Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 16:32 Ég hef aldrei vitað um starfsstétt sem þarf að réttlæta tilvist sína jafn mikið og leikskólakennarar þurfa að gera. Umræðan í samfélaginu snýst meira og minna um þörf á “allri” þessari menntun, tíma leikskólakennara utan deildar til undirbúnings og/eða fjarveru af ólíkum ástæðum. Sem sagt að verja minni tíma með börnunum fyrir hærri laun. Undirbúningstími leikskólakennara er 7 klukkustundir á viku, 10 ef þú ert deildarstjóri. Fyrir utan allskyns pappírsvinnu og skipulag, sem jú er unnið utan deildar er undirbúningur inni á deild mikill. Að sinna aukaverkefnum eins og aukinni málörvun fyrir fjöltyngd börn, stuðningur eða eftirfylgni með einstökum börnum svo fátt eitt sé nefnt. Undirbúningur er einnig nýttur til endurmentunar, já kennarar á öllum sviðum og stigum þurfa á reglulegri endurmenntun að halda. Samfélagið er í stöðugri þróun og menntun verður að fylgja þeim breytingum og áskorunum sem því fylgir. Leikskólakennarar fóru í fyrsta skipti á þessari öld í verkfall núna. Fyrsta skipti! KÍ er í fyrsta skipti, frá stofnun, að vinna saman, þ.e. öll aðildafélög KÍ, að bættum hag allra kennara landsins. Þar að auki að bættum hag nemenda okkar, þjóðfélagið þarf að gera sér grein fyrir því hve margir það eru sem kenna börnunum okkar hafa ekki fagmenntun. Margt af þeim er að sjálfsögðu flott og gott fólk, en hvernig kennum við 20+ nemendum að lesa, skrifa, reikna. Kannt þú það? Mismununin sem á sér stað dagsdaglega vegna skorts á menntuðum kennurum er óviðunandi. Samband íslenskra sveitafélaga er í kjaraviðræðum við okkur og framkoman á sumum sviðum er ótrúleg. Prósentu hækkunin sem var samþykkt til að fresta verkföllum var jákvætt skref sem sýndi vilja sambandsins, í janúar var hinsvegar samþykkt að draga hana til baka. Launadeildir sveitafélaga fengu bréf þess efnis, en svo var hætt við á síðustu stundu, draga til baka jákvæða skrefið, næstum... hóta því? Eða hvað?. Orðræðan í kringum viðræðurnar hefur einnig verið furðuleg, „Vopnabúrið er tómt“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, erum við í stríði? Er þetta bardagi þar sem stærsta og öflugasta vopnið vinnur. Bæjarstjóri einn sagði í fréttum að launahækkunin muni hafa áhrif á allt starf bæjarins, skerðingu á annarri þjónustu. Var þetta hótun? Var þetta viljandi orðalag sem atar „okkur“ gegn „hinum“? Eru þetta einu möguleikarnir? Notum þá þessa orðræðu, ég er tilbúin til að berjast fyrir mínum kjörum og hag. Ég mun beita þeim vopnum sem ég hef til að sýna fram á mikilvægi starfs míns og kollega minna um allt land. Ég mun beita allra vopna sem ég finn í „vopnabúrinu“ mínu til þess. Ég berst fyrir börnunum sem eru í minni umsjá og mikilvægi þess að þeir sem starfa í skólakerfinu hafi fræðin og þekkingu á þroska barna í „vopnabúri“ sínu. Hingað til hef ég talað um leikskólatöskuna mína og þá þekkingu sem námið, lestur greina og bóka, og námskeið hafa safnast í hana, en kannski á vopnabúr betur við? Kennarastéttin á Íslandi er stór en hefur alltaf þurft að útskýra eða afsaka stöðu sína og þarfir, er það okkar akkilesarhæll? Eða er það stolt þjóðar?. Viðhorfið þarf að breytast, orðræðan þarf að breytast, við erum ekki í stríði! Við vinnum saman með hag barna landsins að leiðarljósi og til þess að ég geti sinnt mínu starfi vel þarf ég menntun, endurmenntun, rými til skipulagsvinnu og öflugt lærdómssamfélag í kringum mig. Ég berst fyrir því að geta unnið mitt starf samviskusamlega OG að geta komið heim til mín og sinnt fjölskyldu, vinum og mér eins vel og ég get. Í dag er það ekki raunin, virðing fyrir starfinu er í lágmarki, skortur á fagþekkingu reynir á okkur sem hana hafa og viljann til að sinna hverju barni, hverri fjölskyldu eftir bestu getu. Að auki gera launin sjálfstæðu foreldri erfitt fyrir (ég fór nánar í það í pistli sem kom út í byrjun nóvember), því öll viljum við börnunum okkar það besta. Ég vil barninu mínu það besta, en ég vil líka barninu þínu það besta. Ég vil breytta orðræðu er kemur að menntamálum landsins. Ég vil vera metin að verðleikum. Tilvistarkreppa eða barátta fyrir tilvist. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei vitað um starfsstétt sem þarf að réttlæta tilvist sína jafn mikið og leikskólakennarar þurfa að gera. Umræðan í samfélaginu snýst meira og minna um þörf á “allri” þessari menntun, tíma leikskólakennara utan deildar til undirbúnings og/eða fjarveru af ólíkum ástæðum. Sem sagt að verja minni tíma með börnunum fyrir hærri laun. Undirbúningstími leikskólakennara er 7 klukkustundir á viku, 10 ef þú ert deildarstjóri. Fyrir utan allskyns pappírsvinnu og skipulag, sem jú er unnið utan deildar er undirbúningur inni á deild mikill. Að sinna aukaverkefnum eins og aukinni málörvun fyrir fjöltyngd börn, stuðningur eða eftirfylgni með einstökum börnum svo fátt eitt sé nefnt. Undirbúningur er einnig nýttur til endurmentunar, já kennarar á öllum sviðum og stigum þurfa á reglulegri endurmenntun að halda. Samfélagið er í stöðugri þróun og menntun verður að fylgja þeim breytingum og áskorunum sem því fylgir. Leikskólakennarar fóru í fyrsta skipti á þessari öld í verkfall núna. Fyrsta skipti! KÍ er í fyrsta skipti, frá stofnun, að vinna saman, þ.e. öll aðildafélög KÍ, að bættum hag allra kennara landsins. Þar að auki að bættum hag nemenda okkar, þjóðfélagið þarf að gera sér grein fyrir því hve margir það eru sem kenna börnunum okkar hafa ekki fagmenntun. Margt af þeim er að sjálfsögðu flott og gott fólk, en hvernig kennum við 20+ nemendum að lesa, skrifa, reikna. Kannt þú það? Mismununin sem á sér stað dagsdaglega vegna skorts á menntuðum kennurum er óviðunandi. Samband íslenskra sveitafélaga er í kjaraviðræðum við okkur og framkoman á sumum sviðum er ótrúleg. Prósentu hækkunin sem var samþykkt til að fresta verkföllum var jákvætt skref sem sýndi vilja sambandsins, í janúar var hinsvegar samþykkt að draga hana til baka. Launadeildir sveitafélaga fengu bréf þess efnis, en svo var hætt við á síðustu stundu, draga til baka jákvæða skrefið, næstum... hóta því? Eða hvað?. Orðræðan í kringum viðræðurnar hefur einnig verið furðuleg, „Vopnabúrið er tómt“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, erum við í stríði? Er þetta bardagi þar sem stærsta og öflugasta vopnið vinnur. Bæjarstjóri einn sagði í fréttum að launahækkunin muni hafa áhrif á allt starf bæjarins, skerðingu á annarri þjónustu. Var þetta hótun? Var þetta viljandi orðalag sem atar „okkur“ gegn „hinum“? Eru þetta einu möguleikarnir? Notum þá þessa orðræðu, ég er tilbúin til að berjast fyrir mínum kjörum og hag. Ég mun beita þeim vopnum sem ég hef til að sýna fram á mikilvægi starfs míns og kollega minna um allt land. Ég mun beita allra vopna sem ég finn í „vopnabúrinu“ mínu til þess. Ég berst fyrir börnunum sem eru í minni umsjá og mikilvægi þess að þeir sem starfa í skólakerfinu hafi fræðin og þekkingu á þroska barna í „vopnabúri“ sínu. Hingað til hef ég talað um leikskólatöskuna mína og þá þekkingu sem námið, lestur greina og bóka, og námskeið hafa safnast í hana, en kannski á vopnabúr betur við? Kennarastéttin á Íslandi er stór en hefur alltaf þurft að útskýra eða afsaka stöðu sína og þarfir, er það okkar akkilesarhæll? Eða er það stolt þjóðar?. Viðhorfið þarf að breytast, orðræðan þarf að breytast, við erum ekki í stríði! Við vinnum saman með hag barna landsins að leiðarljósi og til þess að ég geti sinnt mínu starfi vel þarf ég menntun, endurmenntun, rými til skipulagsvinnu og öflugt lærdómssamfélag í kringum mig. Ég berst fyrir því að geta unnið mitt starf samviskusamlega OG að geta komið heim til mín og sinnt fjölskyldu, vinum og mér eins vel og ég get. Í dag er það ekki raunin, virðing fyrir starfinu er í lágmarki, skortur á fagþekkingu reynir á okkur sem hana hafa og viljann til að sinna hverju barni, hverri fjölskyldu eftir bestu getu. Að auki gera launin sjálfstæðu foreldri erfitt fyrir (ég fór nánar í það í pistli sem kom út í byrjun nóvember), því öll viljum við börnunum okkar það besta. Ég vil barninu mínu það besta, en ég vil líka barninu þínu það besta. Ég vil breytta orðræðu er kemur að menntamálum landsins. Ég vil vera metin að verðleikum. Tilvistarkreppa eða barátta fyrir tilvist. Höfundur er leikskólakennari.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar