Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2025 13:30 Inga Sæland virðist síður njóta trausts en aðrir ráðherrar. Vísir/Vilhelm Þriðjungur þjóðarinnar hefur minnstar væntingar til Ingu Sæland af ráðherrunum ellefu í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Forsætisráðherra ber höfuð og herðar yfir aðra ráðherra hvað væntingar varðar. Þetta eru niðurstöður könnunar Maskínu, sem framkvæmd var dagana 12. til 17. febrúar. Sams konar könnun var framkvæmd við upphaf síðasta kjörtímabils. Þá hafði þjóðin mestar væntingar til Willums Þórs Þórssonar en minnstar til Jóns Gunnarssonar. Mestar væntingar til Samfylkingarinnar 1.511 manns úr þjóðhópi, sem dreginn var með tilviljun úr Þjóðskrá, svöruðu tveimur spurningum, annars vegar til hvaða ráðherra svarandi hefði mestar væntingar til og hins vegar til hvaða ráðherra svarandi hefði minnstar væntingar til. Langflestir sögðust hafa mestar væntingar til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, 36,7 prósent. Næstmestar væntingar hefur þjóðin til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, 11,7 prósent, og þriðju mestu til Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra, 11,2 prósent. Maskína Samantekið hafa 54,8 prósent mestar væntingar til ráðherra Samfylkingarinnar, 30,2 prósent til ráðherra Viðreisnar og 15,1 prósent til ráðherra Samfylkingarinnar. Skiptar skoðanir á Ingu Athygli vekur að langflestir segjast minnstar væntingar hafa til Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, 33,1 prósent, og næst á eftir henni eru hinir tveir ráðherrar Flokks fólksins. 12,5 prósent segjast hafa minnstar væntingar til Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, og 12,3 prósent til Eyjólfs Ármannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Maskína Þrátt fyrir að Inga sé efst á blaði yfir þá ráðherra sem fólk hefur minnstar væntingar til er hún í fjórða sæti yfir þá ráðherra sem fólk hefur mestar væntingar til. Slétt tíu prósent segjast mestar væntingar hafa til Ingu. Eins og gefur að skilja miðað við efstu þrjú sætin á listanum hér að ofan segjast langsamlega flestir hafa minnstar væntingar til ráðherra Flokks fólksins eða 58 prósent. 29,1 prósent segjast minnstar væntingar hafa til ráðherra Samfylkingar og aðeins 12,9 prósent segjast minnstar væntingar hafa til ráðherra Viðreisnar. Maskína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Þetta eru niðurstöður könnunar Maskínu, sem framkvæmd var dagana 12. til 17. febrúar. Sams konar könnun var framkvæmd við upphaf síðasta kjörtímabils. Þá hafði þjóðin mestar væntingar til Willums Þórs Þórssonar en minnstar til Jóns Gunnarssonar. Mestar væntingar til Samfylkingarinnar 1.511 manns úr þjóðhópi, sem dreginn var með tilviljun úr Þjóðskrá, svöruðu tveimur spurningum, annars vegar til hvaða ráðherra svarandi hefði mestar væntingar til og hins vegar til hvaða ráðherra svarandi hefði minnstar væntingar til. Langflestir sögðust hafa mestar væntingar til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, 36,7 prósent. Næstmestar væntingar hefur þjóðin til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, 11,7 prósent, og þriðju mestu til Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra, 11,2 prósent. Maskína Samantekið hafa 54,8 prósent mestar væntingar til ráðherra Samfylkingarinnar, 30,2 prósent til ráðherra Viðreisnar og 15,1 prósent til ráðherra Samfylkingarinnar. Skiptar skoðanir á Ingu Athygli vekur að langflestir segjast minnstar væntingar hafa til Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, 33,1 prósent, og næst á eftir henni eru hinir tveir ráðherrar Flokks fólksins. 12,5 prósent segjast hafa minnstar væntingar til Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, og 12,3 prósent til Eyjólfs Ármannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Maskína Þrátt fyrir að Inga sé efst á blaði yfir þá ráðherra sem fólk hefur minnstar væntingar til er hún í fjórða sæti yfir þá ráðherra sem fólk hefur mestar væntingar til. Slétt tíu prósent segjast mestar væntingar hafa til Ingu. Eins og gefur að skilja miðað við efstu þrjú sætin á listanum hér að ofan segjast langsamlega flestir hafa minnstar væntingar til ráðherra Flokks fólksins eða 58 prósent. 29,1 prósent segjast minnstar væntingar hafa til ráðherra Samfylkingar og aðeins 12,9 prósent segjast minnstar væntingar hafa til ráðherra Viðreisnar. Maskína
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira