Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir og Stefanía Benónísdóttir skrifa 26. febrúar 2025 11:30 Aukin fjármögnun til vísindarannsókna á Íslandi er nauðsynleg. „Öflugt rannsóknastarf er nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum með aðkomu nýdoktora og nýrra akademískra starfsmanna, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs.“ Þetta skrifar Magnús Karl Magnússon prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands á heimasíðu sinni en hann býður sig fram í rektorskosningum skólans sem fram fara um miðjan mars. Við sem erum nýdoktorar tökum heilshugar undir orð Magnúsar Karls. Við teljum nauðsynlegt að rektor beiti sér fyrir því að opinberir sjóðir vísinda verði stórlega efldir. Eins og doktorsnemar og nýdoktorar hafa ítrekað bent á hefur niðurskurður á rannsóknarsjóðum síðustu ár valdið vísindasamfélaginu á Íslandi óafturkræfum skaða sem kemur bæði niður á kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands. Slíkir sjóðir gera vísindafólki kleift að vinna að mikilvægum langtímarannsóknum, viðhalda alþjóðlegu samstarfi, stuðla að nýsköpun og tryggja fjölbreytni rannsóknarverkefna í íslensku vísindasamfélagi. Frekari uppbygging öflugs innlends sjóðakerfis vísinda og rannsókna er lykilatriði. Slíkt net er forsenda þess að hér haldi áfram að vaxa öflugt fræðasamfélag með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Magnús Karl hefur látið sig þessi mál varða í yfir tuttugu ár. Enn fremur varðar miklu að styrkja stoðir nýdoktora við Háskóla Íslands. Þessi hópur rannsakenda gegnir bæði veigamiklu hlutverki í rannsóknastarfi og kemur að kennslu og þjálfun á ýmsum stigum háskólanáms. Með þetta að leiðarljósi styðjum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands! Sólveig Ásta Sigurðardóttir, nýdoktor við RIKK - Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum Stefanía Benónísdóttir, nýdoktor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Aukin fjármögnun til vísindarannsókna á Íslandi er nauðsynleg. „Öflugt rannsóknastarf er nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum með aðkomu nýdoktora og nýrra akademískra starfsmanna, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs.“ Þetta skrifar Magnús Karl Magnússon prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands á heimasíðu sinni en hann býður sig fram í rektorskosningum skólans sem fram fara um miðjan mars. Við sem erum nýdoktorar tökum heilshugar undir orð Magnúsar Karls. Við teljum nauðsynlegt að rektor beiti sér fyrir því að opinberir sjóðir vísinda verði stórlega efldir. Eins og doktorsnemar og nýdoktorar hafa ítrekað bent á hefur niðurskurður á rannsóknarsjóðum síðustu ár valdið vísindasamfélaginu á Íslandi óafturkræfum skaða sem kemur bæði niður á kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands. Slíkir sjóðir gera vísindafólki kleift að vinna að mikilvægum langtímarannsóknum, viðhalda alþjóðlegu samstarfi, stuðla að nýsköpun og tryggja fjölbreytni rannsóknarverkefna í íslensku vísindasamfélagi. Frekari uppbygging öflugs innlends sjóðakerfis vísinda og rannsókna er lykilatriði. Slíkt net er forsenda þess að hér haldi áfram að vaxa öflugt fræðasamfélag með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Magnús Karl hefur látið sig þessi mál varða í yfir tuttugu ár. Enn fremur varðar miklu að styrkja stoðir nýdoktora við Háskóla Íslands. Þessi hópur rannsakenda gegnir bæði veigamiklu hlutverki í rannsóknastarfi og kemur að kennslu og þjálfun á ýmsum stigum háskólanáms. Með þetta að leiðarljósi styðjum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands! Sólveig Ásta Sigurðardóttir, nýdoktor við RIKK - Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum Stefanía Benónísdóttir, nýdoktor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar