Erlent

Sebrahestur gengur laus á Jót­landi

Kjartan Kjartansson skrifar
Sebrahestur í Dýragarðinum á Jótlandi í Danmörku. Þrír þeir sluppu í gær en eins þeirra er enn saknað.
Sebrahestur í Dýragarðinum á Jótlandi í Danmörku. Þrír þeir sluppu í gær en eins þeirra er enn saknað. Jyllands Park Zoo

Dýrafræðingur óttast að erfitt verði að hafa hendur í hári sebrahests sem slapp úr dýragarði á Jótlandi í Danmörku í gær. Tveir aðrir sebrahestar sem sluppu voru fangaðir fljótt en sá þriðji er ófundinn.

Tvær merar og einn stóðhestur sluppu úr dýragarði í Videbæk, vestur af borginni Herning á Jótlandi í gær. Stóðhesturinn og önnur merin náðust en ekki er vitað hvar hin merin er niður komin, að sögn danska ríkisútvarpsins. Nokkrir sjónarvottar sáu til hennar á Vestur-Jótlandi í gær.

Sofie Hansen, dýrafræðingur dýragarðsins, segist með böggum hildar vegna merarinnar sem gengur laus. Ástæðan er ekki kuldinn sem hún segir að ætti ekki að laga sebrahestinn heldur vegna þess hversu erfitt getur reynst að fanga hann.

Til þess að fanga merina þarf dýralæknir að komast í návígi við hana og skjóta í hana pílu með róandi lyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×