Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2025 11:02 Það má heita mikill misskilningur á 21. öld tækni og hraða að telja flugvélar til hverfandi samgöngutækja innanlands. Telja jafnvel að snjallt sé að tilvonandi farþegi á leið í flug milli landshluta aki allt að 100 km til og frá flugvelli til að fljúga sínar leiðir, væri innanlandsflug flutt á Miðnesheiði. Flest bendir til að með tækniframförum og orkuskiptum í samgöngum nái flug ekki bara að standast tímans tönn innanlands heldur vaxa að umfangi næstu áratugi og öld. Þar ræður margt: Umhverfisvænni stórar vélar, stuttbrautarvélar, stýrðir drónar og ýmis konar þyrlur. Líka kröfur um betri almenningssamgöngur, næg tækifæri til að skjótast „bæjarleiðir“, ná millilandaflugi og t.d. almennri heilbrigðisþjónustu. Einnig skipulagt hjálpar- og sjúkraflug og sértæk heilbrigðisþjónusta í hátæknisjúkrahúsum (Ak. og Rek.) Enn fremur að séð verði til þess að höfuðborgin geti sómasamlega sinnt aðsókn af landsbyggðinni í stofnanir og sérþjónustu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa svo sínar væntingar og samgöngukröfur vegna vinnu og við leik. Fleira má minna á: Íbúum í þétt- og dreifbýli fjölgar hratt og því þarf að mæta. Framleiðsla vistvænnar vöru á dagmarkað eykst. Útgerð meðalbíls kostar ekki undir 100 kr. pr. km á ársgrunni. 600 km ökuferð fram og tilbaka til Reyjavíkur uttan af landi kostar vart undir 60.000 kr. Tímaeyðslan telur líka. Misjöfn færð, margbreytt náttúruvá, oft langur aksturstími og dýrt og viðhaldsfrekt vegkerfi landsins (12.000 km – bara þjóðvegirnir!) eru ekki aðstæður sem vísa til þess að fækka eigi heilsársflugvöllum. Þvert á móti ætti að fjölga þeim skynsamlega. Einnig að blasir við að loka ekki Vatnsmýrarvellinum heldur sníða hann að nútíma og framtíð. Tryggja að þar verði samþætt og grænorkuvætt almenningsamgöngukerfi landsmanna skipulagt sem aðalstöð, samhliða orkuskiptum bílaflotans. Meðal annars er unnt að endurskipuleggja og ýmist lengja eða stytta flugbrautir eftir ráðleggingum sérfræðinga með langtíma innanlands- og sjúkraflug að markmiði. Rútukerfi skal rekið samhliða. Vöruflutningar í lofti og sjúkraflutningar aukast vafalítið á næstu áratugum. Stjórnendur og stór hluti almennings í borgum heims með miðlæg og plássfrek samgöngumannvirki (t.d. eina eða fleiri járnbrautarstöðvar og fjölda teina) horfa ekki bara til landsins undir þeim sem byggingarland. Lífsgæði greiðra og hnitmiðaðra samgangna og öryggi þeim tengt eru jafn mikilvæg eða mikilvægari. Allir íbúar hvers nútíma ríkis eru jafn réttháir þegar kemur að samgöngum og opinberri þjónustu. Sjálfbærar almenningssamgöngur hafa þrjár stoðir til heildræns mats: Hagræna stoð, umhverfisvernd og mannvænt samfélag í öllum byggðum. Reykjavík er ekki sjálfstætt eyland utan Íslands, heldur burðarbyggðin í landinu. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Fréttir af flugi Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Það má heita mikill misskilningur á 21. öld tækni og hraða að telja flugvélar til hverfandi samgöngutækja innanlands. Telja jafnvel að snjallt sé að tilvonandi farþegi á leið í flug milli landshluta aki allt að 100 km til og frá flugvelli til að fljúga sínar leiðir, væri innanlandsflug flutt á Miðnesheiði. Flest bendir til að með tækniframförum og orkuskiptum í samgöngum nái flug ekki bara að standast tímans tönn innanlands heldur vaxa að umfangi næstu áratugi og öld. Þar ræður margt: Umhverfisvænni stórar vélar, stuttbrautarvélar, stýrðir drónar og ýmis konar þyrlur. Líka kröfur um betri almenningssamgöngur, næg tækifæri til að skjótast „bæjarleiðir“, ná millilandaflugi og t.d. almennri heilbrigðisþjónustu. Einnig skipulagt hjálpar- og sjúkraflug og sértæk heilbrigðisþjónusta í hátæknisjúkrahúsum (Ak. og Rek.) Enn fremur að séð verði til þess að höfuðborgin geti sómasamlega sinnt aðsókn af landsbyggðinni í stofnanir og sérþjónustu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa svo sínar væntingar og samgöngukröfur vegna vinnu og við leik. Fleira má minna á: Íbúum í þétt- og dreifbýli fjölgar hratt og því þarf að mæta. Framleiðsla vistvænnar vöru á dagmarkað eykst. Útgerð meðalbíls kostar ekki undir 100 kr. pr. km á ársgrunni. 600 km ökuferð fram og tilbaka til Reyjavíkur uttan af landi kostar vart undir 60.000 kr. Tímaeyðslan telur líka. Misjöfn færð, margbreytt náttúruvá, oft langur aksturstími og dýrt og viðhaldsfrekt vegkerfi landsins (12.000 km – bara þjóðvegirnir!) eru ekki aðstæður sem vísa til þess að fækka eigi heilsársflugvöllum. Þvert á móti ætti að fjölga þeim skynsamlega. Einnig að blasir við að loka ekki Vatnsmýrarvellinum heldur sníða hann að nútíma og framtíð. Tryggja að þar verði samþætt og grænorkuvætt almenningsamgöngukerfi landsmanna skipulagt sem aðalstöð, samhliða orkuskiptum bílaflotans. Meðal annars er unnt að endurskipuleggja og ýmist lengja eða stytta flugbrautir eftir ráðleggingum sérfræðinga með langtíma innanlands- og sjúkraflug að markmiði. Rútukerfi skal rekið samhliða. Vöruflutningar í lofti og sjúkraflutningar aukast vafalítið á næstu áratugum. Stjórnendur og stór hluti almennings í borgum heims með miðlæg og plássfrek samgöngumannvirki (t.d. eina eða fleiri járnbrautarstöðvar og fjölda teina) horfa ekki bara til landsins undir þeim sem byggingarland. Lífsgæði greiðra og hnitmiðaðra samgangna og öryggi þeim tengt eru jafn mikilvæg eða mikilvægari. Allir íbúar hvers nútíma ríkis eru jafn réttháir þegar kemur að samgöngum og opinberri þjónustu. Sjálfbærar almenningssamgöngur hafa þrjár stoðir til heildræns mats: Hagræna stoð, umhverfisvernd og mannvænt samfélag í öllum byggðum. Reykjavík er ekki sjálfstætt eyland utan Íslands, heldur burðarbyggðin í landinu. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar