Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 13:01 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að þó margt skilji flokkanna fimm að sem nú eru í meirihlutaviðræðum bendi ekkert til þess að þær nái ekki að mynda nýjan meirihluta. Vísir Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna hófu formlegar meirihlutaviðræður í Reykjavíkurborg í gær. Fram hefur komið að þær hafi ákveðið að hefja samstarf á félagslegum grunni. Áhersla verði á húsnæðis-, velferðar og skólamál. Næstu dagar undirlagðir vinnu Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í borginni sagði í skeyti til fjölmiðla í morgun að næstu dagar verði undirlagðir vinnu. Oddvitar flokkanna muni halda fólki upplýstum um gang mála. Nefndarfundir borgarfulltrúa hafa að mestu verið blásnir af samkvæmt Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata. Aðspurð um hvort verið sé að reyna að ná niðurstöðu í viðræðunum fyrir borgarstjórnarfund á þriðjudag segist hún vona það en brýnna sé að vanda allan undirbúning. Þrátt fyrir ágreining sé hægt að ná niðurstöðu Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að ákvörðun um að hefja formlegar viðræður þýða að þær telji sig geta myndað meirihluta en ágreiningsefni flokkanna fimm séu fjölmörg. „Það er auðvitað mikill meiningarmunur milli þessara flokka í ansi mörgum málum en það er stutt eftir af kjörtímabilinu. Þannig að þetta fer allt eftir því hversu stór skammturinn verður sem þær ætla að skenkja sér á diskinn. Það er alveg hægt að gera samning um svona nokkur meginatriði með þá hugsun að það þurfi að vera meirihluti til að klára kjörtímabilið. Þá flytja stór ágreiningsmál í sjálfa kosningabaráttuna. Eiríkur telur meiri líkur en minni að þær nái saman, Það er ekkert sem ég hef séð sem bendir til þess að þetta ætti ekki að takast. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Píratar Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna hófu formlegar meirihlutaviðræður í Reykjavíkurborg í gær. Fram hefur komið að þær hafi ákveðið að hefja samstarf á félagslegum grunni. Áhersla verði á húsnæðis-, velferðar og skólamál. Næstu dagar undirlagðir vinnu Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í borginni sagði í skeyti til fjölmiðla í morgun að næstu dagar verði undirlagðir vinnu. Oddvitar flokkanna muni halda fólki upplýstum um gang mála. Nefndarfundir borgarfulltrúa hafa að mestu verið blásnir af samkvæmt Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata. Aðspurð um hvort verið sé að reyna að ná niðurstöðu í viðræðunum fyrir borgarstjórnarfund á þriðjudag segist hún vona það en brýnna sé að vanda allan undirbúning. Þrátt fyrir ágreining sé hægt að ná niðurstöðu Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að ákvörðun um að hefja formlegar viðræður þýða að þær telji sig geta myndað meirihluta en ágreiningsefni flokkanna fimm séu fjölmörg. „Það er auðvitað mikill meiningarmunur milli þessara flokka í ansi mörgum málum en það er stutt eftir af kjörtímabilinu. Þannig að þetta fer allt eftir því hversu stór skammturinn verður sem þær ætla að skenkja sér á diskinn. Það er alveg hægt að gera samning um svona nokkur meginatriði með þá hugsun að það þurfi að vera meirihluti til að klára kjörtímabilið. Þá flytja stór ágreiningsmál í sjálfa kosningabaráttuna. Eiríkur telur meiri líkur en minni að þær nái saman, Það er ekkert sem ég hef séð sem bendir til þess að þetta ætti ekki að takast.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Píratar Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira