Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 23:02 Magnea Arnardóttir hefur fengið nóg og sagði upp starfi sínum á leikskólanum Rauðhóli í dag. Vísir/Einar Magnea Arnardóttir leikskólakennari sagði upp starfi sínu á leikskólanum Rauðhóli eftir tíðindi dagsins í kjaradeilu kennara. Hún telur að fleiri munu fara sömu leið. Magnea greindi frá uppsögn sinni frá leikskólanum Rauðhóli á Facebook í dag með því að birta sjálft uppsagnarbréfið. „Leikskólakennarar eru ómissandi og í útrýmingarhættu. Er það í alvöru samfélag sem við viljum, án þessarar stéttar? Óvirðing gagnvart störfum okkar er ólíðandi og við eigum skilið betri kjör og vinnuaðstæður. Viðsemjendur okkar virðast ekki vera tilbúin að sjá það,“ skrifaði hún við færsluna. Ekki borin virðing fyrir störfum kennara „Ég er að vinna á leikskóla og við fórum í verkfall. Leikskólakennarar hafa aldrei farið í verkfall fyrr en núna í vetur. Við vorum búin með viku af verkfalli þegar við fengum á okkur dóm. Síðan þá er búið að vera mjög erfitt að vera kennari,“ segir Magnea í samtali við blaðamann. Hvers vegna er það? „Vegna þess að við upplifum að það sé ekki borin virðing fyrir okkar starfi,“ segir hún. „Þau skilaboð sem við fáum frá samninganefndnum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru rosalega ólík því sem við fáum alla daga frá foreldrum, börnum og samstarfsfólki. Þannig okkur líður eins og við lifum tvöföldu lífi,“ segir hún. Foreldrar haft samband með tárin í augunum Erfitt hafi verið að sjá hvað Samband íslenskra sveitarfélaga setti mikið púður í að setja dóm á verkfall kennara. „Síðan í dag þegar við réttum út sáttahönd er slegið á hana,“ segir Magnea. Það er kornið sem fyllti mælinn? „Já, ég sé bara ekki hvað ég á að gera meira,“ segir hún. „Því miður er þetta bara síðasta vopnið í vopnabúrinu.“ Þú veist ekkert hvað tekur við? „Ég er búin að fá þvílík viðbrögð frá alls konar fólki. Skilaboð frá foreldrum með tárin í augunum, samstarfsfólki sem hugsar sinn gang og yfirmanninum mínum sem er búinn að tala við sína yfirmenn líka. Það voru margir kennarar sem gengu út í dag, eðlilega,“ segir Magnea. Mörg uppsagnarbréf séu tilbúin fyrir mánudaginn Magnea segir að Reykjavíkurborg megi eiga það að hún hafi gert sitt hingað til. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, tali þó greinilega öðru máli sem borgarstjóri en hún hafi gert sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Magnea ásamt kollega sínum á Rauðhóli, Ingibjörgu Jónasdóttur.Vísir/Einar „Við erum því enn í þeytivindunni sem er búin að vera í gangi síðan í haust,“ segir Magnea. Skilningsleysi í garð kennara sé ótrúlegt og gagnrýnin ósanngjörn. Orðið kennaralaun sem lýsing á lélegum launum hafi verið Íslendingum til ósóma. „Kennari er lögverndað starfsheiti og það er ástæða fyrir því, við erum sérfræðingar á okkar sviði og ég á að fá greitt sem sérfræðingur á mínu sviði,“ segir hún. Náist samningar muni hún draga uppsögnina til baka en hún segist þó ekki vera bjartsýn. Hefurðu heyrt af öðrum kollegum sem eru í sömu sporum? „Ég held að það séu mörg tilbúin með bréfið á mánudagsmorgun, kennarar á öllum skólastigum,“ segir Magnea. Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Börn og uppeldi Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Magnea greindi frá uppsögn sinni frá leikskólanum Rauðhóli á Facebook í dag með því að birta sjálft uppsagnarbréfið. „Leikskólakennarar eru ómissandi og í útrýmingarhættu. Er það í alvöru samfélag sem við viljum, án þessarar stéttar? Óvirðing gagnvart störfum okkar er ólíðandi og við eigum skilið betri kjör og vinnuaðstæður. Viðsemjendur okkar virðast ekki vera tilbúin að sjá það,“ skrifaði hún við færsluna. Ekki borin virðing fyrir störfum kennara „Ég er að vinna á leikskóla og við fórum í verkfall. Leikskólakennarar hafa aldrei farið í verkfall fyrr en núna í vetur. Við vorum búin með viku af verkfalli þegar við fengum á okkur dóm. Síðan þá er búið að vera mjög erfitt að vera kennari,“ segir Magnea í samtali við blaðamann. Hvers vegna er það? „Vegna þess að við upplifum að það sé ekki borin virðing fyrir okkar starfi,“ segir hún. „Þau skilaboð sem við fáum frá samninganefndnum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru rosalega ólík því sem við fáum alla daga frá foreldrum, börnum og samstarfsfólki. Þannig okkur líður eins og við lifum tvöföldu lífi,“ segir hún. Foreldrar haft samband með tárin í augunum Erfitt hafi verið að sjá hvað Samband íslenskra sveitarfélaga setti mikið púður í að setja dóm á verkfall kennara. „Síðan í dag þegar við réttum út sáttahönd er slegið á hana,“ segir Magnea. Það er kornið sem fyllti mælinn? „Já, ég sé bara ekki hvað ég á að gera meira,“ segir hún. „Því miður er þetta bara síðasta vopnið í vopnabúrinu.“ Þú veist ekkert hvað tekur við? „Ég er búin að fá þvílík viðbrögð frá alls konar fólki. Skilaboð frá foreldrum með tárin í augunum, samstarfsfólki sem hugsar sinn gang og yfirmanninum mínum sem er búinn að tala við sína yfirmenn líka. Það voru margir kennarar sem gengu út í dag, eðlilega,“ segir Magnea. Mörg uppsagnarbréf séu tilbúin fyrir mánudaginn Magnea segir að Reykjavíkurborg megi eiga það að hún hafi gert sitt hingað til. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, tali þó greinilega öðru máli sem borgarstjóri en hún hafi gert sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Magnea ásamt kollega sínum á Rauðhóli, Ingibjörgu Jónasdóttur.Vísir/Einar „Við erum því enn í þeytivindunni sem er búin að vera í gangi síðan í haust,“ segir Magnea. Skilningsleysi í garð kennara sé ótrúlegt og gagnrýnin ósanngjörn. Orðið kennaralaun sem lýsing á lélegum launum hafi verið Íslendingum til ósóma. „Kennari er lögverndað starfsheiti og það er ástæða fyrir því, við erum sérfræðingar á okkar sviði og ég á að fá greitt sem sérfræðingur á mínu sviði,“ segir hún. Náist samningar muni hún draga uppsögnina til baka en hún segist þó ekki vera bjartsýn. Hefurðu heyrt af öðrum kollegum sem eru í sömu sporum? „Ég held að það séu mörg tilbúin með bréfið á mánudagsmorgun, kennarar á öllum skólastigum,“ segir Magnea.
Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Börn og uppeldi Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent