Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar 26. febrúar 2025 09:01 Við Sjálfstæðismenn og allir landsmenn þurfum á sterkri forystu í Sjálfstæðisflokknum að halda. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum. Eftir slökustu alþingiskosningar í sögu flokksins er hann nú kominn í minnihluta á tveimur áhrifamestu stöðum landsins: Alþingi og í borginni. Flokkurinn hefur líklega aldrei þurft jafn mikið á öflugri og ábyrgri forystu að halda til að endurheimta trú landsmanna. Auðvelt er að benda á aðra þegar illa gengur, en að leysa vandamálin er raunveruleg áskorun. Jens Garðar er ekki maðurinn sem hikar. Hann er blátt áfram, tekur af skarið og klárar málin. Hann hefur sýnt það í atvinnulífinu, félagsstörfum og pólitík. Jens lætur verkin tala – hann talar ekki bara um verkin. Jens Garðar, eða „Jenni frændi“ eins og ég kalla hann, er mikil fyrirmynd. Hann er ekki aðeins frábær stjórnmálamaður heldur einnig einstaklega skemmtilegur og klár . Þegar ég var yngri fórum við oft í fjölskylduferðir. Jens var á einum bíl, en mamma og pabbi á öðrum. Allir krakkarnir vildu vera með Jenna frænda því hann spilaði bestu tónlistina og sagði skemmtilegar sögur. Nú í nóvember bað Jens mig um að hjálpa sér í kosningabaráttunni. Það þurfti ekki að biðja mig tvisvar um það. ,,Bíltúrinn” að þessu sinni var að vísu um allt Norð-Austur kjördæmi. Þó að keyrslan hafi verið löng, var þetta mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Þetta er kannski smá úturdúr, þá lýsir þetta Jens svo vel – og einmitt það sem við Sjálfstæðismenn þurfum í forystu flokksins. Við þurfum leiðtoga sem nær fólki með sér, er öflugur málsvari stefnunnar okkar, en líka einhvern sem getur sameinað fólk úr ólíkum hópum og á öllum aldri. Það er nákvæmlega sá Jens sem ég þekki. Kjósum Jens Garðar til varaformanns á landsfundinum. Því við þurfum leiðtoga sem lætur verkin tala, og með honum munum við byggja upp sterkari Sjálfstæðisflokk, flokknum og landsmönnum öllum til heilla! Höfundur er tvítugur húsasmiður og formaður Hávarr-félag ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Við Sjálfstæðismenn og allir landsmenn þurfum á sterkri forystu í Sjálfstæðisflokknum að halda. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum. Eftir slökustu alþingiskosningar í sögu flokksins er hann nú kominn í minnihluta á tveimur áhrifamestu stöðum landsins: Alþingi og í borginni. Flokkurinn hefur líklega aldrei þurft jafn mikið á öflugri og ábyrgri forystu að halda til að endurheimta trú landsmanna. Auðvelt er að benda á aðra þegar illa gengur, en að leysa vandamálin er raunveruleg áskorun. Jens Garðar er ekki maðurinn sem hikar. Hann er blátt áfram, tekur af skarið og klárar málin. Hann hefur sýnt það í atvinnulífinu, félagsstörfum og pólitík. Jens lætur verkin tala – hann talar ekki bara um verkin. Jens Garðar, eða „Jenni frændi“ eins og ég kalla hann, er mikil fyrirmynd. Hann er ekki aðeins frábær stjórnmálamaður heldur einnig einstaklega skemmtilegur og klár . Þegar ég var yngri fórum við oft í fjölskylduferðir. Jens var á einum bíl, en mamma og pabbi á öðrum. Allir krakkarnir vildu vera með Jenna frænda því hann spilaði bestu tónlistina og sagði skemmtilegar sögur. Nú í nóvember bað Jens mig um að hjálpa sér í kosningabaráttunni. Það þurfti ekki að biðja mig tvisvar um það. ,,Bíltúrinn” að þessu sinni var að vísu um allt Norð-Austur kjördæmi. Þó að keyrslan hafi verið löng, var þetta mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Þetta er kannski smá úturdúr, þá lýsir þetta Jens svo vel – og einmitt það sem við Sjálfstæðismenn þurfum í forystu flokksins. Við þurfum leiðtoga sem nær fólki með sér, er öflugur málsvari stefnunnar okkar, en líka einhvern sem getur sameinað fólk úr ólíkum hópum og á öllum aldri. Það er nákvæmlega sá Jens sem ég þekki. Kjósum Jens Garðar til varaformanns á landsfundinum. Því við þurfum leiðtoga sem lætur verkin tala, og með honum munum við byggja upp sterkari Sjálfstæðisflokk, flokknum og landsmönnum öllum til heilla! Höfundur er tvítugur húsasmiður og formaður Hávarr-félag ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar