Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2025 15:27 Trump fylgist með X litla bora í nefið á blaðamannafundi í tengslum við sparnaðarstofnunina DOGE. Getty Tónlistarkonan Grimes hefur lýst yfir óánægju með að Elon Musk hafi farið með fjögurra ára son þeirra í Hvíta húsið í gær þegar Donald Trump skrifaði undir forsetatilskipun sem jók völd DOGE, sparnaðastofnunar Musk. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Elon Musk, náinn bandamaður Trump og einn auðugasti maður heims, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunarinnar DOGE. Þar skrifaði Trump undir forsetatilskipun um að auka völd stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Musk kom ekki einn á fundinn því sonur hans, hinn fjögurra ára X Æ A-Xii, var með í för og vakti mikla lukku viðstaddra og annarra sem fylgdust með fundinum. Á blaðamannafundinum tók Musk soninn á háhest auk þess sem X litli hermdi eftir föður sínum, boraði í nefið og hvíslaði í eyra forsetans. Ætti ekki að vera á meðal almennings Ekki voru þó allir ánægðir með að Musk skyldi taka soninn með á fundinn. Allavega ekki móðirin, hin 36 ára Claire Elise Boucher, sem gengur undir tónlistarnafninu Grimes, sem frétti af blaðamannafundinum á samfélagsmiðlinum X. Elon, X og Donald voru kátir á blaðamannafundinum í gær.Getty Grimes hafði skrifað færslu um stjórnmálaskýrandann Ezra Klein þegar einn X-verji svaraði henni og sagði „X litli var mjög kurteis í dag!... Þú ólst hann vel upp... Hann var svo sætur þegar hann sagði við DJT: ,Afsakaðu mig, ég þarf að pissa'.“ „Hann ætti ekki að vera meðal almennings á þennan máta. Ég sá þetta ekki, takk fyrir að láta mig vita. En ég er glöð að hann var kurteis. Andvarp,“ svaraði hún þá færslunni. Grimes og Elon Musk hafa reglulega hætt saman og svo stungið saman nefjum að nýju undanfarin ár. Nú eiga þau í hatrammri forsjárdeilu.Photo by Taylor Hill/Getty Images Eiga í forsjárdeilu um X, Exu og Techno Grimes og Musk eiga þrjú börn saman. Elstur er X Æ A-Xii sem er fæddur í maí 2020, næstelst er Exa Dark Sideræl sem þau eignuðust með staðgöngumóður í desember 2021 og í júní 2022 fæddist Techno Mechanicus. Sjá einnig: Grimes „útskýrir“ nafn barnsins Musk og Grimes hættu saman 2023 og hafa staðið í hatrammri forsjárdeilu síðan. Nýleg fordæmdi hún „alt-right“-stefnu Musk og nasistakveðju hans við innsetningu Trump í embætti. Hún hefur einnig sagt að hún vilji ekki að Musk sé stöðugt að flagga syni þeirra meðal almennings. Hún sagði í færslu á X þann 10. janúar að hún legði ekki blessun sína á þessa hegðun Musk. „Ég vil ólm leysa úr þessu. Þetta er persónulegur harmleikur fyrir mig. En eins og staðan er núna, veit ég ekki hvernig ég að gera það,“ sagði hún um málið. Daginn fyrir innsetningu Trump mætti Musk með X litla á fjöldafund í Washington D.C. þann 19. janúar þar sem sá fjögurra ára hljóp um og hoppaði á sviðinu. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Elon Musk, náinn bandamaður Trump og einn auðugasti maður heims, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunarinnar DOGE. Þar skrifaði Trump undir forsetatilskipun um að auka völd stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Musk kom ekki einn á fundinn því sonur hans, hinn fjögurra ára X Æ A-Xii, var með í för og vakti mikla lukku viðstaddra og annarra sem fylgdust með fundinum. Á blaðamannafundinum tók Musk soninn á háhest auk þess sem X litli hermdi eftir föður sínum, boraði í nefið og hvíslaði í eyra forsetans. Ætti ekki að vera á meðal almennings Ekki voru þó allir ánægðir með að Musk skyldi taka soninn með á fundinn. Allavega ekki móðirin, hin 36 ára Claire Elise Boucher, sem gengur undir tónlistarnafninu Grimes, sem frétti af blaðamannafundinum á samfélagsmiðlinum X. Elon, X og Donald voru kátir á blaðamannafundinum í gær.Getty Grimes hafði skrifað færslu um stjórnmálaskýrandann Ezra Klein þegar einn X-verji svaraði henni og sagði „X litli var mjög kurteis í dag!... Þú ólst hann vel upp... Hann var svo sætur þegar hann sagði við DJT: ,Afsakaðu mig, ég þarf að pissa'.“ „Hann ætti ekki að vera meðal almennings á þennan máta. Ég sá þetta ekki, takk fyrir að láta mig vita. En ég er glöð að hann var kurteis. Andvarp,“ svaraði hún þá færslunni. Grimes og Elon Musk hafa reglulega hætt saman og svo stungið saman nefjum að nýju undanfarin ár. Nú eiga þau í hatrammri forsjárdeilu.Photo by Taylor Hill/Getty Images Eiga í forsjárdeilu um X, Exu og Techno Grimes og Musk eiga þrjú börn saman. Elstur er X Æ A-Xii sem er fæddur í maí 2020, næstelst er Exa Dark Sideræl sem þau eignuðust með staðgöngumóður í desember 2021 og í júní 2022 fæddist Techno Mechanicus. Sjá einnig: Grimes „útskýrir“ nafn barnsins Musk og Grimes hættu saman 2023 og hafa staðið í hatrammri forsjárdeilu síðan. Nýleg fordæmdi hún „alt-right“-stefnu Musk og nasistakveðju hans við innsetningu Trump í embætti. Hún hefur einnig sagt að hún vilji ekki að Musk sé stöðugt að flagga syni þeirra meðal almennings. Hún sagði í færslu á X þann 10. janúar að hún legði ekki blessun sína á þessa hegðun Musk. „Ég vil ólm leysa úr þessu. Þetta er persónulegur harmleikur fyrir mig. En eins og staðan er núna, veit ég ekki hvernig ég að gera það,“ sagði hún um málið. Daginn fyrir innsetningu Trump mætti Musk með X litla á fjöldafund í Washington D.C. þann 19. janúar þar sem sá fjögurra ára hljóp um og hoppaði á sviðinu.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira