Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar 24. febrúar 2025 10:31 Ég kom fyrst inn í starf Sjálfstæðisflokksins þegar ég tók sæti á lista flokksins fyrir þingkosningar 2016. Á fyrsta viðburði í Valhöll tók Áslaug Arna á móti mér og bauð mig velkomna. Ég hafði fylgst með henni og hennar baráttu í gegnum tíðina, en þekkti hana ekki. Hún leiddi mig í gegnum starfið, kynnti mig fyrir fólki og menningunni og hefur verið góð vinkona síðan. Þegar ég varð borgarfulltrúi flokksins þá sátum við marga fundi saman. Það er unun að fylgjast með henni vinna. Hún er skipulögð, eldklár og með skýra framtíðarsýn og markmið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ísland. Hún vill Sjálfstæðisflokk sem stendur traustur á sínum grunngildum: Frelsi einstaklingsins, minna ríkisvald og öflugt atvinnulíf. Þessi skýra framtíðarsýn skilar sér líka í mörgum verkefnum hennar sem þingmaður og ráðherra. Hún nefnilega lætur verkin tala. Ég hef aldrei séð aðra eins hamhleypu til verka enda virðist hún hafa fleiri tíma í sólarhringnum en við hin. Hún hefur komið í gegn fjölda breytinga til að einfalda líf fólks og rekstarumhverfi fyrirtækja. Hún hefur verið í fararbroddi í stafrænum lausnum, nýsköpun og gervigreind. Áslaug Arna gaf út rit um verklag HVÍN sem veitti mér og fleirum mikinn innblástur. Þar sýndi hún að hún þorir að brjóta upp kerfið og nútímavæða stjórnsýsluna. Ánægjumælingar sýna mestu ánægju starfsfólks í HVÍN af öllum ráðuneytum. Það er einmitt verkefnið sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir, að velja sér leiðtoga sem þorir að breyta og stjórna, hefur kraft til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og fá fólk með sér í verkefnið. Ef það er einhver sem ég treysti til að hafa kraft og kjark til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina þá er það Áslaug Arna. Höfundur er stjórnandi og fyrrverandi borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Ég kom fyrst inn í starf Sjálfstæðisflokksins þegar ég tók sæti á lista flokksins fyrir þingkosningar 2016. Á fyrsta viðburði í Valhöll tók Áslaug Arna á móti mér og bauð mig velkomna. Ég hafði fylgst með henni og hennar baráttu í gegnum tíðina, en þekkti hana ekki. Hún leiddi mig í gegnum starfið, kynnti mig fyrir fólki og menningunni og hefur verið góð vinkona síðan. Þegar ég varð borgarfulltrúi flokksins þá sátum við marga fundi saman. Það er unun að fylgjast með henni vinna. Hún er skipulögð, eldklár og með skýra framtíðarsýn og markmið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ísland. Hún vill Sjálfstæðisflokk sem stendur traustur á sínum grunngildum: Frelsi einstaklingsins, minna ríkisvald og öflugt atvinnulíf. Þessi skýra framtíðarsýn skilar sér líka í mörgum verkefnum hennar sem þingmaður og ráðherra. Hún nefnilega lætur verkin tala. Ég hef aldrei séð aðra eins hamhleypu til verka enda virðist hún hafa fleiri tíma í sólarhringnum en við hin. Hún hefur komið í gegn fjölda breytinga til að einfalda líf fólks og rekstarumhverfi fyrirtækja. Hún hefur verið í fararbroddi í stafrænum lausnum, nýsköpun og gervigreind. Áslaug Arna gaf út rit um verklag HVÍN sem veitti mér og fleirum mikinn innblástur. Þar sýndi hún að hún þorir að brjóta upp kerfið og nútímavæða stjórnsýsluna. Ánægjumælingar sýna mestu ánægju starfsfólks í HVÍN af öllum ráðuneytum. Það er einmitt verkefnið sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir, að velja sér leiðtoga sem þorir að breyta og stjórna, hefur kraft til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og fá fólk með sér í verkefnið. Ef það er einhver sem ég treysti til að hafa kraft og kjark til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina þá er það Áslaug Arna. Höfundur er stjórnandi og fyrrverandi borgarfulltrúi.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar