Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar 20. febrúar 2025 09:30 Aðalnámskrá grunnskóla (ANG) er leiðarvísir skólanna að námi barna. Þessi leiðarvísir er ónýtur. Kennarar reyna að vinna eftir leiðarvísi sem ómögulegt er að vinna eftir. Það er mjög íþyngjandi að mæta í vinnuna dag hvern og kljást við óskiljanlega orðasúpu. Er ég að vinna með grunnþættina eða lykilhæfnina. Hvar finn ég matsviðmiðin fyrir 3. bekk. Veistu það ekki? Það er gert ráð fyrir því að þú búið þau til. Á ég að gefa liti, tölur, bókstafi eða umsögn í námsmati? Hvað með 10. bekk og matsviðmiðin þar ? Það er skylda að nota þau en á að fylla inn í þau jafnt og þétt eða gefa bara í lokin? Foreldrar og nemendur vilja sjá þróunina í matsviðmiðunum ekki bara hæfniviðmiðunum. Er búið að aðlaga hæfniviðmið fyrir 9. bekk? Hvað þýðir ,,á góðri leið“? Á ég að gefa A ef nemandinn getur 95% af prófinu en ekki flóknu spurninguna sem reynir á A-hæfni? Er öruggt að ef nemandi sem útskrifast með B fari inn á þriggja ára braut í framhaldsskóla? En ef hann er ekki með B í ensku? Er fjólublár það sama og A? Er B=3? En B+? Þeir sem eru búnir að þvæla sig í gegnum textabunkann hér að ofan segi ég til hamingju. Fyrir þá sem eru mjög vel að sér í ANG skilja það sem þarna er skrifað, aðrir ekki. Það er engri stétt boðlegt að ástandið sé svona. Getur verið að ónýtur leiðarvísir sé hluti af hruni á námsárangri? Drepum fæti niður í rannsókn sem gerð var á vegum MMR 2019 og er í fullu gildi í dag. ,,Hjá kennurum, nemendum, skólastjórnendum og foreldrum hefur ríkt mikil óvissa og óöryggi árum saman… Helstu þættir námskrár eru illskiljanlegir, of háfleygir og of undirorpnir túlkun hvers og eins… Að mikið ósamræmi er í því hvernig aðalatriði hennar eru notuð í grunnskólum og ljóst að helstu markmið núverandi aðalnámskrár hafa EKKI náðst.“ Það er því sérkennileg forgangsröð að byrja á Matsferli þar sem hann á að meta hvernig nemendum hefur gengið að tileinka sér ofangreinda aðalnámskrá sem skólakerfið hefur sett í ruslflokk. Að reyna að púkka upp á hið ónýta plagg væri eins og ætla sér að endurgera brunninn bíl sem farið hefur 10 veltur í stað þess að búa til nýjan. Nýja aðalnámskrá grunnskóla strax allra vegna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Jón Pétur Zimsen Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Aðalnámskrá grunnskóla (ANG) er leiðarvísir skólanna að námi barna. Þessi leiðarvísir er ónýtur. Kennarar reyna að vinna eftir leiðarvísi sem ómögulegt er að vinna eftir. Það er mjög íþyngjandi að mæta í vinnuna dag hvern og kljást við óskiljanlega orðasúpu. Er ég að vinna með grunnþættina eða lykilhæfnina. Hvar finn ég matsviðmiðin fyrir 3. bekk. Veistu það ekki? Það er gert ráð fyrir því að þú búið þau til. Á ég að gefa liti, tölur, bókstafi eða umsögn í námsmati? Hvað með 10. bekk og matsviðmiðin þar ? Það er skylda að nota þau en á að fylla inn í þau jafnt og þétt eða gefa bara í lokin? Foreldrar og nemendur vilja sjá þróunina í matsviðmiðunum ekki bara hæfniviðmiðunum. Er búið að aðlaga hæfniviðmið fyrir 9. bekk? Hvað þýðir ,,á góðri leið“? Á ég að gefa A ef nemandinn getur 95% af prófinu en ekki flóknu spurninguna sem reynir á A-hæfni? Er öruggt að ef nemandi sem útskrifast með B fari inn á þriggja ára braut í framhaldsskóla? En ef hann er ekki með B í ensku? Er fjólublár það sama og A? Er B=3? En B+? Þeir sem eru búnir að þvæla sig í gegnum textabunkann hér að ofan segi ég til hamingju. Fyrir þá sem eru mjög vel að sér í ANG skilja það sem þarna er skrifað, aðrir ekki. Það er engri stétt boðlegt að ástandið sé svona. Getur verið að ónýtur leiðarvísir sé hluti af hruni á námsárangri? Drepum fæti niður í rannsókn sem gerð var á vegum MMR 2019 og er í fullu gildi í dag. ,,Hjá kennurum, nemendum, skólastjórnendum og foreldrum hefur ríkt mikil óvissa og óöryggi árum saman… Helstu þættir námskrár eru illskiljanlegir, of háfleygir og of undirorpnir túlkun hvers og eins… Að mikið ósamræmi er í því hvernig aðalatriði hennar eru notuð í grunnskólum og ljóst að helstu markmið núverandi aðalnámskrár hafa EKKI náðst.“ Það er því sérkennileg forgangsröð að byrja á Matsferli þar sem hann á að meta hvernig nemendum hefur gengið að tileinka sér ofangreinda aðalnámskrá sem skólakerfið hefur sett í ruslflokk. Að reyna að púkka upp á hið ónýta plagg væri eins og ætla sér að endurgera brunninn bíl sem farið hefur 10 veltur í stað þess að búa til nýjan. Nýja aðalnámskrá grunnskóla strax allra vegna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar