Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar 24. febrúar 2025 11:01 Áhrifamikið fólk í skólamálum hefur haft horn í síðu samræmdra prófa og fundið þeim eitthvað til foráttu og má þar nefna þrennt helst. Þau stýra kennslu of mikið Þau eru gamaldags Þau meta ekki allt sem aðalnámskrá boðar 1. Svar við fyrsta liðnum blasir við og er hann byggður annaðhvort á misskilningi eða fáfræði. Samræmd próf eiga að vera úr samræmdri námskrá. Þannig að það er ekkert að því að kennt sé þannig að útkoman verði góð niðurstaða á samræmdu prófi. Hægt er að flétta aðra þætti skólastarfsins sem prófið metur ekki með þægilegum hætti inn í kennsluna. Annars treysti ég kennurum til að stýra sinni kennslu. 2. Hvað er gamaldags og hvað ekki og er gamaldags verra en eitthvað sem er svo nýtt og óprófað að það úreltist á nokkrum mánuðum? Þetta atriði sýnir hve rökþrota óvildarmenn samræmdra prófa eru. 3. Ekkert námsmat getur metið það sem núverandi aðalnámskrá boðar. Miðað við innihald og uppbyggingu hennar gætu 10 kennarar heilt skólaár varla metið það sem hún boðar. Samræmd próf eru sjálfsagður mælikvarði enda er samræmdur námstími og samræmd námskrá. Jafnræðisreglan er brotin á nemendum við lok grunnskóla. Svo gott sem ekkert samræmi er í námsmati nemenda, á milli skóla, við lok grunnskóla og jafnræðis því ekki gætt. Samræmd próf jafna stöðuna. Börn sem koma frá heimilum þar sem efnahagur er bágborin, félagsleg staða veik og foreldrar með litla menntun geta frekar brotist út úr viðjum erfiðleika á jafnréttisgrunni samræmdra prófa. Almenningur/stjórnvöld eiga rétt á því að fá að vita hvernig nemendum í skyldunámsskólum gengur að tileinka sér viðmið aðalnámskrár. Nógu mikið kosta skólarnir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Grunnskólar Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Áhrifamikið fólk í skólamálum hefur haft horn í síðu samræmdra prófa og fundið þeim eitthvað til foráttu og má þar nefna þrennt helst. Þau stýra kennslu of mikið Þau eru gamaldags Þau meta ekki allt sem aðalnámskrá boðar 1. Svar við fyrsta liðnum blasir við og er hann byggður annaðhvort á misskilningi eða fáfræði. Samræmd próf eiga að vera úr samræmdri námskrá. Þannig að það er ekkert að því að kennt sé þannig að útkoman verði góð niðurstaða á samræmdu prófi. Hægt er að flétta aðra þætti skólastarfsins sem prófið metur ekki með þægilegum hætti inn í kennsluna. Annars treysti ég kennurum til að stýra sinni kennslu. 2. Hvað er gamaldags og hvað ekki og er gamaldags verra en eitthvað sem er svo nýtt og óprófað að það úreltist á nokkrum mánuðum? Þetta atriði sýnir hve rökþrota óvildarmenn samræmdra prófa eru. 3. Ekkert námsmat getur metið það sem núverandi aðalnámskrá boðar. Miðað við innihald og uppbyggingu hennar gætu 10 kennarar heilt skólaár varla metið það sem hún boðar. Samræmd próf eru sjálfsagður mælikvarði enda er samræmdur námstími og samræmd námskrá. Jafnræðisreglan er brotin á nemendum við lok grunnskóla. Svo gott sem ekkert samræmi er í námsmati nemenda, á milli skóla, við lok grunnskóla og jafnræðis því ekki gætt. Samræmd próf jafna stöðuna. Börn sem koma frá heimilum þar sem efnahagur er bágborin, félagsleg staða veik og foreldrar með litla menntun geta frekar brotist út úr viðjum erfiðleika á jafnréttisgrunni samræmdra prófa. Almenningur/stjórnvöld eiga rétt á því að fá að vita hvernig nemendum í skyldunámsskólum gengur að tileinka sér viðmið aðalnámskrár. Nógu mikið kosta skólarnir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar