Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar 24. febrúar 2025 10:31 Ég kom fyrst inn í starf Sjálfstæðisflokksins þegar ég tók sæti á lista flokksins fyrir þingkosningar 2016. Á fyrsta viðburði í Valhöll tók Áslaug Arna á móti mér og bauð mig velkomna. Ég hafði fylgst með henni og hennar baráttu í gegnum tíðina, en þekkti hana ekki. Hún leiddi mig í gegnum starfið, kynnti mig fyrir fólki og menningunni og hefur verið góð vinkona síðan. Þegar ég varð borgarfulltrúi flokksins þá sátum við marga fundi saman. Það er unun að fylgjast með henni vinna. Hún er skipulögð, eldklár og með skýra framtíðarsýn og markmið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ísland. Hún vill Sjálfstæðisflokk sem stendur traustur á sínum grunngildum: Frelsi einstaklingsins, minna ríkisvald og öflugt atvinnulíf. Þessi skýra framtíðarsýn skilar sér líka í mörgum verkefnum hennar sem þingmaður og ráðherra. Hún nefnilega lætur verkin tala. Ég hef aldrei séð aðra eins hamhleypu til verka enda virðist hún hafa fleiri tíma í sólarhringnum en við hin. Hún hefur komið í gegn fjölda breytinga til að einfalda líf fólks og rekstarumhverfi fyrirtækja. Hún hefur verið í fararbroddi í stafrænum lausnum, nýsköpun og gervigreind. Áslaug Arna gaf út rit um verklag HVÍN sem veitti mér og fleirum mikinn innblástur. Þar sýndi hún að hún þorir að brjóta upp kerfið og nútímavæða stjórnsýsluna. Ánægjumælingar sýna mestu ánægju starfsfólks í HVÍN af öllum ráðuneytum. Það er einmitt verkefnið sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir, að velja sér leiðtoga sem þorir að breyta og stjórna, hefur kraft til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og fá fólk með sér í verkefnið. Ef það er einhver sem ég treysti til að hafa kraft og kjark til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina þá er það Áslaug Arna. Höfundur er stjórnandi og fyrrverandi borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég kom fyrst inn í starf Sjálfstæðisflokksins þegar ég tók sæti á lista flokksins fyrir þingkosningar 2016. Á fyrsta viðburði í Valhöll tók Áslaug Arna á móti mér og bauð mig velkomna. Ég hafði fylgst með henni og hennar baráttu í gegnum tíðina, en þekkti hana ekki. Hún leiddi mig í gegnum starfið, kynnti mig fyrir fólki og menningunni og hefur verið góð vinkona síðan. Þegar ég varð borgarfulltrúi flokksins þá sátum við marga fundi saman. Það er unun að fylgjast með henni vinna. Hún er skipulögð, eldklár og með skýra framtíðarsýn og markmið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ísland. Hún vill Sjálfstæðisflokk sem stendur traustur á sínum grunngildum: Frelsi einstaklingsins, minna ríkisvald og öflugt atvinnulíf. Þessi skýra framtíðarsýn skilar sér líka í mörgum verkefnum hennar sem þingmaður og ráðherra. Hún nefnilega lætur verkin tala. Ég hef aldrei séð aðra eins hamhleypu til verka enda virðist hún hafa fleiri tíma í sólarhringnum en við hin. Hún hefur komið í gegn fjölda breytinga til að einfalda líf fólks og rekstarumhverfi fyrirtækja. Hún hefur verið í fararbroddi í stafrænum lausnum, nýsköpun og gervigreind. Áslaug Arna gaf út rit um verklag HVÍN sem veitti mér og fleirum mikinn innblástur. Þar sýndi hún að hún þorir að brjóta upp kerfið og nútímavæða stjórnsýsluna. Ánægjumælingar sýna mestu ánægju starfsfólks í HVÍN af öllum ráðuneytum. Það er einmitt verkefnið sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir, að velja sér leiðtoga sem þorir að breyta og stjórna, hefur kraft til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og fá fólk með sér í verkefnið. Ef það er einhver sem ég treysti til að hafa kraft og kjark til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina þá er það Áslaug Arna. Höfundur er stjórnandi og fyrrverandi borgarfulltrúi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar