Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar 20. febrúar 2025 09:30 Aðalnámskrá grunnskóla (ANG) er leiðarvísir skólanna að námi barna. Þessi leiðarvísir er ónýtur. Kennarar reyna að vinna eftir leiðarvísi sem ómögulegt er að vinna eftir. Það er mjög íþyngjandi að mæta í vinnuna dag hvern og kljást við óskiljanlega orðasúpu. Er ég að vinna með grunnþættina eða lykilhæfnina. Hvar finn ég matsviðmiðin fyrir 3. bekk. Veistu það ekki? Það er gert ráð fyrir því að þú búið þau til. Á ég að gefa liti, tölur, bókstafi eða umsögn í námsmati? Hvað með 10. bekk og matsviðmiðin þar ? Það er skylda að nota þau en á að fylla inn í þau jafnt og þétt eða gefa bara í lokin? Foreldrar og nemendur vilja sjá þróunina í matsviðmiðunum ekki bara hæfniviðmiðunum. Er búið að aðlaga hæfniviðmið fyrir 9. bekk? Hvað þýðir ,,á góðri leið“? Á ég að gefa A ef nemandinn getur 95% af prófinu en ekki flóknu spurninguna sem reynir á A-hæfni? Er öruggt að ef nemandi sem útskrifast með B fari inn á þriggja ára braut í framhaldsskóla? En ef hann er ekki með B í ensku? Er fjólublár það sama og A? Er B=3? En B+? Þeir sem eru búnir að þvæla sig í gegnum textabunkann hér að ofan segi ég til hamingju. Fyrir þá sem eru mjög vel að sér í ANG skilja það sem þarna er skrifað, aðrir ekki. Það er engri stétt boðlegt að ástandið sé svona. Getur verið að ónýtur leiðarvísir sé hluti af hruni á námsárangri? Drepum fæti niður í rannsókn sem gerð var á vegum MMR 2019 og er í fullu gildi í dag. ,,Hjá kennurum, nemendum, skólastjórnendum og foreldrum hefur ríkt mikil óvissa og óöryggi árum saman… Helstu þættir námskrár eru illskiljanlegir, of háfleygir og of undirorpnir túlkun hvers og eins… Að mikið ósamræmi er í því hvernig aðalatriði hennar eru notuð í grunnskólum og ljóst að helstu markmið núverandi aðalnámskrár hafa EKKI náðst.“ Það er því sérkennileg forgangsröð að byrja á Matsferli þar sem hann á að meta hvernig nemendum hefur gengið að tileinka sér ofangreinda aðalnámskrá sem skólakerfið hefur sett í ruslflokk. Að reyna að púkka upp á hið ónýta plagg væri eins og ætla sér að endurgera brunninn bíl sem farið hefur 10 veltur í stað þess að búa til nýjan. Nýja aðalnámskrá grunnskóla strax allra vegna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Jón Pétur Zimsen Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Aðalnámskrá grunnskóla (ANG) er leiðarvísir skólanna að námi barna. Þessi leiðarvísir er ónýtur. Kennarar reyna að vinna eftir leiðarvísi sem ómögulegt er að vinna eftir. Það er mjög íþyngjandi að mæta í vinnuna dag hvern og kljást við óskiljanlega orðasúpu. Er ég að vinna með grunnþættina eða lykilhæfnina. Hvar finn ég matsviðmiðin fyrir 3. bekk. Veistu það ekki? Það er gert ráð fyrir því að þú búið þau til. Á ég að gefa liti, tölur, bókstafi eða umsögn í námsmati? Hvað með 10. bekk og matsviðmiðin þar ? Það er skylda að nota þau en á að fylla inn í þau jafnt og þétt eða gefa bara í lokin? Foreldrar og nemendur vilja sjá þróunina í matsviðmiðunum ekki bara hæfniviðmiðunum. Er búið að aðlaga hæfniviðmið fyrir 9. bekk? Hvað þýðir ,,á góðri leið“? Á ég að gefa A ef nemandinn getur 95% af prófinu en ekki flóknu spurninguna sem reynir á A-hæfni? Er öruggt að ef nemandi sem útskrifast með B fari inn á þriggja ára braut í framhaldsskóla? En ef hann er ekki með B í ensku? Er fjólublár það sama og A? Er B=3? En B+? Þeir sem eru búnir að þvæla sig í gegnum textabunkann hér að ofan segi ég til hamingju. Fyrir þá sem eru mjög vel að sér í ANG skilja það sem þarna er skrifað, aðrir ekki. Það er engri stétt boðlegt að ástandið sé svona. Getur verið að ónýtur leiðarvísir sé hluti af hruni á námsárangri? Drepum fæti niður í rannsókn sem gerð var á vegum MMR 2019 og er í fullu gildi í dag. ,,Hjá kennurum, nemendum, skólastjórnendum og foreldrum hefur ríkt mikil óvissa og óöryggi árum saman… Helstu þættir námskrár eru illskiljanlegir, of háfleygir og of undirorpnir túlkun hvers og eins… Að mikið ósamræmi er í því hvernig aðalatriði hennar eru notuð í grunnskólum og ljóst að helstu markmið núverandi aðalnámskrár hafa EKKI náðst.“ Það er því sérkennileg forgangsröð að byrja á Matsferli þar sem hann á að meta hvernig nemendum hefur gengið að tileinka sér ofangreinda aðalnámskrá sem skólakerfið hefur sett í ruslflokk. Að reyna að púkka upp á hið ónýta plagg væri eins og ætla sér að endurgera brunninn bíl sem farið hefur 10 veltur í stað þess að búa til nýjan. Nýja aðalnámskrá grunnskóla strax allra vegna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun