Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2025 10:01 Íslenski fasteignamarkaðurinn hefur lengi verið áskorun fyrir þá sem dreymir um að eignast sín fyrstu íbúð. Miklar fjárhagslegar hindranir, háar kröfur um eigið fé og miklar lánaskuldbindingar hafa oftar en ekki komið í veg fyrir að fólk geti látið drauminn rætast. Háir vextir og verðbólga gera það að verkum að ungt fólk og þeir sem hafa ekki átt íbúð áður þurfa að sæta afar kjörum á óstöðugum leigumarkaði. Það þarf nýjar lausnir sem taka mið af íslenskum aðstæðum og skapa fólki raunhæfa möguleika að eignast íbúð. Innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég talað fyrir lausn sem vert er að skoða nánar. Húsnæðismálin hafa verið eitt helsta baráttumálið mitt í framboði til formanns VR. Ég vil tryggja öllu félagsfólki VR, sérstaklega ungu fólki og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum, raunverulega leið til að eignast eigið heimili. Ég mun berjast fyrir að byggðar verði eignaíbúðir á hagkvæmu verði. Þetta byggir á hugmyndum norrænna húsnæðissamvinnufélaga þar sem hefð er fyrir að bjóða upp á nýjar og sveigjanlegar leiðir til að auðvelda fleirum að eignast eigin húsnæði. Húsnæðiskerfi sem gjörbreytir möguleikum fyrir fyrstu kaupendur Hugmyndin er einföld, þú kaupir frá 50% af íbúðinni. Seinna, ef það hentar þér og fjárhag þínum, geturðu aukið eignarhlut þinn – þar til þú átt alla eignina, en greiðir leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki í íbúðinni. Þetta þýðir að krafan um eigið fé er aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta – helmingi minni upphæð en í hefðbundnum fasteignakaupum. Þannig er hægt að byrja með minni fjárhagslegar skuldbindingar og smám saman auka eignarhlut eftir því sem fjárhagsstaða leyfir. Í stað þess að safna háum upphæðum og standast strangt og oft ósanngjarnt greiðslumat verður það auðveldara að eignast íbúð. Með þessar nýju lausn verður fasteignamarkaðurinn aðgengilegur fyrir fleiri og býður upp á tækifæri til að breyta draumi um að eignast húsnæði í veruleika. Innan verkalýðshreyfingarinnar er mikil þekking á að byggja hagkvæmar leiguíbúðir. Bjarg íbúðafélag tók nýlega að sér að byggja 36 leiguíbúðir. Þetta eru hagkvæmar íbúðir fyrir VR félaga. Byggingarkostnaður var töluvert lægri miðað við sambærilegar íbúðir. Þetta býður upp á þann möguleika að kaupa íbúð á 10-15% lægra verði en gengur og gerist á almennum markaði. Af hverju að velja þetta húsnæðiskerfi? Það þarf ekki að finna upp hjólið aftur heldur að nýta áratuga reynslu og nýta hugmyndir sem hafa reynst árangursríkar á Norðurlöndum hér á landi. Lægra eigið fé – Aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta. Sveigjanleg greiðsluáætlun – Greiðsla leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki. Getur eignast íbúðina smám saman – Þú getur aukið eignarhlut þegar þér hentar. Lægri byggingarkostnaður - lægra kaupverð – 10-15% lægra íbúðaverð en gengur á markaði. Leiðin að fyrsta heimilinu – Fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur Þetta nýja húsnæðiskerfi opnar dyrnar fyrir alla fyrstu kaupendur – bæði ungt fólk og þá sem hafa verið lengi á leigumarkaði eða ekki átt íbúð áður. Það býður upp á raunverulegar lausnir fyrir þá sem hafa átt erfitt með að safna nægu eigin fé og hafa fundið fyrir allt of hárri leigu og óstöðugleika á leigumarkaði. Ég hef ekki aðeins talað um lausnir í húsnæðismálum – ég hef komið þeim í framkvæmd. Með reynslu úr húsnæðisnefnd VR og ASÍ, í stjórn Bjargs íbúðafélags og störfum mínum að húsnæðismálum, veit ég hvað þarf til að koma raunverulegum lausnum í framkvæmd. Ég býð mig fram sem formann VR til að tryggja öllum félagsmönnum betri og raunhæfari möguleika á að eignast eigið heimili. Veljum framtíð með raunhæfum lausnum í húsnæðismálum – Veljum frambjóðanda með reynslu til að koma þeim í framkvæmd. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Húsnæðismál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Sjá meira
