Traustið var löngu farið úr sambandinu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 11:03 Unnur og Jói Fel voru saman í um tuttugu ár og eignuðust tvö börn saman. Skjáskot Unnur Helga Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Bakarísins Jóa Fel og fyrrverandi eiginkona veitingamannsins Jóa Fel, segir traustið hafa verið löngu farið úr sambandi þeirra fyrir skilnað. Hún þakkar hugvíkkandi efnum hvernig gekk að vinna úr skilnaðinum. Unnur Helga er gestur Sigurlaugar M. Jónasdóttur í nýjasta þætti af Segðu mér á Rás 1 og er samtal þeirra á persónulegu nótunum. „Það var náttúrulega langur aðdragandi að skilnaðinum okkar Jóa,“ segir Unnur en þau hjóni voru gift í tuttugu ár og störfuðu saman í bakarínu sem kennt var við Jóhannes. „Traustið var auðvitað löngu farið. En ég meina, þetta voru bara yndisleg ár og ég er mjög þakklát fyrir það allt. Svo tók við mjög erfiður tími. Skilnaðurinn var mér mjög þungbær. Það að stíga samtímis út úr hjónabandi sínu og einnig út úr fyrirtækinu sínu, sem hafði verið ástríða manns og lifibrauð í þetta langan tíma, var bara mjög stórt.“ Kynntust í bakaríinu Jói og Unnur sögðu í helgarviðtali á DV árið 2004 frá því hvernig ástin hefði kviknað. Unnur var nýskilin, Jói hafði nýopnað bakarí og þangað mætti Unnur til að kaupa brauð. Nokkrum vikum síðar voru þau orðin par. Saman eignuðust þau tvö börn. Bakaríið var í rekstri í um tvo áratugi áður en það varð gjaldþrota í nóvember árið 2020. Unnur hafði stigið frá borði þremur árum fyrr og viðurkennir að skilnaðurinn hafi reynst erfiður. Á þeim tíma réðst hún í meiriháttar framkvæmdir við húsbyggingu sem fjallað var um í Heimsókn á Stöð 2. Segir efnin ekki fyrir alla Hún segist þó alltaf hafa átt eftir að gera upp skilnaðinn. Góður vinur hennar hafi kynnt hana fyrir hugvíkkandi efnum. „Það er nauðsynlegt að hitta einhvern sem kann til verka og veit um hvað þetta snýst, bæði áður, á meðan og ekki síst eftir. Þessi efni eru ekki fyrir alla. Það þarf að fara gætilega að þeim og umgangast þau af virðingu,“ segir Unnur. Myrkrið hafi yfirgefið hana og ljósið komið inn í hana. Ástin og lífið Tímamót Hugvíkkandi efni Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Unnur Helga er gestur Sigurlaugar M. Jónasdóttur í nýjasta þætti af Segðu mér á Rás 1 og er samtal þeirra á persónulegu nótunum. „Það var náttúrulega langur aðdragandi að skilnaðinum okkar Jóa,“ segir Unnur en þau hjóni voru gift í tuttugu ár og störfuðu saman í bakarínu sem kennt var við Jóhannes. „Traustið var auðvitað löngu farið. En ég meina, þetta voru bara yndisleg ár og ég er mjög þakklát fyrir það allt. Svo tók við mjög erfiður tími. Skilnaðurinn var mér mjög þungbær. Það að stíga samtímis út úr hjónabandi sínu og einnig út úr fyrirtækinu sínu, sem hafði verið ástríða manns og lifibrauð í þetta langan tíma, var bara mjög stórt.“ Kynntust í bakaríinu Jói og Unnur sögðu í helgarviðtali á DV árið 2004 frá því hvernig ástin hefði kviknað. Unnur var nýskilin, Jói hafði nýopnað bakarí og þangað mætti Unnur til að kaupa brauð. Nokkrum vikum síðar voru þau orðin par. Saman eignuðust þau tvö börn. Bakaríið var í rekstri í um tvo áratugi áður en það varð gjaldþrota í nóvember árið 2020. Unnur hafði stigið frá borði þremur árum fyrr og viðurkennir að skilnaðurinn hafi reynst erfiður. Á þeim tíma réðst hún í meiriháttar framkvæmdir við húsbyggingu sem fjallað var um í Heimsókn á Stöð 2. Segir efnin ekki fyrir alla Hún segist þó alltaf hafa átt eftir að gera upp skilnaðinn. Góður vinur hennar hafi kynnt hana fyrir hugvíkkandi efnum. „Það er nauðsynlegt að hitta einhvern sem kann til verka og veit um hvað þetta snýst, bæði áður, á meðan og ekki síst eftir. Þessi efni eru ekki fyrir alla. Það þarf að fara gætilega að þeim og umgangast þau af virðingu,“ segir Unnur. Myrkrið hafi yfirgefið hana og ljósið komið inn í hana.
Ástin og lífið Tímamót Hugvíkkandi efni Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira