Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2025 10:01 Gíslarnir þrír, áður en þeim var sleppt í morgun. AP/Abdel Kareem Hana Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. Gíslarnir heita Iair Horn (46), Sagui Dekel Chen (36) og Alexander Troufanov (29). Þeir voru fyrst færðir í hendur starfsmanna Rauða krossins, sem færðu þá í hendur hermanna og voru þeir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og á fund fjölskyldna þeirra. AP fréttaveitan segir þá hafa virst við betri heilsu en þeir þrír menn sem sleppt var úr haldi fyrir viku síðan. Í staðinn munu Ísraelar sleppa 369 Palestínumönnum úr fangelsi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga. 36 þeirra hafa þó verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Einn þeirra sem sleppt verður í dag er Ahmed Barghouti, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hann var handtekin árið 2002. Hann var dæmdur fyrir að senda út sjálfsmorðsprengjumenn í seinni uppreisn Palestínumanna. Fyrr í vikunni lýstu leiðtogar Hamas því yfir að gíslunum yrði ekki sleppt og sökuðu þeir Ísraela um að brjóta gegn skilmálum vopnahlésins, sem hófst fyrir fjórum vikum síðan. Sökuðu þeir Ísraela um að draga úr flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandarinnar en í kjölfarið sögðu Ísraelar að þeir myndu hefja átökin að nýju í dag, ef gíslunum yrði ekki sleppt. Erindrekar frá Egyptalandi og Katar eru sagðir hafa stigið inn í og miðlað málum milli deiluaðila. Því varð af fangaskiptunum í dag. Frá því vopnahléið hófst þann 19. janúar hafa Hamas-liðar sleppt 21 gísl og Ísraelar hafa sleppt rúmlega 730 Palestínumönnum úr haldi. Áætlað er að 73 Ísraelar séu enn í haldi Hamas en helmingur þeirra er talinn látinn. Photos released by the IDF show the moment released hostages Sagui Dekel-Chen, Sasha Troufanov, and Iair Horn were handed over to troops in the Gaza Strip. pic.twitter.com/bUvcW62U8G— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) February 15, 2025 Viðræður um næsta fasta ekki hafnar Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði. Times of Israel segir ráðamenn í Ísrael vilja fá Hamas til að sleppa öllum lifandi gíslum á næstu dögum en ólíklegt þykir að það verði samþykkt. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Gíslarnir heita Iair Horn (46), Sagui Dekel Chen (36) og Alexander Troufanov (29). Þeir voru fyrst færðir í hendur starfsmanna Rauða krossins, sem færðu þá í hendur hermanna og voru þeir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og á fund fjölskyldna þeirra. AP fréttaveitan segir þá hafa virst við betri heilsu en þeir þrír menn sem sleppt var úr haldi fyrir viku síðan. Í staðinn munu Ísraelar sleppa 369 Palestínumönnum úr fangelsi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga. 36 þeirra hafa þó verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Einn þeirra sem sleppt verður í dag er Ahmed Barghouti, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hann var handtekin árið 2002. Hann var dæmdur fyrir að senda út sjálfsmorðsprengjumenn í seinni uppreisn Palestínumanna. Fyrr í vikunni lýstu leiðtogar Hamas því yfir að gíslunum yrði ekki sleppt og sökuðu þeir Ísraela um að brjóta gegn skilmálum vopnahlésins, sem hófst fyrir fjórum vikum síðan. Sökuðu þeir Ísraela um að draga úr flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandarinnar en í kjölfarið sögðu Ísraelar að þeir myndu hefja átökin að nýju í dag, ef gíslunum yrði ekki sleppt. Erindrekar frá Egyptalandi og Katar eru sagðir hafa stigið inn í og miðlað málum milli deiluaðila. Því varð af fangaskiptunum í dag. Frá því vopnahléið hófst þann 19. janúar hafa Hamas-liðar sleppt 21 gísl og Ísraelar hafa sleppt rúmlega 730 Palestínumönnum úr haldi. Áætlað er að 73 Ísraelar séu enn í haldi Hamas en helmingur þeirra er talinn látinn. Photos released by the IDF show the moment released hostages Sagui Dekel-Chen, Sasha Troufanov, and Iair Horn were handed over to troops in the Gaza Strip. pic.twitter.com/bUvcW62U8G— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) February 15, 2025 Viðræður um næsta fasta ekki hafnar Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði. Times of Israel segir ráðamenn í Ísrael vilja fá Hamas til að sleppa öllum lifandi gíslum á næstu dögum en ólíklegt þykir að það verði samþykkt.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira