Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 16:56 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Einar Fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki ætla að ganga í röð þeirra fjármálaráðherra sem hafa ekki gætt hagsmuna borgaranna gagnvart ÁTVR. Þvert á móti muni hann leiða endurbótavinnu innan stofnunarinnar. Þetta sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu síðdegis. Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í starfshætti ÁTVR og eftilit sem hann fer með gagnvart „þeirri ríkiseinokunarverslun“. Tilefni fyrirspurnar Sigríðar var dómur Hæstaréttar í máli áfengisheildsölu sem lagði ÁTVR í deilu um tvær tegundir af bjór. ÁTVR hafði tekið bjórana tvo úr hillum verslana stofnunarinnar vegna viðmiðs um framlegð vara, sem mátti ekki. Lög og reglur kveða á um að eftirspurn skuli ráða för þegar kemur að vöruvali. Sigríður spurði hvort Daði Már teldi sig hafa heimild til þess að viðhalda þessu ólögmæta ástandi, en engar breytingar hafa enn verið gerðar á því hvernig ÁTVR velur inn vörur. Hafi erft málið Daði Már þakkaði Sigríði fyrir fyrirspurnina og sagði málið sem um ræðir vera eitt fjölmargra mála sem hann erfði þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra. Það sé rétt hjá Sigríði að verklag ÁTVR hafi ekki verið í samræmi við lög. „Unnið hefur verið að endurskoðun á reglugerðinni sem byggir á lögunum og hún hefur farið í samráð og um leið og því lýkur mun verða breyting á því verklagi og ÁTVR mun þurfa að endurskoða verklagið.“ „Hundrað ára meinsemd“ Sigríður steig aftur í pontu og sagði Daða Má ekki hafa svarað spurningu sinni, hann hefði ekki svarað því hvort hann teldi sér heimilt að „frysta“ ólögmætt ástand, með því að gera ÁTVR ekki að breyta verklagi sínu til samræmis við lög tafarlaust. „Mér virðist sem hæstvirtur fjármálaráðherra ætli að feta í fótspor allra fyrirrennara sinna síðustu ára og standa vörð um þessa ríkiseinokunarverslun. Ég ætla hins vegar ekki að vera svo svartsýn og gefa honum tækifæri til þess hér í seinna svari að svara því hvort það komi honum til hugar að gera róttækar breytingar á þessari hundrað ára meinsemd, sem hefur verið hér í íslenskri verslunarsögu.“ Ætlar „á engan hátt að ganga í röð“ forvera sinna Daði Már þakkaði Sigríði aftur, í þetta skiptið fyrir að minna hann á að svara að fullu fyrirspurn hennar. „Það er ekki verið að frysta neitt ástand. Það er verið að vinna í þessu máli. Það verða náttúrlega að gilda einhverjar reglur um starfsemi ÁTVR, til þess að gæta jafnræðis. Þetta hefur verið unnið eins hratt eins og kostur er og ég hef ítrekað ýtt eftir því. Ég ætla á engan hátt að ganga í röð þeirra fjármálaráðherra sem ekki hafa sinnt því að gæta að hagsmunum borgaranna gagnvart þessari stofnun, heldur þvert á móti að leiða þar endurbótavinnuna. Áfengi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41 Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Þetta sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu síðdegis. Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í starfshætti ÁTVR og eftilit sem hann fer með gagnvart „þeirri ríkiseinokunarverslun“. Tilefni fyrirspurnar Sigríðar var dómur Hæstaréttar í máli áfengisheildsölu sem lagði ÁTVR í deilu um tvær tegundir af bjór. ÁTVR hafði tekið bjórana tvo úr hillum verslana stofnunarinnar vegna viðmiðs um framlegð vara, sem mátti ekki. Lög og reglur kveða á um að eftirspurn skuli ráða för þegar kemur að vöruvali. Sigríður spurði hvort Daði Már teldi sig hafa heimild til þess að viðhalda þessu ólögmæta ástandi, en engar breytingar hafa enn verið gerðar á því hvernig ÁTVR velur inn vörur. Hafi erft málið Daði Már þakkaði Sigríði fyrir fyrirspurnina og sagði málið sem um ræðir vera eitt fjölmargra mála sem hann erfði þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra. Það sé rétt hjá Sigríði að verklag ÁTVR hafi ekki verið í samræmi við lög. „Unnið hefur verið að endurskoðun á reglugerðinni sem byggir á lögunum og hún hefur farið í samráð og um leið og því lýkur mun verða breyting á því verklagi og ÁTVR mun þurfa að endurskoða verklagið.“ „Hundrað ára meinsemd“ Sigríður steig aftur í pontu og sagði Daða Má ekki hafa svarað spurningu sinni, hann hefði ekki svarað því hvort hann teldi sér heimilt að „frysta“ ólögmætt ástand, með því að gera ÁTVR ekki að breyta verklagi sínu til samræmis við lög tafarlaust. „Mér virðist sem hæstvirtur fjármálaráðherra ætli að feta í fótspor allra fyrirrennara sinna síðustu ára og standa vörð um þessa ríkiseinokunarverslun. Ég ætla hins vegar ekki að vera svo svartsýn og gefa honum tækifæri til þess hér í seinna svari að svara því hvort það komi honum til hugar að gera róttækar breytingar á þessari hundrað ára meinsemd, sem hefur verið hér í íslenskri verslunarsögu.“ Ætlar „á engan hátt að ganga í röð“ forvera sinna Daði Már þakkaði Sigríði aftur, í þetta skiptið fyrir að minna hann á að svara að fullu fyrirspurn hennar. „Það er ekki verið að frysta neitt ástand. Það er verið að vinna í þessu máli. Það verða náttúrlega að gilda einhverjar reglur um starfsemi ÁTVR, til þess að gæta jafnræðis. Þetta hefur verið unnið eins hratt eins og kostur er og ég hef ítrekað ýtt eftir því. Ég ætla á engan hátt að ganga í röð þeirra fjármálaráðherra sem ekki hafa sinnt því að gæta að hagsmunum borgaranna gagnvart þessari stofnun, heldur þvert á móti að leiða þar endurbótavinnuna.
Áfengi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41 Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41
Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05