Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 13:01 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að þó margt skilji flokkanna fimm að sem nú eru í meirihlutaviðræðum bendi ekkert til þess að þær nái ekki að mynda nýjan meirihluta. Vísir Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna hófu formlegar meirihlutaviðræður í Reykjavíkurborg í gær. Fram hefur komið að þær hafi ákveðið að hefja samstarf á félagslegum grunni. Áhersla verði á húsnæðis-, velferðar og skólamál. Næstu dagar undirlagðir vinnu Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í borginni sagði í skeyti til fjölmiðla í morgun að næstu dagar verði undirlagðir vinnu. Oddvitar flokkanna muni halda fólki upplýstum um gang mála. Nefndarfundir borgarfulltrúa hafa að mestu verið blásnir af samkvæmt Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata. Aðspurð um hvort verið sé að reyna að ná niðurstöðu í viðræðunum fyrir borgarstjórnarfund á þriðjudag segist hún vona það en brýnna sé að vanda allan undirbúning. Þrátt fyrir ágreining sé hægt að ná niðurstöðu Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að ákvörðun um að hefja formlegar viðræður þýða að þær telji sig geta myndað meirihluta en ágreiningsefni flokkanna fimm séu fjölmörg. „Það er auðvitað mikill meiningarmunur milli þessara flokka í ansi mörgum málum en það er stutt eftir af kjörtímabilinu. Þannig að þetta fer allt eftir því hversu stór skammturinn verður sem þær ætla að skenkja sér á diskinn. Það er alveg hægt að gera samning um svona nokkur meginatriði með þá hugsun að það þurfi að vera meirihluti til að klára kjörtímabilið. Þá flytja stór ágreiningsmál í sjálfa kosningabaráttuna. Eiríkur telur meiri líkur en minni að þær nái saman, Það er ekkert sem ég hef séð sem bendir til þess að þetta ætti ekki að takast. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Píratar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna hófu formlegar meirihlutaviðræður í Reykjavíkurborg í gær. Fram hefur komið að þær hafi ákveðið að hefja samstarf á félagslegum grunni. Áhersla verði á húsnæðis-, velferðar og skólamál. Næstu dagar undirlagðir vinnu Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í borginni sagði í skeyti til fjölmiðla í morgun að næstu dagar verði undirlagðir vinnu. Oddvitar flokkanna muni halda fólki upplýstum um gang mála. Nefndarfundir borgarfulltrúa hafa að mestu verið blásnir af samkvæmt Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata. Aðspurð um hvort verið sé að reyna að ná niðurstöðu í viðræðunum fyrir borgarstjórnarfund á þriðjudag segist hún vona það en brýnna sé að vanda allan undirbúning. Þrátt fyrir ágreining sé hægt að ná niðurstöðu Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að ákvörðun um að hefja formlegar viðræður þýða að þær telji sig geta myndað meirihluta en ágreiningsefni flokkanna fimm séu fjölmörg. „Það er auðvitað mikill meiningarmunur milli þessara flokka í ansi mörgum málum en það er stutt eftir af kjörtímabilinu. Þannig að þetta fer allt eftir því hversu stór skammturinn verður sem þær ætla að skenkja sér á diskinn. Það er alveg hægt að gera samning um svona nokkur meginatriði með þá hugsun að það þurfi að vera meirihluti til að klára kjörtímabilið. Þá flytja stór ágreiningsmál í sjálfa kosningabaráttuna. Eiríkur telur meiri líkur en minni að þær nái saman, Það er ekkert sem ég hef séð sem bendir til þess að þetta ætti ekki að takast.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Píratar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira