Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2025 10:51 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, oftast kallaður Binni í Vinnslustöðinni. Egill Aðalsteinsson Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. Þetta kemur fram í grein á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar undir fyrirsögninni: „Ríki, sveitarfélög og launþegar urðu af 11,6 milljörðum vegna loðnubrests á síðasta ári.“ Þar segir að heildarfjárhæð greiddra launa hafi numið tæplega 5,3 milljörðum króna árið 2024 en voru tæplega 6,6 milljarðar króna árið 2023. Mismunur launagreiðslna sé því 1,3 milljarðar króna. Séð yfir Vestmannaeyjahöfn.Vísir/Egill „Þess ber að geta að laun starfsmanna í landi hækkuðu á síðasta ári í kjölfar kjarasamninga, sem þýðir í raun að munurinn er meiri. Ef litið er til skatta, það er að segja staðgreiðsluskatta og launatengdra gjalda, þá dragast skatttekjur ríkis og sveitarfélaga saman um 630 milljónir króna,“ segir í grein Vinnslustöðvarinnar. Og ennfremur: „Aflahlutdeild Vinnslustöðvarinnar í loðnu er 12,33%. Með einfaldri nálgun, og að þeirri forsendu gefinni að laun annarra uppsjávarfyrirtækja séu svipuð við veiðar og vinnslu loðnu, má segja að launþegar verði af tæplega 11 milljarða heildar launatekjum og ríki og sveitarfélög verði af liðlega 5 milljarða skatttekjum. Að teknu tilliti mótframlaga í lífeyrissjóði er heildartap ríkis, sveitarfélaga og launþegar um 11,6 milljarðar króna.“ Hafa má í huga að undanfarnar loðnuvertíðir hafa staðið yfir í vart meira en tvo mánuði og meginþunginn í einn mánuð. Huginn VE, eitt af skipum Vinnslustöðvarinnar, að loðnuveiðum undan Snæfellsjökli í mars 2021.KMU Í samtali við fréttastofu segir Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, að tölurnar sýni mikilvægi loðnuveiðanna fyrir þjóðarbúið í heild. „Þær eru ekki einkamál sjávarútvegsins heldur þjóðarinnar í heild,“ segir Binni, sem núna horfir fram á loðnubrest, annan veturinn í röð. „Það sem er augljósast af öllu er mikilvægi rannsókna á loðnustofninum. Það er lítið vitað um hvað er að gerast í hafinu. Nánast engar grunnrannsóknir eru stundaðar,“ segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og nefnir dæmi: „Það má til dæmis ekki skjóta hnúfubak til að skoða hvað hann étur mikið af loðnu. Það veit enginn um hvernig seiðum reiðir af eftir hrygningu eða hvar uppeldisstöðvarnar eru,“ segir hann. „Það blasir við öllum að aukin þekking leiðir til hvort tveggja, meiri vissu og öruggari nýtingar, og þar með aukinna tekna þjóðarinnar af loðnustofninum. En hugurinn er ekki þar. Hann snýst núna um skattlagningu en ekki um að stækka kökuna,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. Hér má rifja upp stemmninguna við upphaf loðnuvertíðar í Vestmannaeyjum fyrir fjórum árum: Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Efnahagsmál Vísindi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58 Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Þetta kemur fram í grein á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar undir fyrirsögninni: „Ríki, sveitarfélög og launþegar urðu af 11,6 milljörðum vegna loðnubrests á síðasta ári.“ Þar segir að heildarfjárhæð greiddra launa hafi numið tæplega 5,3 milljörðum króna árið 2024 en voru tæplega 6,6 milljarðar króna árið 2023. Mismunur launagreiðslna sé því 1,3 milljarðar króna. Séð yfir Vestmannaeyjahöfn.Vísir/Egill „Þess ber að geta að laun starfsmanna í landi hækkuðu á síðasta ári í kjölfar kjarasamninga, sem þýðir í raun að munurinn er meiri. Ef litið er til skatta, það er að segja staðgreiðsluskatta og launatengdra gjalda, þá dragast skatttekjur ríkis og sveitarfélaga saman um 630 milljónir króna,“ segir í grein Vinnslustöðvarinnar. Og ennfremur: „Aflahlutdeild Vinnslustöðvarinnar í loðnu er 12,33%. Með einfaldri nálgun, og að þeirri forsendu gefinni að laun annarra uppsjávarfyrirtækja séu svipuð við veiðar og vinnslu loðnu, má segja að launþegar verði af tæplega 11 milljarða heildar launatekjum og ríki og sveitarfélög verði af liðlega 5 milljarða skatttekjum. Að teknu tilliti mótframlaga í lífeyrissjóði er heildartap ríkis, sveitarfélaga og launþegar um 11,6 milljarðar króna.“ Hafa má í huga að undanfarnar loðnuvertíðir hafa staðið yfir í vart meira en tvo mánuði og meginþunginn í einn mánuð. Huginn VE, eitt af skipum Vinnslustöðvarinnar, að loðnuveiðum undan Snæfellsjökli í mars 2021.KMU Í samtali við fréttastofu segir Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, að tölurnar sýni mikilvægi loðnuveiðanna fyrir þjóðarbúið í heild. „Þær eru ekki einkamál sjávarútvegsins heldur þjóðarinnar í heild,“ segir Binni, sem núna horfir fram á loðnubrest, annan veturinn í röð. „Það sem er augljósast af öllu er mikilvægi rannsókna á loðnustofninum. Það er lítið vitað um hvað er að gerast í hafinu. Nánast engar grunnrannsóknir eru stundaðar,“ segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og nefnir dæmi: „Það má til dæmis ekki skjóta hnúfubak til að skoða hvað hann étur mikið af loðnu. Það veit enginn um hvernig seiðum reiðir af eftir hrygningu eða hvar uppeldisstöðvarnar eru,“ segir hann. „Það blasir við öllum að aukin þekking leiðir til hvort tveggja, meiri vissu og öruggari nýtingar, og þar með aukinna tekna þjóðarinnar af loðnustofninum. En hugurinn er ekki þar. Hann snýst núna um skattlagningu en ekki um að stækka kökuna,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. Hér má rifja upp stemmninguna við upphaf loðnuvertíðar í Vestmannaeyjum fyrir fjórum árum:
Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Efnahagsmál Vísindi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58 Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35
Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28
Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58