Bankarnir áður svikið neytendur Bjarki Sigurðsson skrifar 16. febrúar 2025 20:28 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. Stjórn Íslandsbanka er með til skoðunar samrunatillögu frá stjórn Arion banka. Bankastjóri Arion segir að með samruna sé hægt að skila auknum sparnaði til neytenda, meðal annars með lægri vöxtum og gjöldum. Að lágmarki fimmtíu milljarðar skili sér í vasa neytenda á tíu árum. Þessi fullyrðing hefur verið dregin í efa af mörgum, þar á meðal Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforkólfi. Bankarnir græði tugi milljarða á hverju ári sem renna beint úr vösum almennings í veski fjárfesta í stað þess að vænka hag neytenda. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um sameiningaráformin enn sem komið er en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir hugmyndir Arion banka slá sig illa. „Frekari samþjöppun er held ég ekki það skref sem við þurfum að taka núna á þessum tímapunkti, heldur frekar endurskoða stöðu bankakerfisins í íslensku samfélagi,“ segir Ragnar. Á síðasta ári hagnaðist Arion um 26 milljarða og Íslandsbanki um 24 milljarða. Samanlagt fimmtíu milljarðar og fóru 28 milljarðar af því til hluthafa. Ragnar efast að peningur sem bankinn spari endi hjá neytendum. „Þegar bankaskattur var lækkaður 2021 jókst vaxtamunur bankanna, þjónustugjöld hækkuðu, ný urðu til og útibúum fækkaði. Þjónusta var skert. Ég svona hef mjög takmarkaða trú á því að þetta muni skila sér á endanum til neytenda,“ segir Ragnar. Þeir sem græði mest séu hluthafar. „Ég hef ekki séð bankana hingað til vera eitthvað sérstaklega umhuga um neytendur umfram afkomu sína og arð. Arðsemiskrafa Arion banka hefur verið hækkuð í tvígang að mig minnir á mjög stuttum tíma,“ segir Ragnar. Arion banki Íslandsbanki Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Fleiri fréttir Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka er með til skoðunar samrunatillögu frá stjórn Arion banka. Bankastjóri Arion segir að með samruna sé hægt að skila auknum sparnaði til neytenda, meðal annars með lægri vöxtum og gjöldum. Að lágmarki fimmtíu milljarðar skili sér í vasa neytenda á tíu árum. Þessi fullyrðing hefur verið dregin í efa af mörgum, þar á meðal Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforkólfi. Bankarnir græði tugi milljarða á hverju ári sem renna beint úr vösum almennings í veski fjárfesta í stað þess að vænka hag neytenda. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um sameiningaráformin enn sem komið er en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir hugmyndir Arion banka slá sig illa. „Frekari samþjöppun er held ég ekki það skref sem við þurfum að taka núna á þessum tímapunkti, heldur frekar endurskoða stöðu bankakerfisins í íslensku samfélagi,“ segir Ragnar. Á síðasta ári hagnaðist Arion um 26 milljarða og Íslandsbanki um 24 milljarða. Samanlagt fimmtíu milljarðar og fóru 28 milljarðar af því til hluthafa. Ragnar efast að peningur sem bankinn spari endi hjá neytendum. „Þegar bankaskattur var lækkaður 2021 jókst vaxtamunur bankanna, þjónustugjöld hækkuðu, ný urðu til og útibúum fækkaði. Þjónusta var skert. Ég svona hef mjög takmarkaða trú á því að þetta muni skila sér á endanum til neytenda,“ segir Ragnar. Þeir sem græði mest séu hluthafar. „Ég hef ekki séð bankana hingað til vera eitthvað sérstaklega umhuga um neytendur umfram afkomu sína og arð. Arðsemiskrafa Arion banka hefur verið hækkuð í tvígang að mig minnir á mjög stuttum tíma,“ segir Ragnar.
Arion banki Íslandsbanki Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Fleiri fréttir Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Sjá meira