Íslenski fasteignamarkaðurinn hefur lengi verið áskorun fyrir þá sem dreymir um að eignast sín fyrstu íbúð. Miklar fjárhagslegar hindranir, háar kröfur um eigið fé og miklar lánaskuldbindingar hafa oftar en ekki komið í veg fyrir að fólk geti látið drauminn rætast. Háir vextir og verðbólga gera það að verkum að ungt fólk og þeir sem hafa ekki átt íbúð áður þurfa að sæta afar kjörum á óstöðugum leigumarkaði. Það þarf nýjar lausnir sem taka mið af íslenskum aðstæðum og skapa fólki raunhæfa möguleika að eignast íbúð. Innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég talað fyrir lausn sem vert er að skoða nánar. Húsnæðismálin hafa verið eitt helsta baráttumálið mitt í framboði til formanns VR. Ég vil tryggja öllu félagsfólki VR, sérstaklega ungu fólki og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum, raunverulega leið til að eignast eigið heimili. Ég mun berjast fyrir að byggðar verði eignaíbúðir á hagkvæmu verði. Þetta byggir á hugmyndum norrænna húsnæðissamvinnufélaga þar sem hefð er fyrir að bjóða upp á nýjar og sveigjanlegar leiðir til að auðvelda fleirum að eignast eigin húsnæði. Húsnæðiskerfi sem gjörbreytir möguleikum fyrir fyrstu kaupendur Hugmyndin er einföld, þú kaupir frá 50% af íbúðinni. Seinna, ef það hentar þér og fjárhag þínum, geturðu aukið eignarhlut þinn – þar til þú átt alla eignina, en greiðir leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki í íbúðinni. Þetta þýðir að krafan um eigið fé er aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta – helmingi minni upphæð en í hefðbundnum fasteignakaupum. Þannig er hægt að byrja með minni fjárhagslegar skuldbindingar og smám saman auka eignarhlut eftir því sem fjárhagsstaða leyfir. Í stað þess að safna háum upphæðum og standast strangt og oft ósanngjarnt greiðslumat verður það auðveldara að eignast íbúð. Með þessar nýju lausn verður fasteignamarkaðurinn aðgengilegur fyrir fleiri og býður upp á tækifæri til að breyta draumi um að eignast húsnæði í veruleika. Innan verkalýðshreyfingarinnar er mikil þekking á að byggja hagkvæmar leiguíbúðir. Bjarg íbúðafélag tók nýlega að sér að byggja 36 leiguíbúðir. Þetta eru hagkvæmar íbúðir fyrir VR félaga. Byggingarkostnaður var töluvert lægri miðað við sambærilegar íbúðir. Þetta býður upp á þann möguleika að kaupa íbúð á 10-15% lægra verði en gengur og gerist á almennum markaði. Af hverju að velja þetta húsnæðiskerfi? Það þarf ekki að finna upp hjólið aftur heldur að nýta áratuga reynslu og nýta hugmyndir sem hafa reynst árangursríkar á Norðurlöndum hér á landi. Lægra eigið fé – Aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta. Sveigjanleg greiðsluáætlun – Greiðsla leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki. Getur eignast íbúðina smám saman – Þú getur aukið eignarhlut þegar þér hentar. Lægri byggingarkostnaður - lægra kaupverð – 10-15% lægra íbúðaverð en gengur á markaði. Leiðin að fyrsta heimilinu – Fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur Þetta nýja húsnæðiskerfi opnar dyrnar fyrir alla fyrstu kaupendur – bæði ungt fólk og þá sem hafa verið lengi á leigumarkaði eða ekki átt íbúð áður. Það býður upp á raunverulegar lausnir fyrir þá sem hafa átt erfitt með að safna nægu eigin fé og hafa fundið fyrir allt of hárri leigu og óstöðugleika á leigumarkaði. Ég hef ekki aðeins talað um lausnir í húsnæðismálum – ég hef komið þeim í framkvæmd. Með reynslu úr húsnæðisnefnd VR og ASÍ, í stjórn Bjargs íbúðafélags og störfum mínum að húsnæðismálum, veit ég hvað þarf til að koma raunverulegum lausnum í framkvæmd. Ég býð mig fram sem formann VR til að tryggja öllum félagsmönnum betri og raunhæfari möguleika á að eignast eigið heimili. Veljum framtíð með raunhæfum lausnum í húsnæðismálum – Veljum frambjóðanda með reynslu til að koma þeim í framkvæmd. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun