„Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Jón Þór Stefánsson skrifar 21. febrúar 2025 16:26 Vogaskóli í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Skólastjórnendur Vogaskóla í Reykjavík hafa sent foreldrum nemenda tölvupóst vegna umfjöllunar Kveiks um ofbeldi innan skólans. Þar segir að skólastjórnendur hafi farið í alla bekki unglingadeildar og rætt um efni þáttarins. Í umræddum þætti Kveiks var greint frá því að þrír starfsmenn skólans, ungar konur, hefðu hætt í starfi eftir áreitni aðstoðarskólastjóra skólans, sem er kona um sextugt. Umfjöllun Kveiks má finna hér. Tölvupósturinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, er skrifaður af skólastjóra Vogaskóla og starfandi aðstoðarskólastjóra. Þau segja skólann taka skýra afstöðu gegn ofbeldi af öllu tagi. „Vegna þess máls sem Kveikur fjallaði um síðastliðinn þriðjudag þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Hér í Vogaskóla tökum við skýra afstöðu gegn einelti, áreitni og ofbeldi af öllu tagi og hjá Reykjavíkurborg er skýr stefna gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi (EKKO) í starfsumhverfinu og í gildi eru verklagsreglur um viðbrögð í slíkum málum,“ segir í póstinum. Þá segir að þessar verklagsreglur séu sífellt í vinnslu. „Eins og fram kom í umræddum þætti þá er sífellt verið að endurskoða þær verklagsreglur þannig að sem best verði tekið á málum sem þessu bæði hvað varðar stuðning við þolendur, vinnslu með mál gerenda og aðra sem málið snertir. Einnig eru verklagsreglur varðandi upplýsingagjöf og persónuvernd í sífelldri endurskoðun.“ Eftir að málið hafi komið upp hafi orðið vart við sorg og vanlíðan hjá öllum þeim sem málið snertir. Því hafi verið rætt við nemendur í unglingadeild um málið, sem og við starfsfólk skólans. „Þegar mál af þessum toga koma upp verður óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan hjá öllum sem málið snertir og skólasamfélaginu í heild sinni. Undanfarna daga höfum við einbeitt okkur að því að hlúa að og ræða við nemendur okkar (8. - 10. bekk) og starfsfólk skólans. Skólastjórnendur fóru í alla bekki unglingadeildar og ræddu þetta við nemendur og opnuðu á samtal um þáttinn og efni hans. Við hvöttum þá til að koma til okkar og ræða málin sem mjög margir þeirra hafa gert síðustu daga. Að sama skapi höfum við átt samtöl við starfsfólk og reynt að styðja við það eftir bestu getu,“ segir í tilkynningunni. „Við biðlum til ykkar, kæru foreldrar/forráðamenn, að við sem skólasamfélag hjálpumst að þegar svona mál koma upp. Við leggjum okkur fram um að gera okkar besta til að skólastarf í Vogaskóla, skólanum okkar, geti haldið áfram með líðan, hagsmuni og nám nemenda okkar að leiðarljósi.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Ofbeldi barna Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira
Í umræddum þætti Kveiks var greint frá því að þrír starfsmenn skólans, ungar konur, hefðu hætt í starfi eftir áreitni aðstoðarskólastjóra skólans, sem er kona um sextugt. Umfjöllun Kveiks má finna hér. Tölvupósturinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, er skrifaður af skólastjóra Vogaskóla og starfandi aðstoðarskólastjóra. Þau segja skólann taka skýra afstöðu gegn ofbeldi af öllu tagi. „Vegna þess máls sem Kveikur fjallaði um síðastliðinn þriðjudag þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Hér í Vogaskóla tökum við skýra afstöðu gegn einelti, áreitni og ofbeldi af öllu tagi og hjá Reykjavíkurborg er skýr stefna gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi (EKKO) í starfsumhverfinu og í gildi eru verklagsreglur um viðbrögð í slíkum málum,“ segir í póstinum. Þá segir að þessar verklagsreglur séu sífellt í vinnslu. „Eins og fram kom í umræddum þætti þá er sífellt verið að endurskoða þær verklagsreglur þannig að sem best verði tekið á málum sem þessu bæði hvað varðar stuðning við þolendur, vinnslu með mál gerenda og aðra sem málið snertir. Einnig eru verklagsreglur varðandi upplýsingagjöf og persónuvernd í sífelldri endurskoðun.“ Eftir að málið hafi komið upp hafi orðið vart við sorg og vanlíðan hjá öllum þeim sem málið snertir. Því hafi verið rætt við nemendur í unglingadeild um málið, sem og við starfsfólk skólans. „Þegar mál af þessum toga koma upp verður óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan hjá öllum sem málið snertir og skólasamfélaginu í heild sinni. Undanfarna daga höfum við einbeitt okkur að því að hlúa að og ræða við nemendur okkar (8. - 10. bekk) og starfsfólk skólans. Skólastjórnendur fóru í alla bekki unglingadeildar og ræddu þetta við nemendur og opnuðu á samtal um þáttinn og efni hans. Við hvöttum þá til að koma til okkar og ræða málin sem mjög margir þeirra hafa gert síðustu daga. Að sama skapi höfum við átt samtöl við starfsfólk og reynt að styðja við það eftir bestu getu,“ segir í tilkynningunni. „Við biðlum til ykkar, kæru foreldrar/forráðamenn, að við sem skólasamfélag hjálpumst að þegar svona mál koma upp. Við leggjum okkur fram um að gera okkar besta til að skólastarf í Vogaskóla, skólanum okkar, geti haldið áfram með líðan, hagsmuni og nám nemenda okkar að leiðarljósi.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Ofbeldi barna Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira