„Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2025 16:26 Vogaskóli í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Skólastjórnendur Vogaskóla í Reykjavík hafa sent foreldrum nemenda tölvupóst vegna umfjöllunar Kveiks um ofbeldi innan skólans. Þar segir að skólastjórnendur hafi farið í alla bekki unglingadeildar og rætt um efni þáttarins. Í umræddum þætti Kveiks var greint frá því að þrír starfsmenn skólans, ungar konur, hefðu hætt í starfi eftir áreitni aðstoðarskólastjóra skólans, sem er kona um sextugt. Umfjöllun Kveiks má finna hér. Tölvupósturinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, er skrifaður af skólastjóra Vogaskóla og starfandi aðstoðarskólastjóra. Þau segja skólann taka skýra afstöðu gegn ofbeldi af öllu tagi. „Vegna þess máls sem Kveikur fjallaði um síðastliðinn þriðjudag þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Hér í Vogaskóla tökum við skýra afstöðu gegn einelti, áreitni og ofbeldi af öllu tagi og hjá Reykjavíkurborg er skýr stefna gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi (EKKO) í starfsumhverfinu og í gildi eru verklagsreglur um viðbrögð í slíkum málum,“ segir í póstinum. Þá segir að þessar verklagsreglur séu sífellt í vinnslu. „Eins og fram kom í umræddum þætti þá er sífellt verið að endurskoða þær verklagsreglur þannig að sem best verði tekið á málum sem þessu bæði hvað varðar stuðning við þolendur, vinnslu með mál gerenda og aðra sem málið snertir. Einnig eru verklagsreglur varðandi upplýsingagjöf og persónuvernd í sífelldri endurskoðun.“ Eftir að málið hafi komið upp hafi orðið vart við sorg og vanlíðan hjá öllum þeim sem málið snertir. Því hafi verið rætt við nemendur í unglingadeild um málið, sem og við starfsfólk skólans. „Þegar mál af þessum toga koma upp verður óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan hjá öllum sem málið snertir og skólasamfélaginu í heild sinni. Undanfarna daga höfum við einbeitt okkur að því að hlúa að og ræða við nemendur okkar (8. - 10. bekk) og starfsfólk skólans. Skólastjórnendur fóru í alla bekki unglingadeildar og ræddu þetta við nemendur og opnuðu á samtal um þáttinn og efni hans. Við hvöttum þá til að koma til okkar og ræða málin sem mjög margir þeirra hafa gert síðustu daga. Að sama skapi höfum við átt samtöl við starfsfólk og reynt að styðja við það eftir bestu getu,“ segir í tilkynningunni. „Við biðlum til ykkar, kæru foreldrar/forráðamenn, að við sem skólasamfélag hjálpumst að þegar svona mál koma upp. Við leggjum okkur fram um að gera okkar besta til að skólastarf í Vogaskóla, skólanum okkar, geti haldið áfram með líðan, hagsmuni og nám nemenda okkar að leiðarljósi.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Ofbeldi barna Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Fleiri fréttir Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Sjá meira
Í umræddum þætti Kveiks var greint frá því að þrír starfsmenn skólans, ungar konur, hefðu hætt í starfi eftir áreitni aðstoðarskólastjóra skólans, sem er kona um sextugt. Umfjöllun Kveiks má finna hér. Tölvupósturinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, er skrifaður af skólastjóra Vogaskóla og starfandi aðstoðarskólastjóra. Þau segja skólann taka skýra afstöðu gegn ofbeldi af öllu tagi. „Vegna þess máls sem Kveikur fjallaði um síðastliðinn þriðjudag þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Hér í Vogaskóla tökum við skýra afstöðu gegn einelti, áreitni og ofbeldi af öllu tagi og hjá Reykjavíkurborg er skýr stefna gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi (EKKO) í starfsumhverfinu og í gildi eru verklagsreglur um viðbrögð í slíkum málum,“ segir í póstinum. Þá segir að þessar verklagsreglur séu sífellt í vinnslu. „Eins og fram kom í umræddum þætti þá er sífellt verið að endurskoða þær verklagsreglur þannig að sem best verði tekið á málum sem þessu bæði hvað varðar stuðning við þolendur, vinnslu með mál gerenda og aðra sem málið snertir. Einnig eru verklagsreglur varðandi upplýsingagjöf og persónuvernd í sífelldri endurskoðun.“ Eftir að málið hafi komið upp hafi orðið vart við sorg og vanlíðan hjá öllum þeim sem málið snertir. Því hafi verið rætt við nemendur í unglingadeild um málið, sem og við starfsfólk skólans. „Þegar mál af þessum toga koma upp verður óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan hjá öllum sem málið snertir og skólasamfélaginu í heild sinni. Undanfarna daga höfum við einbeitt okkur að því að hlúa að og ræða við nemendur okkar (8. - 10. bekk) og starfsfólk skólans. Skólastjórnendur fóru í alla bekki unglingadeildar og ræddu þetta við nemendur og opnuðu á samtal um þáttinn og efni hans. Við hvöttum þá til að koma til okkar og ræða málin sem mjög margir þeirra hafa gert síðustu daga. Að sama skapi höfum við átt samtöl við starfsfólk og reynt að styðja við það eftir bestu getu,“ segir í tilkynningunni. „Við biðlum til ykkar, kæru foreldrar/forráðamenn, að við sem skólasamfélag hjálpumst að þegar svona mál koma upp. Við leggjum okkur fram um að gera okkar besta til að skólastarf í Vogaskóla, skólanum okkar, geti haldið áfram með líðan, hagsmuni og nám nemenda okkar að leiðarljósi.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Ofbeldi barna Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Fleiri fréttir Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Sjá meira