrir vikið þekkir hún vel tækifæri og áskoranir hvers svæðis fyrir sig. Hún er í góðum tengslum við grasrótina í flokknum í öllum landshlutum og hefur þar byggt upp mikið traust. Áslaug Arna hefur sett sig inn í málefni fjölskyldna og fyrirtækja, hún hefur alla tíð talað máli atvinnulífs og vill einfalda rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt því að efla uppbyggingu nýsköpunar á landsvísu. Í störfum sínum hefur hún lagt mikla áherslu á málefni háskólanna og aukið tækifæri fólks á landsbyggðinni til að sækja sér menntun og eflt þannig byggðir landsins. Áslaug Arna vill sameina Sjálfstæðisflokkinn og hún býr yfir þeim einstöku hæfileikum að leiða ólíkt fólk saman. Hún vill einfalda og straumlínulaga flokksstarfið og færa það nær félögum og sveitarstjórnarfólki um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sækja fram og styrkjast. Til þess þarf traustan leiðtoga sem þekkir ólík svæði utan síns kjördæmis. Þetta er einmitt sú þekking sem Áslaug Arna hefur aflað sér með ótal mörgum heimsóknum sínum um landið, í öll kjördæmi. Áslaug Arna er með skýra framtíðarsýn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ísland. Hún vill Sjálfstæðisflokk sem stendur traustur á sínum grunngildum: frelsi einstaklingsins, minna ríkisvald og öflugt atvinnulíf um land allt. Það eru nýir og spennandi tímar framundan í Sjálfstæðisflokknum og það er enginn betri til að leiða flokkinn áfram en Áslaug Arna. Við treystum Áslaugu Örnu. Höfundar eru Sjálfstæðismenn úr Norðvesturkjördæmi. Auður Kjartansdóttir, Snæfellsbæ Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Vesturbyggð Brynhildur Einarsdóttir, Flateyri Guðrún Ingadóttir, Borgarbyggð G. Sirrý Ágústsdóttir, Bíldudal Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafirði Jónas Kári Eiríksson, Akranesi Júlíus Guðni Antonsson, Húnaþingi vestra Ragnhildur Eva Jónsdóttir, Borgarbyggð Róbert Smári Gunnarsson, Skagafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það voru tíðindi þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í upphafi árs að hann hygðist ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Um leið markaði það upphaf tímamóta og kaflaskila í sögu Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um næstu helgi sem er jafnframt stærsta samkoma stjórnmálaafls í landinu. Þar koma saman rúmlega tvö þúsund Sjálfstæðismenn af öllu landinu til að móta stefnu flokksins og kjósa sér nýja forystu. Nú hafa tveir öflugir frambjóðendur boðið sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Annar þeirra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og geta flokksmenn svo sannarlega fagnað framboðinu því hér fer fram einn kraftmesti, atorkusamasti og duglegasti þingmaður okkar Íslendinga. Árangurinn sem hún hefur náð á vettvangi stjórnmálanna síðastliðinn áratug er aðdáunarverður. Við í Norðvesturkjördæmi getum sérstaklega fagnað framboðinu því fáir ráðherrar hafa sinnt landsbyggðinni af jafn miklum krafti og Áslaug Arna gerði í ráðherratíð sinni. Hún hefur verið iðin við að færa starfsemi skrifstofunnar sinnar um land allt ólíkt öðrum ráðherrum. Fyrir vikið þekkir hún vel tækifæri og áskoranir hvers svæðis fyrir sig. Hún er í góðum tengslum við grasrótina í flokknum í öllum landshlutum og hefur þar byggt upp mikið traust. Áslaug Arna hefur sett sig inn í málefni fjölskyldna og fyrirtækja, hún hefur alla tíð talað máli atvinnulífs og vill einfalda rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt því að efla uppbyggingu nýsköpunar á landsvísu. Í störfum sínum hefur hún lagt mikla áherslu á málefni háskólanna og aukið tækifæri fólks á landsbyggðinni til að sækja sér menntun og eflt þannig byggðir landsins. Áslaug Arna vill sameina Sjálfstæðisflokkinn og hún býr yfir þeim einstöku hæfileikum að leiða ólíkt fólk saman. Hún vill einfalda og straumlínulaga flokksstarfið og færa það nær félögum og sveitarstjórnarfólki um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sækja fram og styrkjast. Til þess þarf traustan leiðtoga sem þekkir ólík svæði utan síns kjördæmis. Þetta er einmitt sú þekking sem Áslaug Arna hefur aflað sér með ótal mörgum heimsóknum sínum um landið, í öll kjördæmi. Áslaug Arna er með skýra framtíðarsýn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ísland. Hún vill Sjálfstæðisflokk sem stendur traustur á sínum grunngildum: frelsi einstaklingsins, minna ríkisvald og öflugt atvinnulíf um land allt. Það eru nýir og spennandi tímar framundan í Sjálfstæðisflokknum og það er enginn betri til að leiða flokkinn áfram en Áslaug Arna. Við treystum Áslaugu Örnu. Höfundar eru Sjálfstæðismenn úr Norðvesturkjördæmi. Auður Kjartansdóttir, Snæfellsbæ Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Vesturbyggð Brynhildur Einarsdóttir, Flateyri Guðrún Ingadóttir, Borgarbyggð G. Sirrý Ágústsdóttir, Bíldudal Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafirði Jónas Kári Eiríksson, Akranesi Júlíus Guðni Antonsson, Húnaþingi vestra Ragnhildur Eva Jónsdóttir, Borgarbyggð Róbert Smári Gunnarsson, Skagafirði
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun