Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2025 12:16 Ólíklegt er að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar. Hún telur allar líkur á að viðræðurnar endi á því að meirihluti verður myndaður. Litlar líkur séu á að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Samræður um stóra málaflokka, til að mynda húsnæðismál og samgöngur verða kláraðar í dag. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að flýta sér ekki um of. „Vera með raunhæfar og góðar áætlanir. Það styttist í að þetta klárist,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmarsdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir/vilhelm Telur þú að þetta takist á endanum? „Já, ég tel það. Annars væri ég ekki hérna alla daga ef ég teldi það ekki.” Skammt er eftir af kjörtímabilinu og segir Heiða því mikilvægt að meirihlutinn gangi strax til verka. „Það er það sem við erum að hugsa um. Það eru verkin og borgarbúar. Og að þeir hætti ekki að treysta okkur þó að þetta uppþot hafi komið upp í síðustu viku. Við erum ekki hér fyrir hver er í hvaða stól, við erum hérna því við erum að reyna að gera gagn. Það er einbeitt finnst mér hjá öllum þessum fimm flokkum að við viljum gera það. Skapa stöðugleika og ná árangri,“ segir Heiða. Hún segir oddvitana ekki hafa rætt um stólaskipan enn sem komið er. „Við erum algjörlega að einblína á verkefnin. Ég veit að mörgum finnst það ótrúlegt en það er samt satt. Við erum algjörlega að fókusera á það hvað er það sem við getum gert að gagni, hvernig getum við gert það, hvað erum við sammála um og hvernig getum við flýtt því. Síðan munum við skipta með okkur verkum og vinna þétt saman,“ segir Heiða. Það hefur verið rætt um að Katrín Jakobsdóttir verði borgarstjóri, er það eitthvað sem þið hafið rætt? „Ég myndi telja það afar ólíklegt. En við höfum ekki rætt um neina utanaðkomandi og ekki nein nöfn í því samhengi.“ Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Samræður um stóra málaflokka, til að mynda húsnæðismál og samgöngur verða kláraðar í dag. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að flýta sér ekki um of. „Vera með raunhæfar og góðar áætlanir. Það styttist í að þetta klárist,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmarsdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir/vilhelm Telur þú að þetta takist á endanum? „Já, ég tel það. Annars væri ég ekki hérna alla daga ef ég teldi það ekki.” Skammt er eftir af kjörtímabilinu og segir Heiða því mikilvægt að meirihlutinn gangi strax til verka. „Það er það sem við erum að hugsa um. Það eru verkin og borgarbúar. Og að þeir hætti ekki að treysta okkur þó að þetta uppþot hafi komið upp í síðustu viku. Við erum ekki hér fyrir hver er í hvaða stól, við erum hérna því við erum að reyna að gera gagn. Það er einbeitt finnst mér hjá öllum þessum fimm flokkum að við viljum gera það. Skapa stöðugleika og ná árangri,“ segir Heiða. Hún segir oddvitana ekki hafa rætt um stólaskipan enn sem komið er. „Við erum algjörlega að einblína á verkefnin. Ég veit að mörgum finnst það ótrúlegt en það er samt satt. Við erum algjörlega að fókusera á það hvað er það sem við getum gert að gagni, hvernig getum við gert það, hvað erum við sammála um og hvernig getum við flýtt því. Síðan munum við skipta með okkur verkum og vinna þétt saman,“ segir Heiða. Það hefur verið rætt um að Katrín Jakobsdóttir verði borgarstjóri, er það eitthvað sem þið hafið rætt? „Ég myndi telja það afar ólíklegt. En við höfum ekki rætt um neina utanaðkomandi og ekki nein nöfn í því samhengi.“
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira